Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­harra, von­ast til að að frum­varp um jarða­kaup útlend­inga hér á landi verði til­búið snemma í haust. Hann segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að laga­breyt­ingar sem gerðar voru árin 2003 og 2004 hafi tekið niður allar „eðli­leg­ar ­girð­ing­ar“ er varða jarða­kaup. Hann segir jafn­framt að sú þróun sem hafi átt sér stað síð­ustu ár sé alveg óvið­un­and­i. 

Óvið­un­andi þróun

Morg­un­blaðið greindi frá því í fyrra­dag að Fljóta­bakki ehf., íslenskt dótt­ur­fé­lag banda­rísku ­ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins El­even Ex­perience, hefð­i keyt jörð­ina Atla­staði í Sval­fjarð­ar­dal. ­Síð­asta haust bár­ust fregnir af því að Fljóta­bakki hefði keypt jörð­ina Hraun í Fljót­um og hygð­ist koma þar upp ferða­þjón­­ustu. Skömmu áður hafði fé­lagið keypt land ­Nef­staða við Stíflu­­vatn í Fljót­­um. Þá á fé­lagið jarð­irn­ar Knapps­staði, Steina­velli og Stóru-Brekku í Fljót­un­um, auk Depla.

Enn fremur var greint frá því fyrr í vik­unni að fé­lagið Sól­­staf­ir, í eigu breska auð­kýf­ings­ins Jim Ratclif­fe, festi ný­verið kaup á Jörð­inni Brú­­ar­landi 2 í Þistil­f­irð­i. Eft­ir ­kaup­in eiga fé­lög í eig­u Ratclif­fe ­meiri­hluta veiði­rétt­ar í Hafra­lónsá, sem er vin­­sæl lax­veiðiá í Þistil­f­irð­i. ­Fé­lagið hef­ur und­an­far­in ár keypt fjölda jarða í Vopna­firði og Þistil­f­irði.

Auglýsing

Sig­urður Ingi segir þessa þróun síð­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­legri hætti og lík­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­mörku,“ segir Sig­urður í sam­tali við Morg­un­blað­ið, spurður um jarða­kaup erlendra aðila, þar á meðal Atla­staði.

Frum­varp í haust

Í lok sept­em­ber í fyrra var skip­aður starfs­hóp­ur til að end­ur­skoða lög um eign­ar­hald á bújörð­u­m. ­Starfs­hóp­ur­inn lagði meðal ann­ars til að skil­yrði yrði sett um að eig­endur jarða byggju sjálfir á jörð­inni og að erlendir eig­end­ur ­þyrft­u að hafa þar lög­heim­il­i. 

Sig­urður Ingi segir að nú sé vinna í gangi á vegum stjórn­valda í tengslum við til­lögur starfs­hóps­ins en mál­efnið varðar marga laga­bálka undir ólíkum ráðu­neyt­um. Hann seg­ist jafn­framt að von­ast sé eftir því frum­varp um jarða­kaup verði til­búið snemma í haust. 

„Við erum að skoða hvaða breyt­ingar þurfi að gera á ólíkum laga­bálk­um, því breyt­ing­arnar sem gerðar voru upp úr alda­mót­um, árin 2003 og 2004, tóku niður allar eðli­legar girð­ingar hvað þetta varðar og þessu verðum við að breyta,“ segir hann og bætir við „Mín skoðun er sú að við þurfum að ganga eins langt og við komumst.“

Mik­ill og breiður póli­tískur vilji

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­is­sjón­varps­ins í gær að breiður póli­­tísk­ur vilji væri til að tak­­marka jarða­kaup auð­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­ustu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck„Þar er mitt svar alveg skýrt, það er nei við þeirri spurn­ingu. Við getum ekki litið á land eins og hverja aðra vöru og þjón­ustu. Ég hef falið sér­fræð­ingi að gera til­lögur að laga­breyt­ingum sem koma munu til kasta þings­ins næsta vet­ur. Ég tel að það sé mik­ill og breiður póli­tískur vilji til að setja strang­ari ramma um þessi mál hér á landi eins og við sjáum svo víða í nágranna­löndum okk­ar,“ sagði Katrín. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent