Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­harra, von­ast til að að frum­varp um jarða­kaup útlend­inga hér á landi verði til­búið snemma í haust. Hann segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að laga­breyt­ingar sem gerðar voru árin 2003 og 2004 hafi tekið niður allar „eðli­leg­ar ­girð­ing­ar“ er varða jarða­kaup. Hann segir jafn­framt að sú þróun sem hafi átt sér stað síð­ustu ár sé alveg óvið­un­and­i. 

Óvið­un­andi þróun

Morg­un­blaðið greindi frá því í fyrra­dag að Fljóta­bakki ehf., íslenskt dótt­ur­fé­lag banda­rísku ­ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins El­even Ex­perience, hefð­i keyt jörð­ina Atla­staði í Sval­fjarð­ar­dal. ­Síð­asta haust bár­ust fregnir af því að Fljóta­bakki hefði keypt jörð­ina Hraun í Fljót­um og hygð­ist koma þar upp ferða­þjón­­ustu. Skömmu áður hafði fé­lagið keypt land ­Nef­staða við Stíflu­­vatn í Fljót­­um. Þá á fé­lagið jarð­irn­ar Knapps­staði, Steina­velli og Stóru-Brekku í Fljót­un­um, auk Depla.

Enn fremur var greint frá því fyrr í vik­unni að fé­lagið Sól­­staf­ir, í eigu breska auð­kýf­ings­ins Jim Ratclif­fe, festi ný­verið kaup á Jörð­inni Brú­­ar­landi 2 í Þistil­f­irð­i. Eft­ir ­kaup­in eiga fé­lög í eig­u Ratclif­fe ­meiri­hluta veiði­rétt­ar í Hafra­lónsá, sem er vin­­sæl lax­veiðiá í Þistil­f­irð­i. ­Fé­lagið hef­ur und­an­far­in ár keypt fjölda jarða í Vopna­firði og Þistil­f­irði.

Auglýsing

Sig­urður Ingi segir þessa þróun síð­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­legri hætti og lík­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­mörku,“ segir Sig­urður í sam­tali við Morg­un­blað­ið, spurður um jarða­kaup erlendra aðila, þar á meðal Atla­staði.

Frum­varp í haust

Í lok sept­em­ber í fyrra var skip­aður starfs­hóp­ur til að end­ur­skoða lög um eign­ar­hald á bújörð­u­m. ­Starfs­hóp­ur­inn lagði meðal ann­ars til að skil­yrði yrði sett um að eig­endur jarða byggju sjálfir á jörð­inni og að erlendir eig­end­ur ­þyrft­u að hafa þar lög­heim­il­i. 

Sig­urður Ingi segir að nú sé vinna í gangi á vegum stjórn­valda í tengslum við til­lögur starfs­hóps­ins en mál­efnið varðar marga laga­bálka undir ólíkum ráðu­neyt­um. Hann seg­ist jafn­framt að von­ast sé eftir því frum­varp um jarða­kaup verði til­búið snemma í haust. 

„Við erum að skoða hvaða breyt­ingar þurfi að gera á ólíkum laga­bálk­um, því breyt­ing­arnar sem gerðar voru upp úr alda­mót­um, árin 2003 og 2004, tóku niður allar eðli­legar girð­ingar hvað þetta varðar og þessu verðum við að breyta,“ segir hann og bætir við „Mín skoðun er sú að við þurfum að ganga eins langt og við komumst.“

Mik­ill og breiður póli­tískur vilji

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­is­sjón­varps­ins í gær að breiður póli­­tísk­ur vilji væri til að tak­­marka jarða­kaup auð­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­ustu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck„Þar er mitt svar alveg skýrt, það er nei við þeirri spurn­ingu. Við getum ekki litið á land eins og hverja aðra vöru og þjón­ustu. Ég hef falið sér­fræð­ingi að gera til­lögur að laga­breyt­ingum sem koma munu til kasta þings­ins næsta vet­ur. Ég tel að það sé mik­ill og breiður póli­tískur vilji til að setja strang­ari ramma um þessi mál hér á landi eins og við sjáum svo víða í nágranna­löndum okk­ar,“ sagði Katrín. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent