Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­harra, von­ast til að að frum­varp um jarða­kaup útlend­inga hér á landi verði til­búið snemma í haust. Hann segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að laga­breyt­ingar sem gerðar voru árin 2003 og 2004 hafi tekið niður allar „eðli­leg­ar ­girð­ing­ar“ er varða jarða­kaup. Hann segir jafn­framt að sú þróun sem hafi átt sér stað síð­ustu ár sé alveg óvið­un­and­i. 

Óvið­un­andi þróun

Morg­un­blaðið greindi frá því í fyrra­dag að Fljóta­bakki ehf., íslenskt dótt­ur­fé­lag banda­rísku ­ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins El­even Ex­perience, hefð­i keyt jörð­ina Atla­staði í Sval­fjarð­ar­dal. ­Síð­asta haust bár­ust fregnir af því að Fljóta­bakki hefði keypt jörð­ina Hraun í Fljót­um og hygð­ist koma þar upp ferða­þjón­­ustu. Skömmu áður hafði fé­lagið keypt land ­Nef­staða við Stíflu­­vatn í Fljót­­um. Þá á fé­lagið jarð­irn­ar Knapps­staði, Steina­velli og Stóru-Brekku í Fljót­un­um, auk Depla.

Enn fremur var greint frá því fyrr í vik­unni að fé­lagið Sól­­staf­ir, í eigu breska auð­kýf­ings­ins Jim Ratclif­fe, festi ný­verið kaup á Jörð­inni Brú­­ar­landi 2 í Þistil­f­irð­i. Eft­ir ­kaup­in eiga fé­lög í eig­u Ratclif­fe ­meiri­hluta veiði­rétt­ar í Hafra­lónsá, sem er vin­­sæl lax­veiðiá í Þistil­f­irð­i. ­Fé­lagið hef­ur und­an­far­in ár keypt fjölda jarða í Vopna­firði og Þistil­f­irði.

Auglýsing

Sig­urður Ingi segir þessa þróun síð­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­legri hætti og lík­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­mörku,“ segir Sig­urður í sam­tali við Morg­un­blað­ið, spurður um jarða­kaup erlendra aðila, þar á meðal Atla­staði.

Frum­varp í haust

Í lok sept­em­ber í fyrra var skip­aður starfs­hóp­ur til að end­ur­skoða lög um eign­ar­hald á bújörð­u­m. ­Starfs­hóp­ur­inn lagði meðal ann­ars til að skil­yrði yrði sett um að eig­endur jarða byggju sjálfir á jörð­inni og að erlendir eig­end­ur ­þyrft­u að hafa þar lög­heim­il­i. 

Sig­urður Ingi segir að nú sé vinna í gangi á vegum stjórn­valda í tengslum við til­lögur starfs­hóps­ins en mál­efnið varðar marga laga­bálka undir ólíkum ráðu­neyt­um. Hann seg­ist jafn­framt að von­ast sé eftir því frum­varp um jarða­kaup verði til­búið snemma í haust. 

„Við erum að skoða hvaða breyt­ingar þurfi að gera á ólíkum laga­bálk­um, því breyt­ing­arnar sem gerðar voru upp úr alda­mót­um, árin 2003 og 2004, tóku niður allar eðli­legar girð­ingar hvað þetta varðar og þessu verðum við að breyta,“ segir hann og bætir við „Mín skoðun er sú að við þurfum að ganga eins langt og við komumst.“

Mik­ill og breiður póli­tískur vilji

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­is­sjón­varps­ins í gær að breiður póli­­tísk­ur vilji væri til að tak­­marka jarða­kaup auð­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­ustu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck„Þar er mitt svar alveg skýrt, það er nei við þeirri spurn­ingu. Við getum ekki litið á land eins og hverja aðra vöru og þjón­ustu. Ég hef falið sér­fræð­ingi að gera til­lögur að laga­breyt­ingum sem koma munu til kasta þings­ins næsta vet­ur. Ég tel að það sé mik­ill og breiður póli­tískur vilji til að setja strang­ari ramma um þessi mál hér á landi eins og við sjáum svo víða í nágranna­löndum okk­ar,“ sagði Katrín. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent