Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­harra, von­ast til að að frum­varp um jarða­kaup útlend­inga hér á landi verði til­búið snemma í haust. Hann segir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að laga­breyt­ingar sem gerðar voru árin 2003 og 2004 hafi tekið niður allar „eðli­leg­ar ­girð­ing­ar“ er varða jarða­kaup. Hann segir jafn­framt að sú þróun sem hafi átt sér stað síð­ustu ár sé alveg óvið­un­and­i. 

Óvið­un­andi þróun

Morg­un­blaðið greindi frá því í fyrra­dag að Fljóta­bakki ehf., íslenskt dótt­ur­fé­lag banda­rísku ­ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins El­even Ex­perience, hefð­i keyt jörð­ina Atla­staði í Sval­fjarð­ar­dal. ­Síð­asta haust bár­ust fregnir af því að Fljóta­bakki hefði keypt jörð­ina Hraun í Fljót­um og hygð­ist koma þar upp ferða­þjón­­ustu. Skömmu áður hafði fé­lagið keypt land ­Nef­staða við Stíflu­­vatn í Fljót­­um. Þá á fé­lagið jarð­irn­ar Knapps­staði, Steina­velli og Stóru-Brekku í Fljót­un­um, auk Depla.

Enn fremur var greint frá því fyrr í vik­unni að fé­lagið Sól­­staf­ir, í eigu breska auð­kýf­ings­ins Jim Ratclif­fe, festi ný­verið kaup á Jörð­inni Brú­­ar­landi 2 í Þistil­f­irð­i. Eft­ir ­kaup­in eiga fé­lög í eig­u Ratclif­fe ­meiri­hluta veiði­rétt­ar í Hafra­lónsá, sem er vin­­sæl lax­veiðiá í Þistil­f­irð­i. ­Fé­lagið hef­ur und­an­far­in ár keypt fjölda jarða í Vopna­firði og Þistil­f­irði.

Auglýsing

Sig­urður Ingi segir þessa þróun síð­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­legri hætti og lík­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­mörku,“ segir Sig­urður í sam­tali við Morg­un­blað­ið, spurður um jarða­kaup erlendra aðila, þar á meðal Atla­staði.

Frum­varp í haust

Í lok sept­em­ber í fyrra var skip­aður starfs­hóp­ur til að end­ur­skoða lög um eign­ar­hald á bújörð­u­m. ­Starfs­hóp­ur­inn lagði meðal ann­ars til að skil­yrði yrði sett um að eig­endur jarða byggju sjálfir á jörð­inni og að erlendir eig­end­ur ­þyrft­u að hafa þar lög­heim­il­i. 

Sig­urður Ingi segir að nú sé vinna í gangi á vegum stjórn­valda í tengslum við til­lögur starfs­hóps­ins en mál­efnið varðar marga laga­bálka undir ólíkum ráðu­neyt­um. Hann seg­ist jafn­framt að von­ast sé eftir því frum­varp um jarða­kaup verði til­búið snemma í haust. 

„Við erum að skoða hvaða breyt­ingar þurfi að gera á ólíkum laga­bálk­um, því breyt­ing­arnar sem gerðar voru upp úr alda­mót­um, árin 2003 og 2004, tóku niður allar eðli­legar girð­ingar hvað þetta varðar og þessu verðum við að breyta,“ segir hann og bætir við „Mín skoðun er sú að við þurfum að ganga eins langt og við komumst.“

Mik­ill og breiður póli­tískur vilji

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­is­sjón­varps­ins í gær að breiður póli­­tísk­ur vilji væri til að tak­­marka jarða­kaup auð­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­ustu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck„Þar er mitt svar alveg skýrt, það er nei við þeirri spurn­ingu. Við getum ekki litið á land eins og hverja aðra vöru og þjón­ustu. Ég hef falið sér­fræð­ingi að gera til­lögur að laga­breyt­ingum sem koma munu til kasta þings­ins næsta vet­ur. Ég tel að það sé mik­ill og breiður póli­tískur vilji til að setja strang­ari ramma um þessi mál hér á landi eins og við sjáum svo víða í nágranna­löndum okk­ar,“ sagði Katrín. 

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent