Auglýsing

Breski auð­kýf­ing­ur­inn Jim Ratcliff - sem hagn­ast hefur á efna­iðn­aði, ekki síst innan olíu­geirans - heldur áfram að kaupa jarðir á Norð­ur­landi og Aust­ur­landi. Nú síð­ast var greint frá kaupum hans á Brú­ar­landi 2 í Þistil­firði, sem er óskipt jörð í landi Gunn­ars­staða. Þetta hefur valdið deilum og áhyggj­um, ekki síst hjá þeim sem eiga jarðir í nágrenni og þykir vænt um landið og starf­semi í hér­aði. Vönduð umfjöllun í Morg­un­blað­inu hefur dregið þessi mál og deil­urnar fram í dags­ljós­ið.

Form­legar kröfur

Þetta er eld­fim umræða, en hún er mik­il­væg og von­andi tekst að leiða hana í þær áttir sem hún ætti að fara í. Þar er lyk­il­at­riðið að draga frá tjöld­in. Við­skiptin hafa átt sér stað bak við stöku yfir­lýs­ingar Ratcliffs um að hann sé að kaupa stóran hluta af Íslandi til að vernda laxa­stofn­inn og nátt­úr­una. Þetta er gott og gilt, en mik­il­vægt er að gera form­legar kröfur til hans um að orðum fylgi ábyrgð, og að þau séu nið­ur­negld í form­legum samn­ingum um að það sé satt og rétt sem hann er að segja um ástæður við­skipta sinna. 

Eins og staða mála er nú, þá liggur það ekki end­an­lega fyr­ir. 

Auglýsing

Áhyggju­efnið er ekki að hann sé frá útlönd­um. Það skiptir engu máli eins og sagan sýn­ir, en hættu­leg­ustu og verstu við­skipta­menn sem starfað hafa á Íslandi eru fyrst og fremst Íslend­ing­ar. 

Eitt af djásnum heims­ins

Álita­málin eru fjöl­mörg, sem þarf að ræða og fá fram svör við mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um. 

Eitt er umfang við­skipt­anna sem ná nú til um 1 pró­sents af land­inu og eru í jaðri og í sam­hengi við Vatna­jök­uls­þjóð­garð sem nýlega var settur á lista UNESCO og er þar með eitt af djásnum heims­ins þegar kemur að ein­stakri nátt­úru og menn­ing­ar­sög­u. 

Þjóð­garð­ur­inn tekur til um 12 pró­sent af landi Íslands og fá dæmi um það í sög­unni á heims­vísu, að jafn stór hluti þjóð­ríkis sé settur á lista UNESCO. 

Meðal álita­mála sem vakna þegar kemur að kaupum Ratcliff er hver sé ætl­unin - að lokum - með þessum umfangs­miklu kaupum og hvernig mark­miðin með þeim eru form­gerð í samn­ing­um.

Hvernig er það tryggt að um nátt­úru­vernd­ar­fjár­fest­ingar sé að ræða?

Það getur verið að fólk hafi gott eitt í huga í svona fjár­fest­ing­um. Nefna má umfangs­mestu kaup á landi í Chile, sem nokkru sinni hafa átt sér stað, þegar stofn­andi Pata­gonia vöru­merk­is­ins keypti upp stór­kost­legt land­svæði til að vernda það. Hann var umhverf­is­vernd­ar­maður og öll starf­semi hans og fjöl­skyldu hans byggði á hug­sjónum um það - en vöru­merkið var stofnað til að hjálpa fólki að njóta nátt­úr­unn­ar. Hann stóð við það og gerði ekk­ert annað en það, vernda land­ið, og hann afhenti svo landið - undir skil­yrðum um umhverf­is­vernd. 

Það er ekki traust­vekj­andi hvernig þetta hefur farið fram hjá Ratcliff. Það vantar sann­fær­ing­una fyrir umhverf­is­vernd­ar­á­hug­an­um, því það er þver­sögn í hans við­skipta­ferli þegar að honum kem­ur, annað en t.d. hjá Pata­gon­i­a-­fólk­inu.

Svo er það rétt ábend­ing hjá Jóhann­esi Sig­fús­syni á Gunn­ars­stöð­um, að það þyrfti að fara ofan í öll við­skiptin með skatt­in­um, til að teikna upp umfangið og hvernig þetta hefur farið fram

Varla viljum við að Ísland, landið sem slíkt, verði að pen­inga­þvætt­is­til­rauna­potti?

Hvað ger­ist þegar Ratcliff er ekki lengur að stýra félög­unum sem eiga þennan stór­kost­lega hluta lands­ins? 

Ef hann er að hugsa um umhverf­is­vernd­ina ein­göngu (laxa­stofna, nátt­úru­vernd), þá ætti að gera kröfur um að hann geti búið til form­lega umgjörð, sem nær utan um það mark­mið og er ekki bak­við nein tjöld heldur uppi á borð­u­m. 

Ekk­ert slíkt hefur verið birt opin­ber­lega. Það ætti að vera hægt að gera kröfur til hans, miðað við yfir­lýs­ing­ar, um að hann leggi öll spilin á borðið og dragi tjöldin frá. 

Ísland er ein­stakt land þegar kemur á nátt­úru­legum gæðum og menn­ing­ar­sögu. Stað­fest­ing Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á lista UNESCO ætti að vekja stjórn­völd og aðra til umhugs­unar um mik­il­vægi virð­ingar fyrir nátt­úr­unni. Að sama skapi er eðli­legt að hafa efa­semd­irnar bak við eyrað, þegar kemur að umfangs­miklum og skipu­lögðum landa­kaupum auð­kýf­inga - óháð þjóð­erni þeirra - á meðan ekki hafa verið birtar upp­lýs­ingar sem stað­festa mark­miðin sem hafa komið fram í orðum þeirra. 

Með efann á lofti

Við Íslend­ingar þekkjum það, að líta undan og trúa auð­kýf­ingum þegar þeir segja eitt og ann­að, og það getur endað með ósköpum ef ekki eru gerðar kröfur til þeirra um að styðja mál­flutn­ing sinn með gögnum og form­legri umgjörð. Það ætti að vera lág­marks­krafa og um leið mik­il­vægt leið­ar­stef í því að skilja hvatann að baki við­skiptum með land.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari