Auglýsing

Breski auð­kýf­ing­ur­inn Jim Ratcliff - sem hagn­ast hefur á efna­iðn­aði, ekki síst innan olíu­geirans - heldur áfram að kaupa jarðir á Norð­ur­landi og Aust­ur­landi. Nú síð­ast var greint frá kaupum hans á Brú­ar­landi 2 í Þistil­firði, sem er óskipt jörð í landi Gunn­ars­staða. Þetta hefur valdið deilum og áhyggj­um, ekki síst hjá þeim sem eiga jarðir í nágrenni og þykir vænt um landið og starf­semi í hér­aði. Vönduð umfjöllun í Morg­un­blað­inu hefur dregið þessi mál og deil­urnar fram í dags­ljós­ið.

Form­legar kröfur

Þetta er eld­fim umræða, en hún er mik­il­væg og von­andi tekst að leiða hana í þær áttir sem hún ætti að fara í. Þar er lyk­il­at­riðið að draga frá tjöld­in. Við­skiptin hafa átt sér stað bak við stöku yfir­lýs­ingar Ratcliffs um að hann sé að kaupa stóran hluta af Íslandi til að vernda laxa­stofn­inn og nátt­úr­una. Þetta er gott og gilt, en mik­il­vægt er að gera form­legar kröfur til hans um að orðum fylgi ábyrgð, og að þau séu nið­ur­negld í form­legum samn­ingum um að það sé satt og rétt sem hann er að segja um ástæður við­skipta sinna. 

Eins og staða mála er nú, þá liggur það ekki end­an­lega fyr­ir. 

Auglýsing

Áhyggju­efnið er ekki að hann sé frá útlönd­um. Það skiptir engu máli eins og sagan sýn­ir, en hættu­leg­ustu og verstu við­skipta­menn sem starfað hafa á Íslandi eru fyrst og fremst Íslend­ing­ar. 

Eitt af djásnum heims­ins

Álita­málin eru fjöl­mörg, sem þarf að ræða og fá fram svör við mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um. 

Eitt er umfang við­skipt­anna sem ná nú til um 1 pró­sents af land­inu og eru í jaðri og í sam­hengi við Vatna­jök­uls­þjóð­garð sem nýlega var settur á lista UNESCO og er þar með eitt af djásnum heims­ins þegar kemur að ein­stakri nátt­úru og menn­ing­ar­sög­u. 

Þjóð­garð­ur­inn tekur til um 12 pró­sent af landi Íslands og fá dæmi um það í sög­unni á heims­vísu, að jafn stór hluti þjóð­ríkis sé settur á lista UNESCO. 

Meðal álita­mála sem vakna þegar kemur að kaupum Ratcliff er hver sé ætl­unin - að lokum - með þessum umfangs­miklu kaupum og hvernig mark­miðin með þeim eru form­gerð í samn­ing­um.

Hvernig er það tryggt að um nátt­úru­vernd­ar­fjár­fest­ingar sé að ræða?

Það getur verið að fólk hafi gott eitt í huga í svona fjár­fest­ing­um. Nefna má umfangs­mestu kaup á landi í Chile, sem nokkru sinni hafa átt sér stað, þegar stofn­andi Pata­gonia vöru­merk­is­ins keypti upp stór­kost­legt land­svæði til að vernda það. Hann var umhverf­is­vernd­ar­maður og öll starf­semi hans og fjöl­skyldu hans byggði á hug­sjónum um það - en vöru­merkið var stofnað til að hjálpa fólki að njóta nátt­úr­unn­ar. Hann stóð við það og gerði ekk­ert annað en það, vernda land­ið, og hann afhenti svo landið - undir skil­yrðum um umhverf­is­vernd. 

Það er ekki traust­vekj­andi hvernig þetta hefur farið fram hjá Ratcliff. Það vantar sann­fær­ing­una fyrir umhverf­is­vernd­ar­á­hug­an­um, því það er þver­sögn í hans við­skipta­ferli þegar að honum kem­ur, annað en t.d. hjá Pata­gon­i­a-­fólk­inu.

Svo er það rétt ábend­ing hjá Jóhann­esi Sig­fús­syni á Gunn­ars­stöð­um, að það þyrfti að fara ofan í öll við­skiptin með skatt­in­um, til að teikna upp umfangið og hvernig þetta hefur farið fram

Varla viljum við að Ísland, landið sem slíkt, verði að pen­inga­þvætt­is­til­rauna­potti?

Hvað ger­ist þegar Ratcliff er ekki lengur að stýra félög­unum sem eiga þennan stór­kost­lega hluta lands­ins? 

Ef hann er að hugsa um umhverf­is­vernd­ina ein­göngu (laxa­stofna, nátt­úru­vernd), þá ætti að gera kröfur um að hann geti búið til form­lega umgjörð, sem nær utan um það mark­mið og er ekki bak­við nein tjöld heldur uppi á borð­u­m. 

Ekk­ert slíkt hefur verið birt opin­ber­lega. Það ætti að vera hægt að gera kröfur til hans, miðað við yfir­lýs­ing­ar, um að hann leggi öll spilin á borðið og dragi tjöldin frá. 

Ísland er ein­stakt land þegar kemur á nátt­úru­legum gæðum og menn­ing­ar­sögu. Stað­fest­ing Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á lista UNESCO ætti að vekja stjórn­völd og aðra til umhugs­unar um mik­il­vægi virð­ingar fyrir nátt­úr­unni. Að sama skapi er eðli­legt að hafa efa­semd­irnar bak við eyrað, þegar kemur að umfangs­miklum og skipu­lögðum landa­kaupum auð­kýf­inga - óháð þjóð­erni þeirra - á meðan ekki hafa verið birtar upp­lýs­ingar sem stað­festa mark­miðin sem hafa komið fram í orðum þeirra. 

Með efann á lofti

Við Íslend­ingar þekkjum það, að líta undan og trúa auð­kýf­ingum þegar þeir segja eitt og ann­að, og það getur endað með ósköpum ef ekki eru gerðar kröfur til þeirra um að styðja mál­flutn­ing sinn með gögnum og form­legri umgjörð. Það ætti að vera lág­marks­krafa og um leið mik­il­vægt leið­ar­stef í því að skilja hvatann að baki við­skiptum með land.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari