Auglýsing

Breski auð­kýf­ing­ur­inn Jim Ratcliff - sem hagn­ast hefur á efna­iðn­aði, ekki síst innan olíu­geirans - heldur áfram að kaupa jarðir á Norð­ur­landi og Aust­ur­landi. Nú síð­ast var greint frá kaupum hans á Brú­ar­landi 2 í Þistil­firði, sem er óskipt jörð í landi Gunn­ars­staða. Þetta hefur valdið deilum og áhyggj­um, ekki síst hjá þeim sem eiga jarðir í nágrenni og þykir vænt um landið og starf­semi í hér­aði. Vönduð umfjöllun í Morg­un­blað­inu hefur dregið þessi mál og deil­urnar fram í dags­ljós­ið.

Form­legar kröfur

Þetta er eld­fim umræða, en hún er mik­il­væg og von­andi tekst að leiða hana í þær áttir sem hún ætti að fara í. Þar er lyk­il­at­riðið að draga frá tjöld­in. Við­skiptin hafa átt sér stað bak við stöku yfir­lýs­ingar Ratcliffs um að hann sé að kaupa stóran hluta af Íslandi til að vernda laxa­stofn­inn og nátt­úr­una. Þetta er gott og gilt, en mik­il­vægt er að gera form­legar kröfur til hans um að orðum fylgi ábyrgð, og að þau séu nið­ur­negld í form­legum samn­ingum um að það sé satt og rétt sem hann er að segja um ástæður við­skipta sinna. 

Eins og staða mála er nú, þá liggur það ekki end­an­lega fyr­ir. 

Auglýsing

Áhyggju­efnið er ekki að hann sé frá útlönd­um. Það skiptir engu máli eins og sagan sýn­ir, en hættu­leg­ustu og verstu við­skipta­menn sem starfað hafa á Íslandi eru fyrst og fremst Íslend­ing­ar. 

Eitt af djásnum heims­ins

Álita­málin eru fjöl­mörg, sem þarf að ræða og fá fram svör við mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um. 

Eitt er umfang við­skipt­anna sem ná nú til um 1 pró­sents af land­inu og eru í jaðri og í sam­hengi við Vatna­jök­uls­þjóð­garð sem nýlega var settur á lista UNESCO og er þar með eitt af djásnum heims­ins þegar kemur að ein­stakri nátt­úru og menn­ing­ar­sög­u. 

Þjóð­garð­ur­inn tekur til um 12 pró­sent af landi Íslands og fá dæmi um það í sög­unni á heims­vísu, að jafn stór hluti þjóð­ríkis sé settur á lista UNESCO. 

Meðal álita­mála sem vakna þegar kemur að kaupum Ratcliff er hver sé ætl­unin - að lokum - með þessum umfangs­miklu kaupum og hvernig mark­miðin með þeim eru form­gerð í samn­ing­um.

Hvernig er það tryggt að um nátt­úru­vernd­ar­fjár­fest­ingar sé að ræða?

Það getur verið að fólk hafi gott eitt í huga í svona fjár­fest­ing­um. Nefna má umfangs­mestu kaup á landi í Chile, sem nokkru sinni hafa átt sér stað, þegar stofn­andi Pata­gonia vöru­merk­is­ins keypti upp stór­kost­legt land­svæði til að vernda það. Hann var umhverf­is­vernd­ar­maður og öll starf­semi hans og fjöl­skyldu hans byggði á hug­sjónum um það - en vöru­merkið var stofnað til að hjálpa fólki að njóta nátt­úr­unn­ar. Hann stóð við það og gerði ekk­ert annað en það, vernda land­ið, og hann afhenti svo landið - undir skil­yrðum um umhverf­is­vernd. 

Það er ekki traust­vekj­andi hvernig þetta hefur farið fram hjá Ratcliff. Það vantar sann­fær­ing­una fyrir umhverf­is­vernd­ar­á­hug­an­um, því það er þver­sögn í hans við­skipta­ferli þegar að honum kem­ur, annað en t.d. hjá Pata­gon­i­a-­fólk­inu.

Svo er það rétt ábend­ing hjá Jóhann­esi Sig­fús­syni á Gunn­ars­stöð­um, að það þyrfti að fara ofan í öll við­skiptin með skatt­in­um, til að teikna upp umfangið og hvernig þetta hefur farið fram

Varla viljum við að Ísland, landið sem slíkt, verði að pen­inga­þvætt­is­til­rauna­potti?

Hvað ger­ist þegar Ratcliff er ekki lengur að stýra félög­unum sem eiga þennan stór­kost­lega hluta lands­ins? 

Ef hann er að hugsa um umhverf­is­vernd­ina ein­göngu (laxa­stofna, nátt­úru­vernd), þá ætti að gera kröfur um að hann geti búið til form­lega umgjörð, sem nær utan um það mark­mið og er ekki bak­við nein tjöld heldur uppi á borð­u­m. 

Ekk­ert slíkt hefur verið birt opin­ber­lega. Það ætti að vera hægt að gera kröfur til hans, miðað við yfir­lýs­ing­ar, um að hann leggi öll spilin á borðið og dragi tjöldin frá. 

Ísland er ein­stakt land þegar kemur á nátt­úru­legum gæðum og menn­ing­ar­sögu. Stað­fest­ing Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á lista UNESCO ætti að vekja stjórn­völd og aðra til umhugs­unar um mik­il­vægi virð­ingar fyrir nátt­úr­unni. Að sama skapi er eðli­legt að hafa efa­semd­irnar bak við eyrað, þegar kemur að umfangs­miklum og skipu­lögðum landa­kaupum auð­kýf­inga - óháð þjóð­erni þeirra - á meðan ekki hafa verið birtar upp­lýs­ingar sem stað­festa mark­miðin sem hafa komið fram í orðum þeirra. 

Með efann á lofti

Við Íslend­ingar þekkjum það, að líta undan og trúa auð­kýf­ingum þegar þeir segja eitt og ann­að, og það getur endað með ósköpum ef ekki eru gerðar kröfur til þeirra um að styðja mál­flutn­ing sinn með gögnum og form­legri umgjörð. Það ætti að vera lág­marks­krafa og um leið mik­il­vægt leið­ar­stef í því að skilja hvatann að baki við­skiptum með land.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari