Auglýsing

Breski auð­kýf­ing­ur­inn Jim Ratcliff - sem hagn­ast hefur á efna­iðn­aði, ekki síst innan olíu­geirans - heldur áfram að kaupa jarðir á Norð­ur­landi og Aust­ur­landi. Nú síð­ast var greint frá kaupum hans á Brú­ar­landi 2 í Þistil­firði, sem er óskipt jörð í landi Gunn­ars­staða. Þetta hefur valdið deilum og áhyggj­um, ekki síst hjá þeim sem eiga jarðir í nágrenni og þykir vænt um landið og starf­semi í hér­aði. Vönduð umfjöllun í Morg­un­blað­inu hefur dregið þessi mál og deil­urnar fram í dags­ljós­ið.

Form­legar kröfur

Þetta er eld­fim umræða, en hún er mik­il­væg og von­andi tekst að leiða hana í þær áttir sem hún ætti að fara í. Þar er lyk­il­at­riðið að draga frá tjöld­in. Við­skiptin hafa átt sér stað bak við stöku yfir­lýs­ingar Ratcliffs um að hann sé að kaupa stóran hluta af Íslandi til að vernda laxa­stofn­inn og nátt­úr­una. Þetta er gott og gilt, en mik­il­vægt er að gera form­legar kröfur til hans um að orðum fylgi ábyrgð, og að þau séu nið­ur­negld í form­legum samn­ingum um að það sé satt og rétt sem hann er að segja um ástæður við­skipta sinna. 

Eins og staða mála er nú, þá liggur það ekki end­an­lega fyr­ir. 

Auglýsing

Áhyggju­efnið er ekki að hann sé frá útlönd­um. Það skiptir engu máli eins og sagan sýn­ir, en hættu­leg­ustu og verstu við­skipta­menn sem starfað hafa á Íslandi eru fyrst og fremst Íslend­ing­ar. 

Eitt af djásnum heims­ins

Álita­málin eru fjöl­mörg, sem þarf að ræða og fá fram svör við mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um. 

Eitt er umfang við­skipt­anna sem ná nú til um 1 pró­sents af land­inu og eru í jaðri og í sam­hengi við Vatna­jök­uls­þjóð­garð sem nýlega var settur á lista UNESCO og er þar með eitt af djásnum heims­ins þegar kemur að ein­stakri nátt­úru og menn­ing­ar­sög­u. 

Þjóð­garð­ur­inn tekur til um 12 pró­sent af landi Íslands og fá dæmi um það í sög­unni á heims­vísu, að jafn stór hluti þjóð­ríkis sé settur á lista UNESCO. 

Meðal álita­mála sem vakna þegar kemur að kaupum Ratcliff er hver sé ætl­unin - að lokum - með þessum umfangs­miklu kaupum og hvernig mark­miðin með þeim eru form­gerð í samn­ing­um.

Hvernig er það tryggt að um nátt­úru­vernd­ar­fjár­fest­ingar sé að ræða?

Það getur verið að fólk hafi gott eitt í huga í svona fjár­fest­ing­um. Nefna má umfangs­mestu kaup á landi í Chile, sem nokkru sinni hafa átt sér stað, þegar stofn­andi Pata­gonia vöru­merk­is­ins keypti upp stór­kost­legt land­svæði til að vernda það. Hann var umhverf­is­vernd­ar­maður og öll starf­semi hans og fjöl­skyldu hans byggði á hug­sjónum um það - en vöru­merkið var stofnað til að hjálpa fólki að njóta nátt­úr­unn­ar. Hann stóð við það og gerði ekk­ert annað en það, vernda land­ið, og hann afhenti svo landið - undir skil­yrðum um umhverf­is­vernd. 

Það er ekki traust­vekj­andi hvernig þetta hefur farið fram hjá Ratcliff. Það vantar sann­fær­ing­una fyrir umhverf­is­vernd­ar­á­hug­an­um, því það er þver­sögn í hans við­skipta­ferli þegar að honum kem­ur, annað en t.d. hjá Pata­gon­i­a-­fólk­inu.

Svo er það rétt ábend­ing hjá Jóhann­esi Sig­fús­syni á Gunn­ars­stöð­um, að það þyrfti að fara ofan í öll við­skiptin með skatt­in­um, til að teikna upp umfangið og hvernig þetta hefur farið fram

Varla viljum við að Ísland, landið sem slíkt, verði að pen­inga­þvætt­is­til­rauna­potti?

Hvað ger­ist þegar Ratcliff er ekki lengur að stýra félög­unum sem eiga þennan stór­kost­lega hluta lands­ins? 

Ef hann er að hugsa um umhverf­is­vernd­ina ein­göngu (laxa­stofna, nátt­úru­vernd), þá ætti að gera kröfur um að hann geti búið til form­lega umgjörð, sem nær utan um það mark­mið og er ekki bak­við nein tjöld heldur uppi á borð­u­m. 

Ekk­ert slíkt hefur verið birt opin­ber­lega. Það ætti að vera hægt að gera kröfur til hans, miðað við yfir­lýs­ing­ar, um að hann leggi öll spilin á borðið og dragi tjöldin frá. 

Ísland er ein­stakt land þegar kemur á nátt­úru­legum gæðum og menn­ing­ar­sögu. Stað­fest­ing Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á lista UNESCO ætti að vekja stjórn­völd og aðra til umhugs­unar um mik­il­vægi virð­ingar fyrir nátt­úr­unni. Að sama skapi er eðli­legt að hafa efa­semd­irnar bak við eyrað, þegar kemur að umfangs­miklum og skipu­lögðum landa­kaupum auð­kýf­inga - óháð þjóð­erni þeirra - á meðan ekki hafa verið birtar upp­lýs­ingar sem stað­festa mark­miðin sem hafa komið fram í orðum þeirra. 

Með efann á lofti

Við Íslend­ingar þekkjum það, að líta undan og trúa auð­kýf­ingum þegar þeir segja eitt og ann­að, og það getur endað með ósköpum ef ekki eru gerðar kröfur til þeirra um að styðja mál­flutn­ing sinn með gögnum og form­legri umgjörð. Það ætti að vera lág­marks­krafa og um leið mik­il­vægt leið­ar­stef í því að skilja hvatann að baki við­skiptum með land.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“
Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.
Kjarninn 9. desember 2019
Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari