Styrkjandi áhrif til eftirbreytni

Að takast á við erfiðleika og áföll getur verið snúið og erfitt.

Auglýsing

Eig­ind­legt til­felli

Ég heyrði frá­sögn um dag­inn sem fékk mig til að hugsa „hversu sterka afstöðu seigla tekur til ein­stak­lingi sem tekst á við erf­ið­leika í líf­in­u“. En til að átta sig betur á vanga­veltu minni þá er við­eig­andi að renna yfir sögu við­kom­andi ein­stak­lings. Við­kom­andi hefur upp­lifað og lent í áföllum síðan hann var ungur á árum og hafa þessi áföll tak­markað aðgengi hans að tæki­færum í líf­in­u. 

Hann hefur verið að afmarka sjálfan sig og sína getu í líf­inu, seg­ir: „að áföllin hafi sett strik í reikn­ing­inn en fag­að­ilar hafi reynt að aðstoða eins mikið og hægt var og reynt að vinna með hans flókna umhverfi, en hann skynj­aði að þeim hafi vant­aði skiln­ing á hans aðstæð­u­m“. Þetta með að hafa ekki skiln­ing á aðstæðum er til umfjöll­unar (hér). En við­fangs­efnin eru - heim­il­is­of­beldi af hálfu föður hans, ein­elti í skóla, námsörð­ug­leikar sem urðu til þess að hann brást við; með ofbeldi, fljót­lega byrj­aði hann að neyta eit­ur­lyfja, og fremja afbrot. Á ung­lings­ár­unum var hann greindur með þung­lyndi og kvíða­rösk­un. Um svipað leyti var hann settur á með­ferð­ar­heim­ili sem inn­grip og fyr­ir­bygg­ing í hans mál­um. Hvað varð til þess að þessi ein­stak­lingur hefur ekki hingað til náð að kom­ast á ákjós­an­legan stað í líf­inu? Er erfitt að segja til um, enda vafið flókn­um þræði. En hvernig væri hægt að nálg­ast ein­stak­ling­inn í dag hefur seigla mikið til máls­ins að leggja.

Hug­mynda­fræði seigl­unnar hefur ætið sett erf­ið­leika ein­stak­lings­ins í annað sjón­ar­horn eins og hefur komið fram í öðrum greinum (hérhér, hér), sem getur kveikt á meiri trú og von hjá við­kom­andi. Í því sam­hengi, verður haldið áfram að vekja athygli á kenn­ingu sem snýr að seiglu ein­stak­lings­ins, í þessu til­felli er horft á síend­ur­tekin atvik eins og á sér stað í ofan­verðu eig­ind­legu til­felli. En seiglu fræði­menn tala um styrkj­andi áhrif eða „steel­ing effect“.

Auglýsing

Styrkj­andi áhrif

Mich­ael Rutter sem er einn af þeim helstu seiglu fræði­mönn­um, er klínískur sál­fræð­ingur og hefur rann­sakað mikið erf­ið­leika ein­stak­lings­ins; áhrif erf­ið­leik­ana, hvernig er hægt að yfir­stíga þá og hvað ein­kennir þá ein­stak­linga sem kom­ast yfir erf­ið­leik­ana. Hann vill meina að ein­stak­lingur sem tekst á við erf­ið­leika ítrekað myndi með sér svokölluð styrkj­andi áhrif eða „steel­ing effect­“. 

Þessi styrkj­andi áhrif verða til við að upp­lifa eða lenda í erf­ið­leikum þar sem atvikin eiga sér stað oftar en einu sinni. Í kjöl­farið getur ein­stak­lingur myndað með sér áreit­is- eða streitu­þrösk­uld sem gerir honum kleift að takast á við áreiti eða streitu­vald­andi aðstæður með minni við­kvæmni vegna reynslu sinn­ar. Að nei­kvæð áhrif atvik­ana umbreyt­ist í jákvæð áhrif sem nýt­ist sem upp­bygg­ingar efni fyrir hans drif­kraft og lífs­hvata í tengslum við per­sónu­legu eig­in­leika og ytri aðstæð­ur. Rutter tók saman rann­sóknir er bæði snýr að dýrum og mönnum til að skoða þessa til­gátu betur (2012).

Rann­sóknir á öpum

Margar grunn­rann­sóknir byrja á dýrum og af því sögðu skoð­aði hann rann­sóknir frá David Lyon´s hópnum sem eru fram­kvæmdar á árunum 2004-2009. Í einni þeirri rann­sókn var gerð sam­an­burð­ar­rann­sókn á öpum þar sem fyr­ir­komu­lagið var aðskiln­aður frá móður og mæl­ing á kortisóli. Kortisól er eitt af horm­ónum tauga­kerf­is­ins sem teng­ist okkar streitu­stjórn­un. 

Einum of mikið magn af kortisóli getur valdið mik­illi streitu en and­stæðan ekki. Öpunum var skipt í tvo hópa: þeir sem voru aðskildir með slitrótum hætti og aldrei eða aðeins einu sinni. Þeir apar sem voru aðskildir með slitrótum hætti höfðu betri svörun við aðskiln­að­inum heldur en þeir sem fengu aldrei aðskilnað nema í lok­inn. Þegar kortisól var mælt hjá fyrri hópnum var minni magn heldur en hjá þeim seinni. Þarna bend­ir Rutter á að sé vís­bend­ing um styrkj­andi áhrif hjá öpunum sem tók­ust á við síend­ur­tekið áreiti sem fólst í aðskiln­að­inum frá móður sinni sem bjó til ákveðna svörun fyrir seinni áreit­um, og ályktaði sömu­leiðis að svo­kall­aður áreit­is- eða streitu­þrösk­uldur hafi orðið til í ferl­inu.

Rann­sóknir á mönnum

Næsta skref var að skoða hvernig þær rann­sóknir sem snúa að mönnum segja til um þessa til­gátu. Hann tók saman margar skamm­tíma og lang­tíma meg­in­d­legar og eig­ind­legar rann­sókn­ir. Þær allar náðu til ein­stak­linga sem komu frá brot­kenndu umhverfi eins og skert­ar fjöl­skyldu aðstæður t.a.m. ólust upp með ein­stæðri móður eða föð­ur, tók­ust á við van­rækslu móð­urs eða föð­urs, voru send á fóst­ur­heim­ili eða geð­stofnun á ein­hverjum tíma­punkt­i. 

Af því töldu, ætlum við ein­vörð­ungu að ein­blína á eig­ind­lega rann­sókn Hauser og Allen (2006). Í þeirri rann­sókn, bjuggu flestir við­mæl­endur við and­legt, lík­am­legt eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi sem börn.  Í fram­haldi upp­lifðu þau og lendu í mörgum atvikum er tengd­ist áfalli, erf­ið­leik­um, og mót­læti á ein­hverjum tíma­punkti á þeirra upp­vaxt­ar árum. Þar af leið­andi báru þau með sér mikið að sál­fræði­legum flækjum frá þessum atvik­um. Stór hluti af ein­stak­ling­unum sem höfðu síend­ur­tekið upp­lifað og lent í erf­ið­leikum gátu nýtt sér þessa reynslu sem efl­ing fyrir fram­tíð­ina. En það sem ein­kenndi ein­stak­ling­ana voru fimm per­sónu­legir eig­in­leik­ar:

End­ur­speglun, þau gátu horft til­baka og séð sjálfan sig í fjöl­breytum sjón­ar­hornum eftir á hyggja.

Sjálf­ræði, þau voru búin að ákveða hvert þau ætl­uðu að fara þegar þau kæmust á þann aldur til að taka slíkar ákvarð­an­ir.

Sjálfs­vit­und, flestir ein­stak­lingar voru með­vit­aðir um þeirra bak­grunn og sál­fræði­legar flækj­ur, og nýtu sér það til að efla sjálfan sig.

Þraut­segja, flestir ein­stak­ling­arnir töldu að upp­lýs­ingar frá sál­fræð­ing­um, geð­læknum og öðru fag­fólki hafi verið gagn­legt inni­hald. En vegna þeirra tak­mark­ana sem fag­að­ilar settu þeim varð­andi þeirra líkur á að kom­ast á ákjós­an­legan stað þrátt fyr­ir erf­ið­leika, þá voru þau með­vit­uðu um sín mark­mið þannig að þessi túlkun fag­að­ila fékk að njóta vafans.

Sjálfs­mat, þau gátu horft á sína erf­ið­leika sem efni­við til bygg­ingar á þeirra sjálfs­traust í sam­spili við bjart­sýni og svart­sýni. Náðu að meta aðstæður með rétt­mætum hætti sem gaf þeim sterk­ari vit­und um hvernig væri hægt að finna jafn­vægi á að vera bjart­sýn og svart­sýn þrátt fyrir erf­iðar aðstæð­ur.

Einnig birt­ust þrír sam­bands eig­in­leik­ar:

Töldu það skipta veru­lega miklu máli að ígrunda hvat­ir, hugs­anir og til­finn­ingar hjá öðr­um. Að fjöl­skylda og vinir væru þýð­ing­ar­verðir þættir sem und­an­fari til að geta haldið áfram.

Að fjár­festa í fjöl­skyldu og vinum, sem þýddi að þau hittu ekki fólk fyrir til­viljun heldur voru þau mark­visst að reyna finna sér maka eða vini til að upp­fylla það tóma­rúm sem þau höfðu alist upp við í sínu fjöl­skyldu­um­hverfi.

Þau áttu auð­velt með að meta hvers virði það var að kynn­ast maka, eign­ast börn og stofna fjöl­skyldu. Sjá virði hennar og nýtu hvert tæki­færi til að styrkja stoðir sínar með sínum fyrrum fjöl­skyldu tengslum í for­grunni.

Sam­þjöppun

Þessar nið­ur­stöður sýna að rann­sóknir á dýrum og mann­fólki gefa góð fyr­ir­heit um styrk­leika til­gát­unar að verð­andi kenn­ingu, að síend­ur­teknir erf­ið­leikar feli í sér styrkj­andi áhrif. Sam­kvæmt rann­sókn­inni á öpum kemur fram að þeir sem eru aðskildir ítrek­að frá móður sinni virð­ast búa yfir minni magn af kortisóli en þeir sem voru aldrei aðskildir nema einu sinni. Þessi atvika­röðun gerir þeim kleift að búa til streitu­þrösk­uld þannig að þeir finni minna fyrir fram­tíðar áreit­i. 

En að mínu mati er þessi dýra rann­sókn ósið­ferði­leg og ómann­úð­leg enda ekki talið vera við­eig­andi að aðskilja börn frá móður sinni og horfa á það sem hvata fyrir mögu­legri bjarg­ráði í þeirra lífi. En á sama tíma er verið að fram­kvæma eftir þessu fyr­ir­komu­lagi í hinu ver­ald­lega sam­hengi þannig mörg­um finnst þetta vera sið­ferði­legt og mann­úð­legt, sem er ofvaxið minni hugs­un. En það sem er hægt að draga frá þessu - er að minni magn af kortisóli getur átt sér stað við síend­ur­tekna erf­ið­leika sem er mik­il­vægur útgangs­punkt­ur. Með rann­sókn­inni á mann­fólk­inu kemur þetta betur í ljós. 

En þar eru ein­stak­lingar sem hafa ítrekað upp­lifað og lent í erf­ið­leikum í sínu lífi skoð­aðir nán­ar. Þar kemur fram að þeirra upp­lifun af síend­ur­teknum atvikum sem snúa að áföllum og mót­læti ýtir undir þeirra getu til að takast á við lífið í heild sinni. Þau not­færa sér sína reynslu til að efla sjálfan sig út frá eft­ir­far­andi þáttum eða per­sónu­legum eig­in­leik­um: end­ur­spegl­un, sjálf­ræði, sjálfs­vit­und, þraut­segja, og sjálfs­mat. Til við­bótar eru sam­bands þætt­ir: ígrundun á ytri umhverfi, fjár­festa í fjöl­skyldum og vin­um, og kunna að meta virði hennar.

Ef við horfum síðan á eig­ind­lega til­fellið er ágætis sam­svörun varð­andi síend­ur­tekna erf­ið­leika sem gefur því sterk­ari for­sendur fyrir styrk­andi áhrif­um. Þar af leið­andi væri ráð­lagt í dag að leggja áherslur á hans styrk­leika og per­sónu­lega eig­in­leika í samp­ili við ytri aðstæður og líta á hans erf­ið­leika sem styrkj­andi afl?  ­Með því, værum við alla­vega að gefa ein­stak­lingnum mögu­leika á að skoða sig frá öðru sjón­ar­horni sem er hluti af einum af þeim per­sónu­legum eig­in­leikum eins og kemur fram í ofan verðri eig­ind­legri rann­sókn eða þeirri end­ur­speglun sem ein­stak­lingur beit­ir. 

Til við­bótar væri búið að auka val mögu­leik­ana fyrir ein­stak­ling sem tekst á við erf­ið­leika í sínu lífi, ef þetta við­leitni fær sitt svig­rúm. Af því sögðu, er ég með­vit­aður um að grein­ing­ar­form­ið (þung­lyndi og kvíði) sem fær mikla athygli og stundum einum of mikla athygli sem gæti verið að margar trjá greinar á trjánum í skóg­inum fá ekki sína athygli. En það getur haft þau áhrif að horft er á ein­stak­ling ein­göngu sem sjúkt ferli í stað­inn fyrir líka sem heilsu­fars­lega braut, sem verður til þess að við missum af hans mögu­leikum að hann nái sinni bestu getu á hverjum tíma­punkti fyrir sig. 

En sem betur fer, er stöðug þróun í vís­indum og hinu fag­lega starfs­um­hverfi og styrkj­andi áhrif er hluti af henni. Hún felur einmitt í sér sterk­ari til­hneig­ingu fyrir heilsu ein­stak­lings og veitir honum öðru­vísi sýn og nálg­ast hann frá heild­stæð­ari sjón­ar­horni. Með þessu komum við í veg fyrir að horfa á ein­stak­ling sem veik­burða, og ein­blínum frekar á að hann geti eflt sig þrátt fyrir hans síend­ur­tekna erf­ið­leika.  

Höf­undur er seiglu­ráð­gjafi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar