Við þurfum að þora að skipta um dekk

Ástþór Ólafsson segir að margir séu í neyð í samfélaginu og vilji hjálp en hann telur að ef enginn skilur upplifun og reynslu fólks þá sé erfitt að bregðast við með réttmætum hætti.

Auglýsing

Hvernig sam­fé­lagið er að þró­ast og harna í leið­inni er áhuga­vert að leiða hug­ann að því af hverju við erum ekki að ná að fyr­ir­byggja og betrumbæta hag barna, ung­linga og ung­menna og full­orð­ins fólks sem býr við skertar félags­legar aðstæður og hefur upp­lifað erf­ið­leika, áföll og mót­læti. Til að reyna svara þess­ari spurn­ingu með ein­hverju móti, kemur fram í hug­ann skiln­ingur yfir­höfuð eða gagn­kvæmur skiln­ingur frá fag­að­ilum innan þess starfs­um­hverf­is.

Nú þegar maður horfir út í sam­fé­lagið eru aðstæður skertar hjá mörgum ein­stak­lingum hvort sem það er út frá hinu félags eða fjár­hags­lega eða bæði. Ein­stak­lingar sem búa við þessar kring­um­stæður hafa í mörgum til­fellum upp­lifað og lent í erf­ið­leik­um, áföll­um, og mót­læti sem getur oft verið þungur baggi á meðan leitin af úrlausnum á þessum til­vistar ágrein­ingi á sér stað. Þar af leið­andi getur við­fangs­efnið verið flókið og víð­tækt í snið­um. Kröfur og vænt­ingar ein­stak­lings er að fag­að­ili skilji hvernig það er að koma frá erf­iðum og krefj­andi aðstæðum þar sem lífið getur verið upp á líf og dauða. Á sama tíma að hafa reynslu af því hvernig er hægt að yfir­stíga þessar hindr­an­ir.

Án þess að vera með tölu­leg gögn undir hendi hversu margir fag­að­ilar séu að koma úr þessu umhverfi og hafa þurft að berj­ast fyrir líf­inu sínu með örvænt­ing­ar­fullum hætti. Virð­ist eins og sá fjöldi fag­að­ila séu að bæla niður þá hugsun og til­finn­ingu varð­andi þeirra erf­iðu og krefj­andi aðstæð­ur? Þá kemur önnur spurn­ing af hverju? Vegna þess að við þurfum á þess­ari upp­lifun og reynslu að halda til að geta tekið slag­inn með fólk­inu og betrumbæt líf þeirra. Vegna þess við stöndum á þeim tíma­mótum að áreitin aukast og lífið verður æ flókn­ari og flækj­ist um of ef við erum ekki að nota réttu hugs­un­ina og þá nálgun sem við búum yfir til að leysa sál­fræði­legar flækjur hjá fólki.

Auglýsing

Það er kannski ekki sann­gjarnt að túlka það sem bein vís­bend­ing um að fag­fólk geti ekki fundið hug­sjón og drif­kraft til að mæta þeirra kröfum og þörfum til betrumbæt­ingar á til­veru fólks, án þess að hafa upp­lifað eða lent í erf­ið­leik­um, áföllum eða mót­læti í sínu lífi. En eins og Carl Jung og Viktor Frankl komu inn á sínum tíma „þá er mik­il­vægt að miðla sinni reynslu af sinni upp­lifun til að geta unnið út frá sterku inn­sæi með skil­virkum hætt­i“. Við lærum af hvor öðru en ef við erum ekki til­búin að deila þeirri reynslu og lær­dómi sem við búum yfir rennum við grunnt með mann­inn. Eins og maður upp­lifir sam­fé­lagið þá virð­ist vera lítið um fag­fólk sem upp­fyllir akkurat þau við­mið sem eft­ir­töldu fræði­menn lögðu fram á sínum tíma eða að fólk þorrir hrein­lega ekki að stíga fram með þessar hugs­anir vegna mið­lægs hugs­un­ar­hátts. Það getur þýtt ýmsi­legt að vera með sterka skoðun og sér­staklega þegar þín skoðun syndir á móti sam­fé­lags­legum við­horfum og við­mið­un.

En núna kem ég aftur að upp­haf vanga­veltunnar hvernig sam­fé­lagið er að þró­ast og harna þar sem fátt er um svör við þeirri félags­legu óreiðu sem á sér stað í þessu þjóð­fé­lagi. Talan er að aukast varð­andi tíðni þung­lynd­is, kvíða, áfallastreiturösk­un­ar, og van­líðan hjá fólki sam­kvæmt nýlegum rann­sóknum sem getur verið bæði fjöl­skyldu eða sam­fé­lag­leg orsaka­tengsl. Við þurfum að vera gagn­rýnin og fólk þarf að koma frá sinni reynslu og upp­lifun því það helgar með­alið í þessum til­gangi eftir allt sam­an. Þegar bent hefur verið á þetta þá virð­ist eins og þetta sé eitt­hvað áreiti hjá mörgu fag­fólki, að gagn­rýna hvað sé mögu­lega að eiga sér stað og af hverju við náum ekki að halda utan um þau mál­efni sem snertir skertar félags­legar aðstæður og þá fylgi­fiska sem geta komið í kjöl­far­ið. Ef við hugsum um fólkið sem er verið að vinna með á hverjum degi og hvaða áreiti þau upp­lifa og þurfa að lifa með þá er ekki annað hægt að segja að þetta ábend­ingar áreiti sé ein­göngu lúx­usáreiti og ætti heima undir áreit­is­þrösk­uld­inum ef á að horfa á þetta með réttum sam­fé­lags­legum gler­aug­um.

Til að geta spornað við þess­ari þróun að við séum að missa börn, ung­linga og fólk út úr sam­fé­lag­inu. Þarf kannski að fara huga að við­bót inn í með­ferð­ar­kerfið og mennta fólk sem hefur í raun og veru reynslu á þess­ari upp­lifun að koma frá erf­iðum aðstæðum og með því að meta lífs­reynslu eins og menntun með ein­hverjum hætti sem ýtir undir þá til­hneig­ingu að fólk vill mennta sig til að geta aðstoðað fólk í þessu erf­iða og flókna umhverfi? En aug­ljós­lega þarf fyrst að virkja umræð­una um að upp­lifun og reynsla af slíkum bak­grunni sé ekk­ert laun­ung­ar­mál og eigi heim upp á yfir­borð­inu ekki sem falið fyr­ir­bæri í þjóð­fé­lag­inu. Stór spurn­ing enda ósköp eðli­legt þar sem fjöld­inn af núver­andi fag­fólki hefur tök á að leysa þennan nún­ing en nær ekki að svara kall­inu frá sam­fé­lag­inu. Fólk er í neyð og vill hjálp en ef eng­inn skilur upp­lifun og reynslu fólks þá er erfitt að bregð­ast við með rétt­mætum hætti. Við eigum nóg af mennt­uðu fólki en menntun ein og sér virð­ist ekki geta ráðið við umfang við­fangs­efna út frá þessu umhverfi þar sem fólk tekst á við erf­iðar og krefj­andi aðstæður sem geta ógnað þeirra lífs­vilja sem lærist ekki ein­göngu með því að lesa bók. Maður hefur á til­finn­ing­unni að alltof margir fag­að­ilar séu að rök­ræða hvernig eigi að skipa um dekk á bílnum í stað­inn fyrir að skipta um dekkið á bíln­um.

Höf­undur er ráð­gjafi á skóla- og frí­stund­ar­sviði hjá Reykja­vík­ur­borg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar