Hvernig stuðlum við að seiglu barna og ungmenna?

Ástþór Ólafsson skrifar um menntun barna og ungmenna og hvernig sé hægt að stuðla að seiglu þeirra.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur umræðan verið „hvernig stuðlum við að seiglu barna og ung­menna“? Þessi spurn­ing eru eins flókin og flækju­stig getur orðið enda gríð­ar­lega margir þættir sem vega inn í til að geta svarað þess­ari spurn­ingu full­nægj­an­lega. Umtalið hefur snú­ist um að skól­arnir og starfs­fólks þess sé ekki að sinna sínu hlut­verki við að mennta börnin og móta þeirra félags­lega þroska. Þessu tengt eru ­upp­lif­an­ir og reynsla barna og for­eldra byggt á dökkri birt­ing­ar­mynd sem inni­heldur óæski­legar og harmas­legnar minn­ingar sem gefur þeim frá­hrind­andi til­finn­ingu og álit gagn­vart skólaum­hverf­inu. Það er erfitt fyrir mig að draga í efa upp­lifun og reynslu ann­arra nem­anda en ég get sagt fyrir mitt leyti að ég ólst upp með ein­stæðri móð­ur, tókst á við föð­ur­leysi, námsörð­ug­leika og sýndi af mér óvið­eig­andi hegðun í skól­an­um. Þrátt fyrir reynd­ist skól­inn og starfs­fólk hans mér vel og spil­að­i veiga­mik­ið hlut­verk í því af hverju ég náði mínum náms­lega þroska sem stendur af stúd­ents­prófi, BA í sál­fræð­i, MSc í Þroska­sál­fræði og til við­bótar stefni ég á dokt­ors­nám á næstu árum. 

En skól­inn stóð ekki einn á bak­við þessa aðlög­un. Ég átti sterka móð­ur, þéttan vina­kjarna og æfði körfu­bolta. Þessi sögu­þráður sam­ræm­ist mörgum börnum og ung­lingum í sam­fé­lag­inu þannig mér finnst vera sterk til­hneig­ing fyrir því að segja mína sögu og hvað liggur á bak við mína jákvæðu upp­lifun og reynslu. Í þessu sam­hengi er verð­ugt að skoða hug­takið seigla og hennar rann­sókn­ir. Fyrst fer ég inn á mína upp­lifun og reynslu, síðan kem ég inn á hug­takið seigla og í fram­haldi verður dregið og bundið saman til að svara þeirri eft­ir­sóttu spurn­ingu „„hvernig stuðlum við að seiglu barna og ung­menna?

Mín skóla­reynsla

Ég átti erfitt til upp­dráttar varð­andi að aðlag­ast skólaum­hverf­inu nán­ari til­tekið í Grunn­skóla Njarð­víkur vegna alls kyns ástæðna sem hægt er að benda á eins og föð­ur­leysi, ein­stæð móð­ir, námsörð­ug­leikar og ofan á það sýndi ég mikið af óvið­eig­andi hegðun í skól­an­um. Það var brugðið á það ráð að setja mig í sér­kennslu sem móðir mín og skóla­yf­ir­völd fannst vera góð hug­mynd. Þar að auki var móðir mín lík­a stans­laust að minna mig á að lær­dómur væri lyk­il­at­riði í líf­inu og lét mig læra sama hvað það þýddi. En aðrir þættir stóðu á bak við þessa mögu­legu aðlögun á þroska­ferli eins og kemur fram átti ég þéttan vina­kjarna sem gerði mér kleift að þroskast í mínu svig­rúmi. Ég æfði körfu­bolta sem gat verið minn griða­stað­ur­ þar sem slæmu og vondu áhrifin í líf­inu var skipt út fyrir orku í að verða góður í körfu­bolta. Vinir mínir sömu­leiðis æfðu körfu­bolta sem hafði sín áhrif. Þegar upp er staðið staðið þá til­heyrði ég sterku og skiln­ings­ríku sam­fé­lagi sem ein­kennd­ist af móður minni, vinum mín­um, skól­anum og körfu­bolta umhverf­inu. En til að skilja mögu­legu ástæð­una á bak við þessa nið­ur­stöðu sem ég stend frammi fyrir í dag, er við­eig­andi að koma inn á seiglu og hennar rann­sóknir sem nálg­ast þetta við­fangs­efni „erf­ið­leikar í lífi og skóla“ frá svip­uðu sjón­ar­horni og umhverfið mitt gerði.

Auglýsing

Seigla

Seigla hefur verið skil­greind sem ferli sem ein­stak­ling­ur­inn upp­lifir í gegnum sína erf­ið­leika í sínu lífi og nær að yfir­stíga þær hindr­anir í fram­haldi. Það eru tveir þýð­ing­ar­verðir þættir sem verða að vera til­ um­fjöll­un­ar­ til að við getum talað um seiglu; erf­ið­leikar séu til staðar og að kom­ast yfir erf­ið­leik­ana eru við­mið­un­ar­gild­in. En síðan er tala um innri og ytri þætti: per­sónu­lega eig­in­leika eins og sjálfs­mat, trú á eigin getu, hæfni til að leysa vanda­mál, félags­hæfni, sjálfs­stjórn til að mynda og ytri sem eru þá fjöl­skyld­an, vin­ir, skóli, og íþrótt­ir. Þessir ytri þættir geta ýt undir þá innri sem verðu til þess að ein­stak­lingur nær að aðlag­ast líf­inu og sýna seiglu. En seigla á sér áhuga­verðan upp­haf­s­punkt sem verður til út frá­ slembni­fund­i eins og margt annað sem nær til vís­inda.

Seigla í sögu­legu sam­hengi

Seigla hefur verið skoðuð að miklu leyti alveg síðan árið 1950. Þetta hug­tak fann sér fót­festu þegar fræði­menn veitu börnum sem áttu for­eldra í seinn­i heims­styrj­öld­inn­i ­at­hygli í tengslum við þeirra áfalla­sögu sem var bæð­i átak­an­leg og athygl­is­verð. Fræði­menn­irn­ir Micheal Rutt­er og Nor­man G­ar­mezy voru með þeim fyrstu til að átta sig á að sum börn for­eldra sem glímdu við geð­rask­an­ir, væru að aðlag­ast með sterkum hætti þrátt fyrir erf­iðar og krefj­andi aðstæð­ur. Þeir vildu meina að svo­kall­aðir per­sónu­legir eig­in­leikar og ytri aðstæður gætu haft áhrif á þeirra mögu­lega þroska. En þeir höfðu enga stað­festu á þess­ari kenn­ingu sem varð að vís­bend­ingu fyrir næstu rann­sak­end­ur.

Lang­tíma rann­sókn Emmy Werner og Ruth Smith

Stuttu seinna fram­kvæmd­i Emmy Werner og Ruth Smit­h lang­tíma rann­sókn til að skilja þetta betur með því að skoða börn frá tveggja ára til þrí­tugs frá árinu 1970 - 2001. Þær skoð­uðu 700 börn sem komu frá fátækt í Havaí og fannst að þarna væru erf­ið­leikar í sinni rétt­mæt­ustu mynd. Þær byrj­uðu að skipta börn­unum í „seiglu hóp“ og „ekki seiglu hóp“. Þau börn sem til­heyrðu „seiglu hópn­um“ voru 200 tals­ins og höfðu tek­ist á við erf­ið­leika við með­göngu eða erf­ið­leika eftir fæð­ingu fram að tveggja ára aldri. Restin af börn­unum sem upp­fylltu ekki þessi við­miðun voru titluð sem „ekki seiglu hóp­ur­inn“. Til að geta skoðað þetta almenni­lega skiptu þær rann­sókn­inni niður í fjögur tíma­bil; við 6 ára, 10 ára, 20 ára og 30 ára aldur þar sem þrosk­inn hjá börn­unum var skoð­aður á hverju tíma­bili fyrir sig.

Nið­ur­stöður sýndu að við 6ára var stórt hlut­fall af þessum 200 börn­unum eða 75% að standa sig í námi og á félags­lega þætt­in­um. Á þessum tíma­punkti kom í ljós að mikið af börn­unum áttu for­eldra sem stund­uðu afbrot og voru kom­inn í fang­elsi. Þannig félags­legar og fjár­hags­legar aðstæður voru mjög skertar en ástæðan af hverju þessi börn stóðu sig vel var að börnin áttu fjöl­skyldu­með­lim eða nátengdan aðila sem stóð þeim við hlið eins og amma, afi, frænka, frændi, vinir og kenn­arar sem að­stoð­u ­börnin við aðlag­ast og leið­beindu því með góðum vilja. Þessir aðilar höfðu áhrif að þeirra sjálfs­mynd eins og sjálfs­mat, trú á eigin getu, hæfni til að leysa vanda­mál ásamt öðrum per­sónu­legum eig­in­leikum juk­ust tölu­vert. Við 10ára var svipuð nið­ur­staða að eiga sér stað og sama pró­sentu­hlut­fall. Þarna voru vinir farnir að spila stærri hlut­verk í að styrkja þeirra per­sónu­lega eig­in­leika en fjölskylda, skóli og íþróttir voru und­ir­liggj­andi þáttur í að barnið gæti nýt sér stuðn­ing frá vin­um. Við 20ára aldur var hnignun hjá börn­unum eða ung­menn­unum í þroska eða bakslög sem áttu sér stað þar sem sum þeirra fóru að fremja afbrot og fóru að flækj­ast inn í kerf­inu í milli­tíð­inni sem náði til með­ferðar vegna eit­ur­lyfja, fang­elsi vegna afbrota og var pró­sentu­hlut­fallið komið niður í 65%. Við 30 ára aldur var pró­sentu­hlut­fallið komið á sama stað eða 75%. Þarna var fjöl­skyldu­þátt­ur­inn orð­inn hvað sterkastur enda mörg hver búin að stofna fjöl­skyldu. Það var talið vera afskap­lega stór þáttur að eign­ast barn og taka ábyrgð á sínu lífi. Mikið af börn­unum sömu­leiðis var búið að mennta sig og þar af leið­andi náðu mörg þeirra að standa sína plikt í sam­fé­lag­inu. Með þessu náðu margir að koma sér aftur af stað inn í lífið og töldu rann­sak­endur vegna þess að per­sónu­legir eig­in­leikar voru styrktir á sínum tíma hafði það þau áhrif á að börnin eða ung­mennin hefðu umfram mögu­leika til að aðlag­ast á ný.

Þarna náð­i Emmy Werner og Ruth Smit­h að skilja hvað það væri sem myndi skipta máli þannig að börnin næðu að þroskast almenni­lega og aðlag­ast líf­inu vel þrátt fyrir erf­ið­leika. Þær náðu sömu­leiðis að stað­festa seiglu sem vís­inda­legt hug­tak. Stað­festu líka að per­sónu­legir eig­in­leikar væru gríð­ar­lega mik­il­vægir til að börn gætu aðlag­ast þrátt fyrir erf­ið­leika í þeirra umhverfi og að fjöl­skylda, vin­ir, skóli, íþróttir myndu spila veiga­mikið hlut­verk sömu­leið­is.

Mín upp­lifun og seiglu rann­sókn

Bæði mín upp­lifun og reynsla ásamt seiglu rann­sóknum er á skjön við umræð­una um að skól­inn hafi ekki staðið við sitt hlut­verk en hann ein og sér gat ekki séð um þetta sjálf­ur. Eins og kemur fram þá var móðir mín, vinir og körfu­bolti sterkir þættir sem unnu saman sem ein heild til að aðlögun mín yrði sem væn­leg­ustu. Það var greini­lega sam­tal á milli skóla, fjöl­skyldu, vina, og körfu­bolt­ans. Þetta varð til þess að mín sjálfs­mynd óx ásmegin og trú mín á eigin getu varð sam­ferða sem sam­liggj­and­i ­styrk­leik­ar í mínu til­felli. Það er sam­hljómur í þessu varð­andi seiglu rann­sókn­ina þar sem nið­ur­stöður sýndu að fjöl­skylda, vin­ir, skóli, og íþróttir væru lyk­il­at­riði til að barn myndi ná að aðlag­ast á sterkan veg. Þessir þættir náðu að ýta undir per­sónu­lega eig­in­leika eins og sjálfs­mat, trú á eigin getu, félags­hæfni, og sjálfs­stjórn ásamt fleiri eig­in­leik­um. Með þessu styrkt­ust mínir veik­leikar og urðu að ­styrk­leik­um.

Hvað getum við lært af þessu?

Þessu tengt er við­eig­andi að minn­ast á spurn­ing­una í upp­haf grein­ar­innar sem virð­ist vera ríkj­andi í umræð­unni „hvernig stuðlum við að seiglu barna og ung­menna“? Sam­kvæmt minni upp­lifun og seiglu rann­sókn­inni er nauð­syn­legt að fjöl­skylda, skóli, vin­ir, íþróttir og tóm­stundir séu að tala saman og mega ekki vera ein­angr­aðir hver í sínu horni. Hvað varðar fjöl­skyldu; þá getur einn fjöl­skyldu­með­limur verið sterk ástæða fyrir því að barn nái að þroskast og dafna í sam­ræmi við sitt eðlis lag. Hvað varðar skól­ann; að kenn­ari hafi svig­rúm til að leið­beina og mennta barnið og þá spyr maður þarf að taka aftur upp sér­kennslu fyr­ir­komu­lag­ið? Með þessu verður auð­veld­ari fyrir barnið að aðlag­ast og tengj­ast félags­lega sem getur ýt undir iðkun í íþróttum eða tóm­stund­um.

Á sama tíma er ég með­vit­aður um að verk­efnið í dag er enn­þá erfitt til viður­eignar enda eðli máls­ins sam­kvæmt. Flóknar aðstæður bjóða upp á flókin við­horf og við­miðun sem getur aug­ljós­lega hægt á ferl­inu. Þættir sem geta flækt stöðu barna eru eins og fjöl­skyldu­erj­ur, ein­stæð móð­ir, ein­stæður fað­ir, ein­elti, námsörð­ug­leik­ar, fátækt, biðin eftir úrræðum eins og grein­ingu eða sál­fræði­að­stoð. Núna búum við líka í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi sem býr til fleiri breytur þannig skóla­yf­ir­völd þurfa að takast á við umfangs­meiri umhverfi en áður fyrr. Þrátt fyrir þá megum við ekki hætta og gef­ast upp á að stuðla að seiglu barna og ung­menna. Vegna þess að sam­tal á milli þess­ara þátta; fjöl­skylda, vin­ir, skóli, íþróttir og tóm­stundir geta gert gæfumun­inn sem verður til þess að börn ná að aðlag­ast betur þrátt fyrir að aðstæður séu erf­iðar og krefj­andi. Með þessu þá leggjum við meiri áherslur að styrkja þeirra sjálfs­mynd eða per­sónu­lega eig­in­leika eins og sjálfs­mat, trú á eigin getu, félags­hæfni og sjálf­stjórn ásamt fleirum með því að vera í sam­spili við fjöl­skyldu, vini, skóla, íþróttir og tóm­stund­ir.

Höf­undur er seiglu­ráð­gjafi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar