Orkan er okkar

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um stöðuna í íslenskum orkumálum.

Auglýsing

Raf­orka er vara á Íslandi, frá og með aðgengi okkar að EES-­samn­ingnum 1994, og enn frekar eftir sam­þykkt 1. og 2. orku­pakk­ans. Um 80% orkunnar er nýtt í orku­frekan iðnað og varla óeðli­legt að hún telj­ist vara í við­skipt­um.

Raf­orku­fram­leiðsla og raf­orku­sala eru aðskilin og nokkur fyr­ir­tæki vinna í báðum grein­um. Háspennu­dreif­ing er í höndum Lands­nets. Það er í eigu fjög­urra orku­fyr­ir­tækja og eru aðal­eig­endur Lands­virkjun og Orka nátt­úr­unn­ar. Burða­rásar orku­fram­leiðslu og -flutn­ings eru sem sagt í opin­berri eigu. Stjórn­mála­flokkar nú til dags stefna ekki að einka­væð­ingu fyr­ir­tækj­anna. Hins vegar er erlendum fjár­festum heim­ilt að fjár­festa í orku­fyr­ir­tækj­um, eins og í öðrum fyr­ir­tækj­um, nema í sjáv­ar­út­vegi. Mark­aðsvæð­ing í hag­kerfi er ekki sjálf­krafa vin­sam­leg alþýðu manna en hún merkir heldur ekki að vald ESB, EFTA eða ann­arra fjöl­þjóða­banda­laga sé þar með orð­ið, eða verði, óhjá­kvæmi­lega yfir­þjóð­legt og ráði innri orku­málum ríkja. Stjórn­mála­á­kvarð­anir innan og á milli ríkja þarf til þess, og eflaust fleira.

Orku­stofnun er rík­is­stofn­un. Hlut­verk OS er m.a. að fara með stjórn­sýslu í orku­málum og afla þekk­ingar á nýt­ingu orku­linda, vinna á áætl­ana­gerð um orku­bú­skap­inn, vera rík­is­stjórn til ráðu­neyt­is, veita leyfi til rann­sókna og nýt­ingar og ann­ast eft­ir­lit með fram­kvæmd raf­orku­laga, þ.m.t. flutn­ingi og dreif­ingu raf­orku. OS metur orku­þörf sam­fé­lags­ins til margra ára­tuga í senn.

Auglýsing
Fram til 2050 verður þörf á a.m.k. 500 MW rafa­fli vegna íbúa­fjölg­un­ar, lít­illa, með­al­stórra og all­stórra iðn­fyr­ir­tækja (stór­iðja und­an­skil­in), orku­skipta og nýsköp­un­ar, til við­bótar við laust/ónotað afl (um 200 MW). Komi hingað stór gagna­ver má auð­veld­lega gera ráð fyrir sam­an­lagt 500 - 1.000 MW í við­bót. Það gæti feng­ist úr starf­andi vatns­afls­virkj­unum vegna jökla­rýrn­unar og meira vatns­rennslis og end­ur­bóta á hverflum og svo úr nýjum virkj­unum með vatns­afli, jarð­varma og vindafli. Öflug mat­væla­vinnsla til útflutn­ings („stór­iðja“) gæti líka komi til skjal­anna, einkum í ylrækt. Óvissu­þættir til lang­frama eru þó aug­ljós­ir: Lokun ein­hverra málm- og kís­il­iðju­vera og árang­urs­rík djúp­borun í háhita­svæðum sem getur marg­faldað afl sér­hverrar bor­holu.

Hvernig sem fer er ljóst að raf­orka til útflutn­ings um sæstreng (500 – 1.000 MW) er fjarri lagi. Mikil sam­staða er um að hægt verði farið í orku­vinnslu og ekki aflað meiri raf­orku nema til starf­semi sem fellur að sjálf­bærni og áætl­unum á borð við Ramma­á­ætlun (eins og hún verður eftir ein­hver ár). Brýnt er að auð­linda­á­kvæði verði tekið upp í stjórn­ar­skrána og upp­bygg­ing í orku­geir­anum miðuð við inn­lenda notkun raf­orku.

Staðan í orku­málum ESB

ESB keppir ötul­lega að því að ná ásætt­an­legum lofts­lags­mark­miðum og auka öryggi raf­orku­mála á meg­in­land­inu. M.a. þess vegna er til orðið sam­tengt raf­orku­flutn­ings­net í stórum hluta álf­unn­ar. Það byggir á svoköll­uðum frjálsum við­skiptum á grunni ríkj­andi hag­kerf­is, kap­ít­al­ism­ans. Um orku­sölu er samið á við­skipta­grunni, örugg­lega með hagnað í huga. Land teng­ist inn á netið að eigin ákvörð­un, metur orku aflögu til sölu og ákveð­ur, ef svo ber til, að auka við fram­leiðsl­una, land­inu í hag. Þetta hefur áhrif á raf­orku­verð heima fyr­ir; oft til hækk­unar en líka til lækk­un­ar; allt eftir meg­in­eðli orku­fram­leiðslu og orku­þörf hvers lands. Raf­orkan streymir enda í gagn­stæðar átt­ir!

Við­skipti með orku sem vöru milli landa getur valdið deilum milli þeirra eða að samn­ingar séu ýmist brotnir eða telj­ast óeðli­legir með ein­hverjum hætti. Stofn­un­inni ACER, sem er sam­starfs­stofnun nærri 30 inn­lendra eft­ir­lits­stofn­ana, er ætlað að hafa eft­ir­lit með raf­orku­flutn­ingum og raf­orku­sölu eins og slíkt ger­ist hverju sinni sam­kvæmt ákvörðun tveggja eða fleiri landa. Hún er ekki yfir­þjóð­leg valda­stofnun sem getur skipað fyrir um orku­sölu (magn, nýjar línur eða fleiri orku­ver). En úrskurðir hennar eru end­an­legir frammi fyrir deilu­að­il­um, rétt eins og við þekkjum um fleiri evr­ópskar stofn­an­ir.

Auglýsing
Hollt er að horfa á raun­veru­leik­ann í þessum efn­um. Hvergi hefur mér tek­ist að finna dæmi um að ríki sé birtur úrskurður um að það skuli bæta við raf­orku til útflutn­ings, leggja nýjar háspennu­línur að landa­mærum eða leggja raf­streng í sjó. Ekki hafa Danir og Kýp­ur­búar orðið fyrir því með sitt vinda­fl, ekki Svíar með sína sölu yfir til Finn­lands, Ung­verjar með mik­inn lág­hita eða Rúm­enar með veru­legt vatns­afl. Auð­velt er að halda fram fölskum orðum um yfir­þjóð­legt vald ACER en sýna aldrei fram á dæmi þess að það hafi leitt til vald­boða sem ríki neyð­ist til að hlíta. Vissu­lega gæti stofn­unin t.d. kraf­ist við­bót­arafls í virka flutn­ings­línu yfir landa­mæri ef samn­ingar full­valda ríkja kveða á um orku­magn sem eitt ríkið stendur ekki við. En það er ekki merki um yfir­þjóð­legt ofur­vald heldur virkt eft­ir­lit með að milli­ríkja­samn­ingar um raf­orku­flutn­ing og sölu séu haldn­ir, þ. e. orku­sölu­samn­ingar sem eiga að gilda um þær flutn­ings­línur sem þegar eru fyrir hendi. Komi til þess að ESB gefi út til­skip­anir um mið­stýrða orku­fram­leiðslu í 28 löndum þarf til þess nýja stjórn­mála­stöðu, sam­þykki allra land­anna um afsal hluta full­veldis og mikla breyt­ingu á ESB. Slíkur frá­leitur háttur á orku­fram­leiðslu tæki ekki til­lit til ólíkra aðstæðna í lönd­unum og þaðan af síður til efna­hags­á­stands í hverju landi.

Til­skipun um meiri orku­fram­leiðslu í löndum og auk­inn útflutn­ing færi þá langt fram úr þeim reglum að hvert land ræður yfir sínum auð­lindum í jörð (ol­íu, gasi, kol­um, málm­um, jarð­efnum og jarð­hita) og á yfir­borði (lausum jarð­lög­um, s.s. eft­ir­sóttum steypusandi og renn­andi vatn­i). Dæmi um þvinguð við­skipti með afurðir ein­hverra auð­linda af þessu tagi liggja ekki á lausu, and­stæð­ingum 3. orku­pakk­ans til umhugs­un­ar.

EES-­gerðir

Til­tekið ferli, sem hefst í Brus­sel, með aðkomu full­trúa ESB og EES-­ríkj­anna, endar venju­lega á inn­leið­ingu á til­skip­unum ESB í lög og reglu­gerðir EES-land­anna, ef um það semst og fyr­ir­varar gerðir þegar svo ber und­ir. Alloft þarf að aflétta stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara með umfjöllun á þjóð­þingi EES-lands. Mun ekki rekja ferlið nánar hér, rúms­ins vegna. Snemma í ferl­inu er unnt að aðlaga til­skip­anir aðstæðum landa og vinna að

til­hliðr­un­um. Ísland hefur liðið fyrir eigið fámenni í mat­starf­inu í Brus­sel og oft haft náið sam­starf við Norð­menn til að auð­velda vinn­una. Sam­eig­in­lega EES-­nefndin er burða­rás­in. Í sumum til­vikum er unnt að fara fram á viða­miklar til­slak­anir eða und­an­þágur frá til­skip­unum en þá þarf sam­þykki allra 28 ESB-­ríkj­anna. Beiðni um slíkt „eftir á“ verður ólík­lega sam­þykkt.

Nú er verið að bæta við mann­afl­ann og efla EES-vinn­una í þessum efn­um. Ísland hefur tekið upp um það bil 15% af reglu­verki ESB í gegnum EES-­samn­ing­inn. Alkunna er að margt af því hefur verið til mik­ils gagns fyrir sam­fé­lag­ið, t.d. marg­vís­leg rétt­inda­mál, sam­starf í mennta­málum og vís­indum og hvað útflutn­ing varð­ar. Veru­legur meiri­hluta­stuðn­ingur er við sam­starf í sam­ræmi við EES-­samn­ing­inn.

Auglýsing
Þriðji orku­pakk­inn er tíu ára. Nokkrar til­skip­anir sem mynda pakk­ann gagn­vart EES fjalla um raf­orku­eft­ir­lit. ESA (eft­ir­lits­stofnun EFTA) kemur þar í stað ACER (og vinnur náið með henn­i), ásamt auk­inni neyt­enda­vernd og gegn­sæi á raf­orku­mark­aði. Pakk­inn í heild gildir um þá um orku­flutn­inga yfir landa­mæri sem fyrir eru og um það sem að samn­ingum ríkja lýtur og auð­vitað um við­bótar orku­flutn­inga sem ríki ákveða sjálf á hverjum tíma.

EES-­gerðir reyna alloft á stjórn­skip­un­ina, þ.e. valda mati á fram­sali rík­is­valds. Jafnan hefur verið metið svo að fram­salið sé lít­il­vægt eða ekk­ert og þar með ásætt­an­legt. Þetta er vilj­andi eða óvilj­andi sagt vera and­stætt full­veldi, sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti, sjálf­stæði eða sjálf­ræði. Allt eru þetta hug­tök sem hafa til­tekna merk­ingu, jafn­vel umdeilda, í þjóð­ar­rétti, og oft notuð án þekk­ingar á inn­tak­inu. Hvað sem því líður er rétt að við­hafa almennt varúð á upp­tökum EES-­gerða og koma ákvæði um fram­sal rík­is­valds og/eða full­veldis í stjórn­ar­skrá. Árið 2013, í stjórn­ar­tíð Sig­mundar Dav­íðs, Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks, þegar helsta tæki­færi til und­an­þága frá 3. orku­pakk­anum gafst, var ekk­ert að gert.

Ísland og 3. orku­pakk­inn

Stjórn­ar­flokk­arnir hafa ekki tekið við inn­leið­ingu 3. orku­pakk­ans með flýti eða létt­úð. Unnið þétt að und­ir­bún­ingi og fengið a.m.k. 5 lög­fræði­á­lit um stjórn­skipu­legan fyr­ir­vara og þýð­ingu eða afleið­ingar af inn­leið­ingu pakk­ans. Flest eru álit­in, í örstuttu máli, jákvæð og langt í frá talið að Ísland missi völd yfir orku­lindum sín­um. Eitt álit gengur lengst, þ.e. telur að best fari á sem skýrustum fyr­ir­vara. Rík­is­stjórnin vinnur m.a. eftir álit­inu með því að lög­festa sam­þykki Alþingis fyrir teng­ingu með raf­streng við umheim­inn. Hvorki ESA né ESB getur þvingað fram gerð og lagn­ingu sæstrengs eða lagn­ingu raf­lína frá nýjum virkj­unum eða eldri virkj­unum sem allt í einu myndu fram­leiða orku á lausu af því t.d. álver lok­ar. Hvergi í reglu­gerð um ACER stendur neitt í þessa veru og þarf vel pælda útúr­snún­inga til þess að láta líta svo út að ESB hafi vald til það skikka Ísland til að selja 1.000 MW til meg­in­lands­ins. Samn­ingar um sæstreng yrðu ávallt unnir á almennum for­sendum EES-­samn­ings­ins, ekki 3. orku­pakk­ans.

Fyr­ir­var­inn er þessi í hnot­skurn: Sæstrengur er á for­ræði þjóð­ar­innar sjálfrar og orka til hans sömu­leið­is. Hún er ekki til núna og verður ekki fram­leidd nema fyrir liggi áætl­anir og sam­þykki stjórn­valds­stofn­ana. Dreifi­kerfi orku í við­kom­andi sæstreng er líka á for­ræði þjóð­ar­inn­ar, eða með öðrum orðum á valdi Alþing­is, í öllum til­vik­um. Úrskurði ESA á næstu árum, sem er afar ólík­legt, að fyr­ir­var­inn gangi ekki upp, verðum við að mæta því með rökum og vörn­um.

Án sæstrengs veldur 3. orku­pakk­inn því að raf­orku­eft­ir­lit Orku­stofn­unar verður skilið frá henni. Ný eft­ir­lits­stofnun lítur þá til með við­skiptum inn­an­lands með raf­orku en ekki til útlanda, fylgir evr­ópskum neyt­enda­reglum og veldur auknu gegn­sæi á þessum sama mark­aði. Verið er að auka sjálf­stæði eft­ir­lits­stofn­unar með orku­sölu. Orku­stofnun að öðru leyti breyt­ist ekki og sú stað­hæf­ing að „verið sé að veita ESB vald yfir Orku­stofn­un“ er öfug­mæli. Orku­verð hreyf­ist auð­vitað ekki því teng­ing­una við meg­in­landið vant­ar. Heim­ili Alþingi ein­hvern tíma gerð og lagn­ingu sæstrengs gildir eft­ir­lit ESA/ACER með orku­sölu um hann og einnig, eftir sem áður, eft­ir­lit með inn­lendum við­skiptum með raf­orku.

Auglýsing
Sæstrengurinn frá Íslandi er mjög flókin tækni­leg fram­kvæmd en mögu­leg. Hann er miklu áhættu­sam­ari og dýr­ari en línur sem hafa verið lagðir í Norð­ur­sjó­inn eða Eystra­salt­ið. Liggur m.a. niður land­grunns­hall­ann, þar sem skriðu­föll eru all­tíð, og á allt að 1.000-1.500 m dýpi, nærri 1.200 km leið, Ég hef hitt full­trúa breska fyr­ir­tæk­is­ins Atl­antic Super Conn­ect­ion og tel að vinnan hafi alla tíð verið fremur lág­stemmd fýsi­leika­könn­un. Hún hófst að frum­kvæði rík­is­stjórna Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og David Camer­ons. Fyr­ir­vari Sig­mundar Dav­íðs sner­ist þá um orku­verðið eitt en ekki yfir­þjóð­leg völd ACER og glötuð orku­yfi­ráð Íslend­inga. Hann vissi þá betur en svo og veit enn! Sæstreng­ur­inn er hrein hagn­að­ar­drifin hug­mynd einka­fyr­ir­tækis sem fær stuðn­ing frá breska rík­inu ef það getur fjár­magnað sæstreng að hluta. Orkan full­nægir smá­broti af orku­þörf Stóra-Bret­lands. Auð­vitað gæti salan skipt okkur máli, ef við fengjum hag­stætt verð fyrir ork­una, en bæði hækkað raf­orku­verð og útvegun orku til að selja hent­aði okkur alls ekki. Nú hefur fýsi­leika­könnun sæstrengs (ICE-L­ink) verið hætt og könn­un­ar­verk­efnið aft­ur­kallað að skipun íslensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Munum líka að svo kann að fara að Bretar standi utan ESB. Samn­ingar um sæstreng  væru þá tví­hliða gjörn­ingur full­valda ríkja án virks, marg­þjóð­legs eft­ir­lits­að­ila en undir gerð­ar­dómi ef deilur yrðu uppi.

Að lokum

Ég tel mik­il­vægt að sem flestir sjái í gegnum mála­til­búnað og rang­færslur helstu tals­manna gegn 3. orku­pakk­an­um. Orku­auð­lindir okkar eru ekki í hættu. Þær geta orðið það, en þá af öðrum, nú óþekkt­um, orsök­um. Afgreiðsla rík­is­stjórn­ar­innar jafn­gildir ekki útsölu­til­boði á raf­orku, heldur ábyrgri afgreiðslu EES-­gerðar sem varðar okkur miklu um eðli­leg sam­skipti við umheim­inn. Hér á landi er ekki meiri­hluta­vilji fyrir upp­sögn EES-­samn­ings­ins eða umsókn um aðild að ESB. Við getum lag­fært inn­viði, bætt lífs­kjör fjöld­ans, aukið félags­legt rétt­læti og jafn­rétti innan ríkj­andi hag­kerf­is, með víð­tækri sam­stöðu ólíkra afla. Kerfið tryggir allt slíkt ekki til lang­frama né leysum við lofts­lags­vand­ann og umhverf­is­mál nema með nýju sjálf­bæru hag­kerfi sem byggir sam­stöðu, jafn­rétti og mann­úð. En bar­áttan fyrir því öllu saman er annað og flókn­ara mál.

Höf­undur er þing­maður VG.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar