Lækka skerðingu örorkubóta

Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.

Tryggingastofnun Mynd: RÚV
Auglýsing

Vegna laga­breyt­ingar breyt­ist útreikn­ingur sér­stakrar upp­bótar vegna fram­færslu aft­ur­virkt frá 1. jan­úar 2019. Tekju­við­mið breyt­ist þannig að 65 pró­sent af skatt­skyldum tekjum örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega hafa nú áhrif á útreikn­ing­inn í stað 100 pró­sent áður. Þetta kemur fram á vef Trygg­inga­stofn­un­ar. 

Jafn­framt hefur ald­urstengd örorku­upp­bót nú 50 pró­senta vægi í stað 100 pró­senta áður. Bætur sam­kvæmt lögum um almanna­trygg­ingar og lögum um félags­lega aðstoð, aðrar en ald­urstengd örorku­upp­bót, munu áfram hafa 100 pró­senta vægi. Í síð­ustu viku ágúst munu þau sem eiga rétt á hækkun greiðslna fá greitt fyrir fyrstu átta mán­uði árs­ins.

Auglýsing
Þuríður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Öryrkja­banda­lags Íslands, sagði í við­tali við RÚV nýju laga­breyt­ing­una lækka skerð­ingu bóta þeirra öryrkja sem hafi aðrar tekj­ur. Hún sagði breyt­ing­una vera hænu­skref í rétta átt. 

Þur­íður sagði að sem standi fái þessi hópur 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerð­ing­unni og því nemi skerð­ingin 65 pró­sentum í stað hund­rað sem þýði að fatlað fólk og öryrkjar borgi í dag aðeins minna inn á mark­að­inn.

Þur­íður sagði jafn­framt að hún voni að rík­is­stjórnin flýti sér að afnema skerð­ing­una að fullu en hún fagni öllum skrefum sem ríkið taki í rétta átt að því að lag­færa kjör öryrkja og fatl­aðs fólks. 

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent