Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 19 prósenta fylgis sem er þremur prósentustigum minna en við mælingu júnímánaðar. Þó er það mesta fylgi allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Píratar fylgja þar fast á eftir með 14 prósenta fylgi sem er 0,5 prósentustiga aukning frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mælinga og fer úr 10,6 prósentum í 14,4 prósent. Samfylking nýtur 13,5 prósenta fylgis og fer úr 14,4 prósentum frá síðustu könnun. Vinstri grænir hafa minna fylgi heldur en allir fyrrnefndir flokkar og mælist fylgi þeirra nú 10,3 prósent en var áður 11,3 prósent.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,8 prósent og fer úr 4,2 prósentum á milli kannana. Fylgi Flokks fólksins er 0,5 prósentustigum hærra en Sósíalistaflokks Íslands sem stendur í 4,3 prósentum en var 4,4 prósent í síðustu könnun.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,9 prósent samanborið við 40,2 prósent í könnun júnímánaðar. Könnunin var framkvæmd 4. til 17. júlí 2019 og var heildarfjöldi svarenda 2031 einstaklingur, 18 ára og eldri.