Þota ALC flogin til Evrópu

Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.

wow air
Auglýsing

Þota ALC, banda­ríska flugleigu­fé­lags­ins sem hefur átt í deilum við Isa­via, er nú farin af landi brott. Flaug hún frá Kefla­vík­ur­flug­velli korter yfir níu í morgun til Evr­ópu. RÚV greinir frá. 

Þann 17. júlí dæmdi hér­aðs­dómur ALC í hag í þotu­deil­unni. Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu að ALC beri ein­göngu að greiða þær skuldir sem hvíli á þot­unni sjálfri en ekki allar skuldir WOW air við Isa­via.

Auglýsing
Málið hefur farið fram og aftur innan dóms­­kerf­is­ins og var það í þriðja sinn sem málið fer fyrir hér­­aðs­­dóm. Hér­­aðs­­dómur komst áður að þeirri nið­­ur­­stöðu að félag­inu bæri ekki að greiða allar skuldir WOW, ein­ungis þær skuldir sem hvíldu á þot­unni. Isa­via skaut úrskurð­inum til Lands­réttar og í milli­­­tíð­inni lagði ALC nýja beiðni sem hér­­aðs­­dómur vís­aði frá, að því er kemur fram í frétt RÚV.

Vildu tryggja greiðslur upp í tveggja millj­arða króna skuldir

Í gær úrskurð­aði Hér­aðs­dómur Reykja­ness að ALC væri heim­ilt að sækja flug­vél­ina sem hafði verið kyrr­sett í kjöl­far gjald­þrots WOW. Með kyrr­­­setn­ing­unni vildi Isa­via tryggja að hægt væri að fá greiðslur upp í tveggja millj­­­arða króna skuldir WOW air á lend­ing­­­ar­­­gjöld­um, sem söfn­uð­ust upp í aðdrag­anda falls félags­­­ins. Það hefur nú verið tekið til gjald­­­þrota­­­skipta, en Sveinn Andri Sveins­­­son hrl. og Þor­­­steinn Ein­­­ar­s­­­son hrl. eru skipta­­­stjórar bús­s­ins.

Íslenska ríkið er eig­andi Isa­via, sem rekur flug­­­vell­ina í land­inu, þar á meðal Kefla­vík­­­­­ur­flug­­­völl.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent