Ólík túlkun á ómerkingu Hæstaréttar í deilu ALC við Isavia

Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í deilu ALC við Isavia og vísað því aftur Landsréttar til löglegrar meðferðar.

WOW AIR
Auglýsing

Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í deilu ALC við Isavia og vísað því aftur Landsréttar til löglegrar meðferðar. Þá telur Hæstiréttur að verulega hafi verið vikið frá réttri meðferð málsins. 

Í fréttatilkynningu Isavia segir að með niðurstöðunni telji félagið að rétturinn sé fyrst og fremst að bregðast „við þeirri staðreynd að ALC kærði ekki úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og meðferð málsins fyrir Landsrétti eftir það“.

Það að ALC hafi ekki kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar hafi falið í sér yfirlýsingu ALC um að félagið væri sammála kröfum og röksemdum Isavia. Við þær aðstæður hafi Landsrétti borið að verða við óbreyttum kröfum Isavia í málinu og hafna þegar af þeirri ástæðu innsetningu.

Auglýsing

„Isavia er þeirrar skoðunar að dómur Hæstaréttar staðfesti efnislega afstöðu Landsréttar til túlkunar á beitingu 136. gr. laga um loftferðir. Málinu hefur nú verið vísað aftur til Landsréttar. Vænta má að Landsréttur taki það til meðferðar og staðfestir kröfur Isavia eins og þær lágu fyrir Landsrétti, auk ákvörðunar um málskostnað.

Flugvélin TF-GPA er áfram kyrrsett þar til niðurstaða fæst í málið. Í millitíðinni vill Isavia ítreka að eigandi vélarinnar getur fengið hana afhenta ef skuld WOW air er greidd eða ef gild trygging er lög fyrir henni,“ segir í tilkynningunni frá Isavia. 

ALC fer yfir næstu skref

Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir í samtali við RÚV í dag, að nú sé verið að skoða hver næstu skref verði. Hann segist fagna því að nú sé komið á hreint að réttarfars tilraunir Isavia hafi verið tilgangslausar. Nú þurfi fyrirtækið að fara yfir það hver næstu skref verði. 

Stjórnendur Isavia ákváðu þann 28. mars síðastliðinn að kyrrsetja flugvél sem WOW air hafði á leigu frá flugvélaleigufyrirtækinu ALC til að tryggja greiðslu á notendagjöldum upp á rúmlega tvo milljarða króna. Sama dag varð WOW air gjaldþrota.

ALC hafnaði greiðsluskyldu og krafðist þess að fá flugvélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Isavia væri heimilt að kyrrsetja þotuna sem tryggingu fyrir greiðslu skuldar vegna þessarar tilteknu vélar en ekki fyrir heildarskuldum WOW við Isavia. 

ALC greiddi Isavia 87 milljónir, sem voru útistandandi skuldir vélarinnar og krafðist þess aftur að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum til Landsréttar, og krafðist þess að viðurkennt yrði að heimilt væri að halda þotunni til greiðslu á öllum skuldum. ALC krafðist þess að úrskurðinum yrði vísað frá Landsrétti, en til vara krafðist ALC þess að úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur. 

Landsréttur endurskoðaði forsendur úrskurðar héraðsdóms sem var svo staðfestur að niðurstöðunni til, en tók ekki efnislega á ágreiningi um málskostnað. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent