Héraðsdómur dæmir ALC í hag í þotudeilunni

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ALC beri eingöngu að greiða þær skuldir sem hvíli á þotunni sjálfri en ekki allar skuldir WOW air við Isavia.

wow air
Auglýsing

Í morgun lagði bandaríska leigufélagið ALC Isavia í Héraðsdómi Reykjaness. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ALC beri eingöngu að greiða þær skuldir sem hvíli á þotunni sjálfri en ekki allar skuldir WOW air við Isavia, að því er RÚV greinir frá. Félagið getur náð í þotuna strax því kæra til Landsréttar frestar ekki réttaráhrifum úrskurðar héraðsdóms, samkvæmt lögmanni ALC.

Deilan varðar kyrrsetningu vélar ALC, sem var hluti af flugflota WOW air. Í nýju beiðn­inni var þess kraf­ist að ALC fái full umráð þot­unn­ar, enda sé búið að greiða þau gjöld sem tengj­ast þot­unni beint, að því er segir í til­kynn­ingu frá ALC í maí.

Auglýsing
Málið hefur farið fram og aftur innan dómskerfisins og er þetta í þriðja sinn sem málið fer fyrir héraðsdóm. Héraðsdómur komst áður að þeirri niðurstöðu að félaginu bæri ekki að greiða allar skuldir WOW, einungis þær skuldir sem hvíldu á þotunni. Isavia skaut úrskurðinum til Landsréttar og í millitíðinni lagði ALC nýja beiðni sem héraðsdómur vísaði frá, að því er kemur fram í frétt RÚV.

Með kyrr­setn­ing­unni vildi Isa­via tryggja að hægt væri að fá greiðslur upp í tveggja millj­arða skuldir WOW air á lend­ing­ar­gjöld­um, sem söfn­uð­ust upp í aðdrag­anda falls félags­ins. Það hefur nú verið tekið til gjald­þrota­skipta, en Sveinn Andri Sveins­son hrl. og Þor­steinn Ein­ars­son hrl. eru skipta­stjórar búss­ins.

Íslenska ríkið er eig­andi Isa­via, sem rekur flug­vell­ina í land­inu, þar á meðal Kefla­vík­ur­flug­völl.

Fréttin hefur verið uppfærð


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent