Hinn 14. júlí síðastliðinn tók hópur um 30 starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja, stofnana og umhverfissamtaka þátt í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki sem upphaflega var skipulagt af Ric O’Barry’s Dolphin Poject, bandarískum samtökum sem einblína á verndun höfrunga og hvala í höfum heimsins.
Að þessu sinni var farið að ósum Laxár í Aðaldal, í landi Laxamýrar, með þátttöku landeigenda en þetta er í þriðja sinn sem fjörur eru gengnar í þessum tilgangi en þátttakan hefur aukist með ári hverju og er hópurinn nú orðinn fjölþjóðlegur. Með samstilltu átaki og góðri stemmningu þeirra sem tóku þátt, söfnuðust um 600 kíló, hvar um 70 prósent af því voru netadræsur og veiðarfæri. Ruslinu var svo komið í viðeigandi flokkun og meðhöndlun með aðstoð og stuðningi Norðursiglingar og Íslenska Gámafélagsins.
Rusl í höfunum er talið bera ábyrgð á dauða nærri milljón sjávardýra á hverju einasta ári. Á Húsavík, sem víðar, er vaxandi áhugi á hafinu og umhverfi þess. Arctic Whale, Gentle Giants, Háskóli Íslands, Hvalasafnið á Húsavík, Norðursigling, Ocean Missions, Salka, Saltvík og Whale Wise.
Húsavík hefur fyrir löngu skipað sér á kortið í ferðaþjónustu á heimsvísu, sem hvalaskoðunarstaður, en staðinn sækja árlega vel yfir 100 þúsund gestir í þeim tilgangi að skoða hvali á Skjálfandaflóa.