Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta

Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.

Jim Ratcliffe
Auglýsing

Um 60 jarðir á Íslandi eru í eigu erlendra fjár­festa og við­skipta­fé­laga þeirra. Fjár­fest­arnir hafa eignast ­stór svæði lands í nokkrum lands­hlutum ásamt veiði­rétt­ind­um, að því er kemur fram í frétt Morg­un­blaðs­ins í dag. James Arthur Ratclif­fe, sem keypt hefur fjölda jarða á Aust­ur­landi, hefur keypt tugi jarða og eru kaupin gerð í gegnum fjöl­mörg félög. Eignir hans eru metnar á 1.500 millj­arða króna.

Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins er félagið Dylan Hold­ing S.A. í eigu Ratclif­fe. Félagið er móð­ur­fé­lag 20 ann­arra félaga sem skráð eru eig­endur jarða á Íslandi. Eign­ar­hlut­ur­inn er breyti­legur en oft er um 100 pró­senta hlut að ræða í jörð­un­um.

Auglýsing
Dótturfélög Dylan Hold­ing hafa með kaupum sínum á jörðum á Aust­ur­landi tryggt sér veiði­rétt­indi við margar á, til að mynda Selá, Hafra­lónsá, Hofsá, Sunnu­dalsá, Vest­urá, Sval­barðsá, Garðsá og Hölkná. Í frétt Morg­un­blaðs­ins er stað­hæft að menn frá fleiri erlendum ríkjum hafi keypt fjöl­margar íslenskar jarð­ir. 

Ný lög­gjöf um jarða­kaup til­búin í haust

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sagð­ist í vik­unni binda vonir við að  frum­varp um jarða­kaup útlend­inga hér á landi verði til­búið snemma í haust. Hann vill jafn­framt ganga eins langt og hægt er með lög­gjöf­inni.

­Sig­­urður Ingi sagði þróun jarð­ar­kaupa síð­­­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­­legri hætti og lík­­­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­­mörku,“ sagði hann í sam­tali við Morg­un­­blað­ið, spurður um jarða­­kaup erlendra aðila, þar á meðal Atla­­staði.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­­is­­sjón­varps­ins í vik­unni að breiður póli­­­tísk­ur vilji væri til að tak­­­marka jarða­­kaup auð­­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­­ustu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
Kjarninn 13. desember 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore
Kjarninn 13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
Kjarninn 13. desember 2019
Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa
Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent