Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta

Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.

Jim Ratcliffe
Auglýsing

Um 60 jarðir á Íslandi eru í eigu erlendra fjár­festa og við­skipta­fé­laga þeirra. Fjár­fest­arnir hafa eignast ­stór svæði lands í nokkrum lands­hlutum ásamt veiði­rétt­ind­um, að því er kemur fram í frétt Morg­un­blaðs­ins í dag. James Arthur Ratclif­fe, sem keypt hefur fjölda jarða á Aust­ur­landi, hefur keypt tugi jarða og eru kaupin gerð í gegnum fjöl­mörg félög. Eignir hans eru metnar á 1.500 millj­arða króna.

Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins er félagið Dylan Hold­ing S.A. í eigu Ratclif­fe. Félagið er móð­ur­fé­lag 20 ann­arra félaga sem skráð eru eig­endur jarða á Íslandi. Eign­ar­hlut­ur­inn er breyti­legur en oft er um 100 pró­senta hlut að ræða í jörð­un­um.

Auglýsing
Dótturfélög Dylan Hold­ing hafa með kaupum sínum á jörðum á Aust­ur­landi tryggt sér veiði­rétt­indi við margar á, til að mynda Selá, Hafra­lónsá, Hofsá, Sunnu­dalsá, Vest­urá, Sval­barðsá, Garðsá og Hölkná. Í frétt Morg­un­blaðs­ins er stað­hæft að menn frá fleiri erlendum ríkjum hafi keypt fjöl­margar íslenskar jarð­ir. 

Ný lög­gjöf um jarða­kaup til­búin í haust

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sagð­ist í vik­unni binda vonir við að  frum­varp um jarða­kaup útlend­inga hér á landi verði til­búið snemma í haust. Hann vill jafn­framt ganga eins langt og hægt er með lög­gjöf­inni.

­Sig­­urður Ingi sagði þróun jarð­ar­kaupa síð­­­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­­legri hætti og lík­­­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­­mörku,“ sagði hann í sam­tali við Morg­un­­blað­ið, spurður um jarða­­kaup erlendra aðila, þar á meðal Atla­­staði.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­­is­­sjón­varps­ins í vik­unni að breiður póli­­­tísk­ur vilji væri til að tak­­­marka jarða­­kaup auð­­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­­ustu.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent