Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum

Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Gestur Pétursson
Gestur Pétursson
Auglýsing

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pét­urs­son for­stjóra Elkem Ísland sem fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Sam­kvæmt henni skýrist það á næst­unni hvenær Gestur hefur störf.

Gestur var fram­kvæmda­stjóri örygg­is-, heil­brigð­is- og umhverf­is­mála hjá Elkem Ísland frá því í árs­lok 2010 og for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu lið­lega fimm árin. Í störfum sínum fyrir Elkem Ísland hefur hann unnið að inn­leið­ingu og sam­þætt­ingu nýsköp­unar í fyr­ir­tækja­menn­ingu félags­ins til að takast á við þau tæki­færi sem orku­skiptin í heim­inum fela í sér, vöru­þróun gagn­vart við­skipta­vinum og umbótum á kostn­að­ar­grunni verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga.

Sam­hliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóð­legum vett­vangi, meðal ann­ars í stjórn sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og atvinnu­lífs um lofts­lags­mál og grænar lausnir og í stjórn Festu – mið­stöðvar um sam­fé­lags­á­byrgð.

Auglýsing

Gestur lauk meistara­gráðu í iðn­að­ar- og rekstr­ar­verk­fræði með áherslu á orku­mál og áhættu­stýr­ingu frá Okla­homa State Uni­versity í Banda­ríkj­unum árið 1998.

„Það er mikil til­hlökkun að til­heyra öfl­ugu teymi hjá traustu fyr­ir­tæki með skýra og metn­að­ar­fulla fram­tíð­ar­sýn um þá mik­il­vægu lífs­gæða­þjón­ustu sem fyr­ir­tækið veitir ein­stak­ling­um, fjöl­skyld­um, fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. Orku­skiptin framund­an, orku­sparn­að­ur, orku­fram­boð hverju sinni, hrein­leiki vatns­ins, gæði frá­veit­unnar og alls kyns áskor­anir í umhverf­is­málum eru og verða dag­legt við­fangs­efni þess öfl­uga teymis sem starfs­fólk Veitna mynd­ar.

Á sama tíma horfi ég með þakk­læti til þeirrar reynslu sem starfið hjá Elkem hefur veitt mér og með sökn­uði til alls þess frá­bæra starfs­fólks sem mér hefur hlotn­ast sá heiður að vinna með á þeim vett­vang­i,“ segir Gest­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent