Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum

Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Gestur Pétursson
Gestur Pétursson
Auglýsing

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pét­urs­son for­stjóra Elkem Ísland sem fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Sam­kvæmt henni skýrist það á næst­unni hvenær Gestur hefur störf.

Gestur var fram­kvæmda­stjóri örygg­is-, heil­brigð­is- og umhverf­is­mála hjá Elkem Ísland frá því í árs­lok 2010 og for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu lið­lega fimm árin. Í störfum sínum fyrir Elkem Ísland hefur hann unnið að inn­leið­ingu og sam­þætt­ingu nýsköp­unar í fyr­ir­tækja­menn­ingu félags­ins til að takast á við þau tæki­færi sem orku­skiptin í heim­inum fela í sér, vöru­þróun gagn­vart við­skipta­vinum og umbótum á kostn­að­ar­grunni verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga.

Sam­hliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóð­legum vett­vangi, meðal ann­ars í stjórn sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og atvinnu­lífs um lofts­lags­mál og grænar lausnir og í stjórn Festu – mið­stöðvar um sam­fé­lags­á­byrgð.

Auglýsing

Gestur lauk meistara­gráðu í iðn­að­ar- og rekstr­ar­verk­fræði með áherslu á orku­mál og áhættu­stýr­ingu frá Okla­homa State Uni­versity í Banda­ríkj­unum árið 1998.

„Það er mikil til­hlökkun að til­heyra öfl­ugu teymi hjá traustu fyr­ir­tæki með skýra og metn­að­ar­fulla fram­tíð­ar­sýn um þá mik­il­vægu lífs­gæða­þjón­ustu sem fyr­ir­tækið veitir ein­stak­ling­um, fjöl­skyld­um, fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. Orku­skiptin framund­an, orku­sparn­að­ur, orku­fram­boð hverju sinni, hrein­leiki vatns­ins, gæði frá­veit­unnar og alls kyns áskor­anir í umhverf­is­málum eru og verða dag­legt við­fangs­efni þess öfl­uga teymis sem starfs­fólk Veitna mynd­ar.

Á sama tíma horfi ég með þakk­læti til þeirrar reynslu sem starfið hjá Elkem hefur veitt mér og með sökn­uði til alls þess frá­bæra starfs­fólks sem mér hefur hlotn­ast sá heiður að vinna með á þeim vett­vang­i,“ segir Gest­ur.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent