Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum

Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Gestur Pétursson
Gestur Pétursson
Auglýsing

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pét­urs­son for­stjóra Elkem Ísland sem fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Sam­kvæmt henni skýrist það á næst­unni hvenær Gestur hefur störf.

Gestur var fram­kvæmda­stjóri örygg­is-, heil­brigð­is- og umhverf­is­mála hjá Elkem Ísland frá því í árs­lok 2010 og for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu lið­lega fimm árin. Í störfum sínum fyrir Elkem Ísland hefur hann unnið að inn­leið­ingu og sam­þætt­ingu nýsköp­unar í fyr­ir­tækja­menn­ingu félags­ins til að takast á við þau tæki­færi sem orku­skiptin í heim­inum fela í sér, vöru­þróun gagn­vart við­skipta­vinum og umbótum á kostn­að­ar­grunni verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga.

Sam­hliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóð­legum vett­vangi, meðal ann­ars í stjórn sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og atvinnu­lífs um lofts­lags­mál og grænar lausnir og í stjórn Festu – mið­stöðvar um sam­fé­lags­á­byrgð.

Auglýsing

Gestur lauk meistara­gráðu í iðn­að­ar- og rekstr­ar­verk­fræði með áherslu á orku­mál og áhættu­stýr­ingu frá Okla­homa State Uni­versity í Banda­ríkj­unum árið 1998.

„Það er mikil til­hlökkun að til­heyra öfl­ugu teymi hjá traustu fyr­ir­tæki með skýra og metn­að­ar­fulla fram­tíð­ar­sýn um þá mik­il­vægu lífs­gæða­þjón­ustu sem fyr­ir­tækið veitir ein­stak­ling­um, fjöl­skyld­um, fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. Orku­skiptin framund­an, orku­sparn­að­ur, orku­fram­boð hverju sinni, hrein­leiki vatns­ins, gæði frá­veit­unnar og alls kyns áskor­anir í umhverf­is­málum eru og verða dag­legt við­fangs­efni þess öfl­uga teymis sem starfs­fólk Veitna mynd­ar.

Á sama tíma horfi ég með þakk­læti til þeirrar reynslu sem starfið hjá Elkem hefur veitt mér og með sökn­uði til alls þess frá­bæra starfs­fólks sem mér hefur hlotn­ast sá heiður að vinna með á þeim vett­vang­i,“ segir Gest­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent