Hagnaður Ikea dregst saman um 46 prósent

Miklatorg hf., eigandi IKEA á Íslandi, hagnaðist um 528 milljónir króna á síðasta rekstarári og dróst hagnaðurinn saman um tæpar 455 milljónir frá fyrra ári.

ikea_15809701540_o.jpg
Auglýsing

Stjórn Mikla­torgs leggur til við hluta­hafa­fund að félagið greiði hlut­höfum sínum 500 millj­ónir króna í arð vegna síð­asta rekstr­ar­árs sem stóð frá 1. sept­em­ber 2017 til 31. ágúst 2018. Er það sam­svar­andi arð­greiðsla og sam­þykkt var í fyrra. Nú nemur arð­greiðslan nær öllum hagn­aði rekstr­ar­árs­ins sem nam 528 millj­ónum króna. Frá þessu greinir Við­skipta­Mogg­inn í dag.

Hagn­að­ur­inn var mun meiri á fyrra rekst­ar­ári en þá nam hann 982,5 millj­ónum króna en árið þar á undan var hann 758,9 millj­­ón­ir.

Mikla­torg hf. er í eigu Eign­ar­halds­fé­lags­ins Hofs ehf. Það félag er í jafnri eigu Fara ehf. og Dexter Fjár­fest­ingar ehf. Fari ehf. er í eigu Jóns Pálma­sonar og Dexter Fjár­fest­ingar ehf. er í eigu Sig­urðar Gísla Pálma­son­ar, bróður hans.

Auglýsing

Í frétt Við­skipta­Mogg­ans kemur fram að rekstr­ar­tekjur Mikla­torgs hafi á síð­asta ári numið 11,4 millj­örðum króna og auk­ist um ríf­lega 1,1 millj­arð króna. Rekstr­ar­gjöld hækk­uðu að sama skapi og námu 10,7 millj­örð­um, sam­an­borið við 9,1 millj­arð króna á fyrra rekstr­ar­ári. Mikla­torg greiddi 337,3 millj­ónir til IKEA á liðnu ári og hækk­uðu gjöldin um 30 millj­ónir milli ára.

Kostn­að­ar­verð seldra vara nam 6,3 millj­örðum og hækk­aði um rúma 1,2 millj­arða milli ára. Laun og launa­tengd gjöld juk­ust um 3,8 pró­sent og námu 2,5 millj­örð­um. Á sama tíma fjölg­aði stöðu­gildum um 24 og voru þau 341 í lok tíma­bils­ins. Jafn­gildir það 7,6 pró­sent fjölgun milli ára. Eignir Mikla­torgs í lok ágúst síð­ast­lið­ins námu 2,6 millj­örðum króna og juk­ust um 407 millj­ónir milli ára. Skuldir juk­ust einnig tals­vert og námu rúmum tveimur millj­örðum í lok tíma­bils­ins, sam­an­borið við ríf­lega 1,6 millj­arða tólf mán­uðum fyrr. Eig­in­fjár­hlut­fall ­fé­lags­ins er 21,8 pró­sent, sam­kvæmt Við­skipta­Mogg­an­um.

Þór­ar­inn Ævars­son sagði upp störfum sem fram­kvæmda­stjóri IKEA á Íslandi fyrr á árinu og tók sæti í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Í byrjun maí síð­ast­lið­ins var Stefán Rún­­ar Dags­­son ráð­inn fram­­kvæmda­­stjóri í hans stað.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent