Staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn bankanna en breytir horfum í neikvæðar

S&P Global Ratings hefur staðfest óbreytta lánshæfiseinkunn hjá þremur stærstu bönkum landsins. Aftur á móti hefur fyrirtækið breytt horfum úr stöðugum í neikvæðar.

Bankarnir
Auglýsing

Alþjóð­lega láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækið S&P Global Rat­ings hefur stað­fest óbreytta láns­hæf­is­ein­kunn hjá þremur stærstu bönkum lands­ins: Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­an­um. Aftur á móti hefur fyr­ir­tækið breytt horfum úr stöð­ugum í nei­kvæð­ar. Þetta kemur fram í nýrri umsögn S&P.

Bank­arnir þrír eru allir með lang­tíma­ein­kunn­ina BBB+ og skamm­tíma­ein­kunn­ina A-2. Í umsögn­inni segir að afkomu­spá bank­anna hafi versnað þar sem mikil sam­keppni ríki á banka­mark­aði og sterkt efna­hags­um­hverfi styðji ekki lengur við þá. Þeir eru sagðir hafa bætt fyrir lít­inn hagnað af reglu­legri banka­starf­semi með hagn­aði ann­ars staðar frá á síð­ustu árum en að það eigi ekki lengur við.

S&P miðar við að sam­dráttur verði í íslensku efna­hags­lífi á þessu ári en að það muni vaxa á ný á næsta ári.

Auglýsing

Verði breyt­ing til batn­aðar breyt­ast horfur aftur

Á vef Lands­bank­ans má finna umfjöllun um matið en þar er dregið fram að í til­kynn­ingu S&P segi meðal ann­ars að breyttar horfur taki til­lit til áskor­ana í efna­hags­um­hverfi íslenskra banka og sé bent á að búast megi við efna­hags­sam­drætti árið 2019, lækk­andi vöxt­um, áfram­hald­andi hárri skatt­byrði og harðri sam­keppni frá líf­eyr­is­sjóð­um. S&P telji lík­legt að ofan­greindir þættir muni hafa nei­kvæð áhrif á arð­semi bank­ans. S&P taki jafn­framt fram að aftur megi búast við hag­vexti á árinu 2020. Verði breyt­ing til batn­aðar á rekstr­ar­um­hverfi bank­anna geti S&P breytt horfum aftur í stöðug­ar.

Þá sé tekið fram að íslensku bank­arnir hafi náð góðum árangri á sviði staf­rænnar þró­unar og upp­lýs­inga­tækni og séu betur undir það búnir að mæta sam­keppni sem byggir á nýrri tækni en margir aðrir evr­ópskir bank­ar. Þá sé mark­aðs­hlut­deild þeirra traust og fjár­mögnun þeirra og lausa­fjár­staða sam­bæri­leg við erlenda banka.

„Nauð­syn­legt að allir keppi­nautar sitji við sama borð“

Í til­kynn­ingu Arion banka til Kaup­hall­ar­innar kemur fram að erfitt sé fyrir íslenska banka að auka hagnað og umfang við­skipta frá því sem nú er þar sem sam­keppni sé afar hörð og dregið hafi úr hag­vexti. Þátt­taka líf­eyr­is­sjóða á lána­mark­aði skekki jafn­framt sam­keppn­isum­hverfi íslenskra banka, bæði hvað varðar láns­kjör og lána­vöxt. Þar af leið­andi séu horfur metnar nei­kvæð­ar.

Íslands­banki vill ítreka í til­kynn­ingu til Kaup­hallar að það sé ábyrgð­ar­hlutur hins opin­bera að gæta þess að skattar og gjöld á íslenska við­skipta­banka séu ekki of íþyngj­andi og veiki ekki sam­keppn­is­stöðu þeirra. Slíkt sé baga­legt í umhverfi þar sem líf­eyr­is­sjóðir og fjár­tækni­fyr­ir­tæki hafi bæst í hóp keppi­nauta án þess að greiða sam­svar­andi gjöld til rík­is­ins og við­skipta­bankar greiða. „Sam­keppni er af hinu góða en þá er nauð­syn­legt að allir keppi­nautar sitji við sama borð,“ segir í til­kynn­ingu bank­ans.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent