Staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn bankanna en breytir horfum í neikvæðar

S&P Global Ratings hefur staðfest óbreytta lánshæfiseinkunn hjá þremur stærstu bönkum landsins. Aftur á móti hefur fyrirtækið breytt horfum úr stöðugum í neikvæðar.

Bankarnir
Auglýsing

Alþjóð­lega láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækið S&P Global Rat­ings hefur stað­fest óbreytta láns­hæf­is­ein­kunn hjá þremur stærstu bönkum lands­ins: Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­an­um. Aftur á móti hefur fyr­ir­tækið breytt horfum úr stöð­ugum í nei­kvæð­ar. Þetta kemur fram í nýrri umsögn S&P.

Bank­arnir þrír eru allir með lang­tíma­ein­kunn­ina BBB+ og skamm­tíma­ein­kunn­ina A-2. Í umsögn­inni segir að afkomu­spá bank­anna hafi versnað þar sem mikil sam­keppni ríki á banka­mark­aði og sterkt efna­hags­um­hverfi styðji ekki lengur við þá. Þeir eru sagðir hafa bætt fyrir lít­inn hagnað af reglu­legri banka­starf­semi með hagn­aði ann­ars staðar frá á síð­ustu árum en að það eigi ekki lengur við.

S&P miðar við að sam­dráttur verði í íslensku efna­hags­lífi á þessu ári en að það muni vaxa á ný á næsta ári.

Auglýsing

Verði breyt­ing til batn­aðar breyt­ast horfur aftur

Á vef Lands­bank­ans má finna umfjöllun um matið en þar er dregið fram að í til­kynn­ingu S&P segi meðal ann­ars að breyttar horfur taki til­lit til áskor­ana í efna­hags­um­hverfi íslenskra banka og sé bent á að búast megi við efna­hags­sam­drætti árið 2019, lækk­andi vöxt­um, áfram­hald­andi hárri skatt­byrði og harðri sam­keppni frá líf­eyr­is­sjóð­um. S&P telji lík­legt að ofan­greindir þættir muni hafa nei­kvæð áhrif á arð­semi bank­ans. S&P taki jafn­framt fram að aftur megi búast við hag­vexti á árinu 2020. Verði breyt­ing til batn­aðar á rekstr­ar­um­hverfi bank­anna geti S&P breytt horfum aftur í stöðug­ar.

Þá sé tekið fram að íslensku bank­arnir hafi náð góðum árangri á sviði staf­rænnar þró­unar og upp­lýs­inga­tækni og séu betur undir það búnir að mæta sam­keppni sem byggir á nýrri tækni en margir aðrir evr­ópskir bank­ar. Þá sé mark­aðs­hlut­deild þeirra traust og fjár­mögnun þeirra og lausa­fjár­staða sam­bæri­leg við erlenda banka.

„Nauð­syn­legt að allir keppi­nautar sitji við sama borð“

Í til­kynn­ingu Arion banka til Kaup­hall­ar­innar kemur fram að erfitt sé fyrir íslenska banka að auka hagnað og umfang við­skipta frá því sem nú er þar sem sam­keppni sé afar hörð og dregið hafi úr hag­vexti. Þátt­taka líf­eyr­is­sjóða á lána­mark­aði skekki jafn­framt sam­keppn­isum­hverfi íslenskra banka, bæði hvað varðar láns­kjör og lána­vöxt. Þar af leið­andi séu horfur metnar nei­kvæð­ar.

Íslands­banki vill ítreka í til­kynn­ingu til Kaup­hallar að það sé ábyrgð­ar­hlutur hins opin­bera að gæta þess að skattar og gjöld á íslenska við­skipta­banka séu ekki of íþyngj­andi og veiki ekki sam­keppn­is­stöðu þeirra. Slíkt sé baga­legt í umhverfi þar sem líf­eyr­is­sjóðir og fjár­tækni­fyr­ir­tæki hafi bæst í hóp keppi­nauta án þess að greiða sam­svar­andi gjöld til rík­is­ins og við­skipta­bankar greiða. „Sam­keppni er af hinu góða en þá er nauð­syn­legt að allir keppi­nautar sitji við sama borð,“ segir í til­kynn­ingu bank­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent