Staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn bankanna en breytir horfum í neikvæðar

S&P Global Ratings hefur staðfest óbreytta lánshæfiseinkunn hjá þremur stærstu bönkum landsins. Aftur á móti hefur fyrirtækið breytt horfum úr stöðugum í neikvæðar.

Bankarnir
Auglýsing

Alþjóð­lega láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækið S&P Global Rat­ings hefur stað­fest óbreytta láns­hæf­is­ein­kunn hjá þremur stærstu bönkum lands­ins: Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­an­um. Aftur á móti hefur fyr­ir­tækið breytt horfum úr stöð­ugum í nei­kvæð­ar. Þetta kemur fram í nýrri umsögn S&P.

Bank­arnir þrír eru allir með lang­tíma­ein­kunn­ina BBB+ og skamm­tíma­ein­kunn­ina A-2. Í umsögn­inni segir að afkomu­spá bank­anna hafi versnað þar sem mikil sam­keppni ríki á banka­mark­aði og sterkt efna­hags­um­hverfi styðji ekki lengur við þá. Þeir eru sagðir hafa bætt fyrir lít­inn hagnað af reglu­legri banka­starf­semi með hagn­aði ann­ars staðar frá á síð­ustu árum en að það eigi ekki lengur við.

S&P miðar við að sam­dráttur verði í íslensku efna­hags­lífi á þessu ári en að það muni vaxa á ný á næsta ári.

Auglýsing

Verði breyt­ing til batn­aðar breyt­ast horfur aftur

Á vef Lands­bank­ans má finna umfjöllun um matið en þar er dregið fram að í til­kynn­ingu S&P segi meðal ann­ars að breyttar horfur taki til­lit til áskor­ana í efna­hags­um­hverfi íslenskra banka og sé bent á að búast megi við efna­hags­sam­drætti árið 2019, lækk­andi vöxt­um, áfram­hald­andi hárri skatt­byrði og harðri sam­keppni frá líf­eyr­is­sjóð­um. S&P telji lík­legt að ofan­greindir þættir muni hafa nei­kvæð áhrif á arð­semi bank­ans. S&P taki jafn­framt fram að aftur megi búast við hag­vexti á árinu 2020. Verði breyt­ing til batn­aðar á rekstr­ar­um­hverfi bank­anna geti S&P breytt horfum aftur í stöðug­ar.

Þá sé tekið fram að íslensku bank­arnir hafi náð góðum árangri á sviði staf­rænnar þró­unar og upp­lýs­inga­tækni og séu betur undir það búnir að mæta sam­keppni sem byggir á nýrri tækni en margir aðrir evr­ópskir bank­ar. Þá sé mark­aðs­hlut­deild þeirra traust og fjár­mögnun þeirra og lausa­fjár­staða sam­bæri­leg við erlenda banka.

„Nauð­syn­legt að allir keppi­nautar sitji við sama borð“

Í til­kynn­ingu Arion banka til Kaup­hall­ar­innar kemur fram að erfitt sé fyrir íslenska banka að auka hagnað og umfang við­skipta frá því sem nú er þar sem sam­keppni sé afar hörð og dregið hafi úr hag­vexti. Þátt­taka líf­eyr­is­sjóða á lána­mark­aði skekki jafn­framt sam­keppn­isum­hverfi íslenskra banka, bæði hvað varðar láns­kjör og lána­vöxt. Þar af leið­andi séu horfur metnar nei­kvæð­ar.

Íslands­banki vill ítreka í til­kynn­ingu til Kaup­hallar að það sé ábyrgð­ar­hlutur hins opin­bera að gæta þess að skattar og gjöld á íslenska við­skipta­banka séu ekki of íþyngj­andi og veiki ekki sam­keppn­is­stöðu þeirra. Slíkt sé baga­legt í umhverfi þar sem líf­eyr­is­sjóðir og fjár­tækni­fyr­ir­tæki hafi bæst í hóp keppi­nauta án þess að greiða sam­svar­andi gjöld til rík­is­ins og við­skipta­bankar greiða. „Sam­keppni er af hinu góða en þá er nauð­syn­legt að allir keppi­nautar sitji við sama borð,“ segir í til­kynn­ingu bank­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent