Moody´s: Lánshæfi Íslands óbreytt með jákvæðum horfum

Helsti veikleiki hagkerfisins á Íslandi er meðal annars smæð þess sem gerir það berskjaldað fyrir sveiflum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Moody´s.

Íslensk króna
Auglýsing

Styrk­leiki Íslands felst í sveigj­an­leika hag­kerfis lands­ins, sam­keppn­is­hæfni og hag­kvæmri lýð­fræði. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu í tengslum við láns­hæfi rík­is­sjóðs alþjóð­lega mats­fyr­ir­tæk­is­ins Moody´s Investors Service sem birt var í dag. Þessir þættir styða horfur fyrir lang­tíma­vöxt hag­kerf­is­ins og hjálpa til við að takast á við áföll vegna smæðar og sam­þjöpp­unar atvinnu­lífs­ins, sam­kvæmt Moody´s.

Álit fyr­ir­tæks­ins felur ekki í sér end­ur­skoðun á láns­hæf­is­ein­kunn rík­is­sjóðs, sem er áfram A3 með jákvæðum horf­um.

„Ár­angur lands­ins í þjóð­hags­stjórnun með því að end­ur­heimta fjár­hags­legan stöð­ug­leika og styrkja reglu­gerðir eftir banka­krepp­una hefur aukið styrk stofn­ana,“ segir í skýrsl­unni. Enn­fremur telur Moody´s að losun fjár­magns­hafta hafi verið náð með lág­marks­rösk­un.

Auglýsing

Moody´s bendir á að helsti veik­leiki Íslend­inga sé smæð hag­kerf­is­ins, ásamt litlu mynt­svæði – sem geri það ber­skjaldað fyrir sveifl­um.

Þá kemur fram hjá Moody´s að það sem trufli vaxta­horfur veru­lega sé mögu­leik­inn á áfalli í einni af þremur helstu aðal­at­vinnu­grein­un­um. Þá er vísað til falls Wow air fyrr á árinu sem olli tíma­bundnum sam­drætti árið 2019. En þrátt fyrir það reiknar Moody´s með því að hag­vöxtur verði um 2,5 pró­sent árið 2020.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent