Segir frumvarp stjórnvalda ekki til þess fallið að bæta stöðu launþega á húsnæðismarkaði

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að undanþáguákvæði í frumvarpi stjórnvalda um skref til afnáms verðtryggingar gera meðlimum annarra verkalýðsfélaga erfiðara fyrir að fá lánafyrirgreiðslu við húsnæðiskaup.

Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði.
Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

Þórólf­ur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði, segir í umsögn sinni um frum­varps­drög stjórn­valda um skref til afnáms verð­trygg­ing­ar­innar að ekki verði séð að drögin muni bæta stöðu laun­þega á hús­næð­is­mark­aði. Hann segir að meðal ann­ars geri und­an­þágu­á­kvæði frum­varps­ins með­limum ann­arra verka­lýðs­fé­laga, en þeirra sem komu að kjara­samn­ing­unum í vor, erf­ið­ara fyrir að fá lána­fyr­ir­greiðslu við hús­næði­kaup. 

Skuld­bundu sig til banna 40 ára verð­tryggð ­jafn­greiðslu­lán

Í a­príl 2019 kynntu stjórn­völd lífs­kjara­samn­ing­ana ­sem stuðn­ing við gerð kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði með að fyrir augum að styðja við mark­mið um stöð­ug­leika í efna­hags­mál­u­m og bætt kjör launa­fólks. Á meðal þess sem stjórn­­völd skuld­bundu sig til að gera var að banna 40 ára verð­­tryggð jafn­­greiðslu­lán frá byrjun næsta árs. Auk þess á að grund­valla verð­­trygg­ingu við vísi­­tölu neyslu­verðs án hús­næð­isliðar frá og með árinu 2020. Stjórn­völd settu einnig fram vil­yrði um að klára skoðun á því hvort að banna eigi alfarið verð­­tryggð hús­næð­is­lán fyrir lok árs 2020.

Auglýsing

Þann 11. júlí síð­ast­lið­inn birt­i fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra drög að laga­frum­varpi um skref til afnáms verð­trygg­ing­ar­inn­ar í sam­ráð­gátt stjórn­valda. Þórólfur er einn af tveimur sem hafa skilað inn umsögn um frum­varpið en í umsögn hans segir að til­gangur laga­frum­varps­ins sé fjór­þætt­ur. Í fyrsta lagi að setja hámark á láns­tíma svo­kall­aðra verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána, í öðru lagi að hækka lág­marks­tíma slíkra lána úr 5 árum í 10 ár. 

Í þriðja lagi að fjölga vísi­tölum sem heim­ilt er að nota sem grund­völl verð­trygg­ingar og lög­binda notkun vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næðis sem grund­völl útreikn­ings verð­bóta verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána og í fjórða lagi að lög­binda skyldu Hag­stofu Íslands til að reikna og birta vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næð­is.

Tak­mörk­unin snýr að fámennum hluta mögu­legra lán­taka 

Í frum­varp­inu er lagt til að hámark láns­tími verð­tryggða­lána verði 25 ár en frum­varpið nær þó ein­ung­is til verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána en ekki verð­tryggðra jafnafborg­ana­lána. Þórólfur bendir hins vegar á í umsögn sinni að ýmsar und­an­tekn­ingar sé á þessu ákvæði.

„Sé lán­taki eða annað sam­búð­ar­að­ila undir 35 ára aldri er heim­ilt að veita verð­tryggt jafn­greiðslu­lán til 40 ára; sé lán­taki eða annað sam­búð­ar­að­ila á bili 35-40 ára er heim­ilt að veita verð­tryggt jafn­greiðslu­lán til allt að 35 ára og sé lán­taki eða annar sam­búð­ar­að­ila undir 40 ára aldri og til allt að 30 ára sé lán­taki eða annar sam­búð­ar­að­ila undir 40 ára aldri.  Þá er heim­ilt að veita þeim sem eru með lágar tekjur á „næst liðnu ári“ allt að 40 ára verð­tryggt jafn­greiðslu­lán. Í þriðja lagi er heim­ilt að veita verð­tryggt jafn­greiðslu­lán til allt að 40 ára sé veð­setn­ing­ar­hlut­fall vegna þess láns lægra en 50%,“ segir í umsögn­inni.

Þórólfur segir að ekki sé hins vegar upp­lýst um hvernig sam­spil hinna ýmsu und­an­þágu­á­kvæða er en segir að lík­lega snúi tak­mörk­unin að fámennum hluta mögu­legra lán­taka eða um 5 pró­sent lán­tak­enda. „­Spyrja má hvort eðli­legt sé að þrengja kjör svo fámenns og sér­tæks hóps með almennri laga­setn­ingu án þess að vitna megi til­ al­manna­heill­ar eins og lýst er í aðfar­ar­orðum umsagnar þess­ar­ar. En lík­lega munu þessi ákvæði þó ekki bíta fast,“ segir Þórólf­ur.

Und­an­þág­urnar hafa áhrif á þau félög sem ekki gerðu kröfu um umræddar breyt­ingar

Mynd: Bára Huld Beck

Hann segir að lík­leg­ast telj­ist sá hópur fólks ekki til umbjóð­enda verka­lýðs­fé­laga á almennum mark­aði. Þvert á móti sé slíka hópa fyrst og fremst að finna meðal þeirra sem leita sér mjög langrar skóla­göngu erlend­is, t.d. sér­fræði­læknar og fólk með dokt­ors­próf.

Þórólfur segir að þessir hópar til­heyra flestir Banda­lagi háskóla­manna. „Þannig má segja að inn­tak und­an­þág­anna sé í raun að hafa áhrif á aðila sem ekki eru félags­menn þeirra félaga sem gerðu kröfu um umræddar breyt­ing­ar.“

Bæta ekki gæði útreikn­inga hús­næð­is­lána

Hann segir jafn­framt að veiga­mesta breyt­ing­in, sem kveðið er á um í frum­varp­inu og hugs­an­lega sú eina sem hafi raun­veru­leg áhrif fyrir nýja lán­taka, sé ákvæðið um breyttan voga­grund­völl ­vísi­tölu þeirrar sem afborg­anir af verð­tryggðum jafn­greiðslu­lánum skuli taka mið af. 

Að hans mati er það hins vegar galli hjá frum­varps­semj­endum að hafa ekki rætt mögu­leg á­hrif þess að heim­ila fleiri vísi­tölur til verð­trygg­ingar en neyslu­verðs­vísi­tölu án hús­næð­is­verðs. „Fyrir laun­þega gæti það verið áhuga­verður kostur að miða verð­trygg­ingu hluta lána sinna við launa­vísi­tölu, eða að miða greiðslu­byrði við þróun launa­vísi­töl­unn­ar. Því kynni að fylgja breyti­legur láns­tími sama láns eftir því hvort launa­vísi­tala vex hraðar eða hægar en verð­lags­vísi­tala,“ segir Þórólf­ur.

Að hans mati verður því ekki séð að ­til­lögur frum­varps­ins um breytta vísi­tölu bæti gæði þeirra útreikn­inga sem hús­næð­is­lánin byggja á. 

Fyrst og fremst nei­kvæð á­hrif á með­limi ann­arra stétt­ar­fé­laga

Enn fremur segir Þórólfur að  það megi spyrja „frá sjón­ar­hóli sið­fræði og almennar kurt­eisi“  hvort að eðli­legt sé að krafa sem sett er fram af hálfu verka­lýðs­fé­laga á almennum mark­aði gagn­vart stjórn­völdum sé útfærð á þann hátt að hafa fyrst og fremst nei­kvæð áhrif á með­limi ann­arra stétt­ar­fé­laga 

„Und­an­þágu­á­kvæði frum­varps­ins draga stór­lega úr áhrifum fyr­ir­hug­aðrar laga­breyt­ingar á með­limi þeirra verka­lýðs­fé­laga sem settu fram kröf­una. Und­an­þágu­á­kvæði verða til þess að fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar gera með­limum ann­arra verka­lýðs­fé­laga erf­ið­ara fyrir að fá lána­fyr­ir­greiðslu við hús­næð­is­kaup,“ segir í umsögn­inni.

Að lokum segir Þórólfur að ekki sé hægt að mæla með sam­þykkt frum­varps­ins í óbreyttri mynd en að hans mat verð­ur­ bætir frum­varpið ekki stöðu laun­þega á hús­næð­is­mark­aði.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent