Segir frumvarp stjórnvalda ekki til þess fallið að bæta stöðu launþega á húsnæðismarkaði

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að undanþáguákvæði í frumvarpi stjórnvalda um skref til afnáms verðtryggingar gera meðlimum annarra verkalýðsfélaga erfiðara fyrir að fá lánafyrirgreiðslu við húsnæðiskaup.

Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði.
Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

Þórólf­ur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði, segir í umsögn sinni um frum­varps­drög stjórn­valda um skref til afnáms verð­trygg­ing­ar­innar að ekki verði séð að drögin muni bæta stöðu laun­þega á hús­næð­is­mark­aði. Hann segir að meðal ann­ars geri und­an­þágu­á­kvæði frum­varps­ins með­limum ann­arra verka­lýðs­fé­laga, en þeirra sem komu að kjara­samn­ing­unum í vor, erf­ið­ara fyrir að fá lána­fyr­ir­greiðslu við hús­næði­kaup. 

Skuld­bundu sig til banna 40 ára verð­tryggð ­jafn­greiðslu­lán

Í a­príl 2019 kynntu stjórn­völd lífs­kjara­samn­ing­ana ­sem stuðn­ing við gerð kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði með að fyrir augum að styðja við mark­mið um stöð­ug­leika í efna­hags­mál­u­m og bætt kjör launa­fólks. Á meðal þess sem stjórn­­völd skuld­bundu sig til að gera var að banna 40 ára verð­­tryggð jafn­­greiðslu­lán frá byrjun næsta árs. Auk þess á að grund­valla verð­­trygg­ingu við vísi­­tölu neyslu­verðs án hús­næð­isliðar frá og með árinu 2020. Stjórn­völd settu einnig fram vil­yrði um að klára skoðun á því hvort að banna eigi alfarið verð­­tryggð hús­næð­is­lán fyrir lok árs 2020.

Auglýsing

Þann 11. júlí síð­ast­lið­inn birt­i fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra drög að laga­frum­varpi um skref til afnáms verð­trygg­ing­ar­inn­ar í sam­ráð­gátt stjórn­valda. Þórólfur er einn af tveimur sem hafa skilað inn umsögn um frum­varpið en í umsögn hans segir að til­gangur laga­frum­varps­ins sé fjór­þætt­ur. Í fyrsta lagi að setja hámark á láns­tíma svo­kall­aðra verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána, í öðru lagi að hækka lág­marks­tíma slíkra lána úr 5 árum í 10 ár. 

Í þriðja lagi að fjölga vísi­tölum sem heim­ilt er að nota sem grund­völl verð­trygg­ingar og lög­binda notkun vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næðis sem grund­völl útreikn­ings verð­bóta verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána og í fjórða lagi að lög­binda skyldu Hag­stofu Íslands til að reikna og birta vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næð­is.

Tak­mörk­unin snýr að fámennum hluta mögu­legra lán­taka 

Í frum­varp­inu er lagt til að hámark láns­tími verð­tryggða­lána verði 25 ár en frum­varpið nær þó ein­ung­is til verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána en ekki verð­tryggðra jafnafborg­ana­lána. Þórólfur bendir hins vegar á í umsögn sinni að ýmsar und­an­tekn­ingar sé á þessu ákvæði.

„Sé lán­taki eða annað sam­búð­ar­að­ila undir 35 ára aldri er heim­ilt að veita verð­tryggt jafn­greiðslu­lán til 40 ára; sé lán­taki eða annað sam­búð­ar­að­ila á bili 35-40 ára er heim­ilt að veita verð­tryggt jafn­greiðslu­lán til allt að 35 ára og sé lán­taki eða annar sam­búð­ar­að­ila undir 40 ára aldri og til allt að 30 ára sé lán­taki eða annar sam­búð­ar­að­ila undir 40 ára aldri.  Þá er heim­ilt að veita þeim sem eru með lágar tekjur á „næst liðnu ári“ allt að 40 ára verð­tryggt jafn­greiðslu­lán. Í þriðja lagi er heim­ilt að veita verð­tryggt jafn­greiðslu­lán til allt að 40 ára sé veð­setn­ing­ar­hlut­fall vegna þess láns lægra en 50%,“ segir í umsögn­inni.

Þórólfur segir að ekki sé hins vegar upp­lýst um hvernig sam­spil hinna ýmsu und­an­þágu­á­kvæða er en segir að lík­lega snúi tak­mörk­unin að fámennum hluta mögu­legra lán­taka eða um 5 pró­sent lán­tak­enda. „­Spyrja má hvort eðli­legt sé að þrengja kjör svo fámenns og sér­tæks hóps með almennri laga­setn­ingu án þess að vitna megi til­ al­manna­heill­ar eins og lýst er í aðfar­ar­orðum umsagnar þess­ar­ar. En lík­lega munu þessi ákvæði þó ekki bíta fast,“ segir Þórólf­ur.

Und­an­þág­urnar hafa áhrif á þau félög sem ekki gerðu kröfu um umræddar breyt­ingar

Mynd: Bára Huld Beck

Hann segir að lík­leg­ast telj­ist sá hópur fólks ekki til umbjóð­enda verka­lýðs­fé­laga á almennum mark­aði. Þvert á móti sé slíka hópa fyrst og fremst að finna meðal þeirra sem leita sér mjög langrar skóla­göngu erlend­is, t.d. sér­fræði­læknar og fólk með dokt­ors­próf.

Þórólfur segir að þessir hópar til­heyra flestir Banda­lagi háskóla­manna. „Þannig má segja að inn­tak und­an­þág­anna sé í raun að hafa áhrif á aðila sem ekki eru félags­menn þeirra félaga sem gerðu kröfu um umræddar breyt­ing­ar.“

Bæta ekki gæði útreikn­inga hús­næð­is­lána

Hann segir jafn­framt að veiga­mesta breyt­ing­in, sem kveðið er á um í frum­varp­inu og hugs­an­lega sú eina sem hafi raun­veru­leg áhrif fyrir nýja lán­taka, sé ákvæðið um breyttan voga­grund­völl ­vísi­tölu þeirrar sem afborg­anir af verð­tryggðum jafn­greiðslu­lánum skuli taka mið af. 

Að hans mati er það hins vegar galli hjá frum­varps­semj­endum að hafa ekki rætt mögu­leg á­hrif þess að heim­ila fleiri vísi­tölur til verð­trygg­ingar en neyslu­verðs­vísi­tölu án hús­næð­is­verðs. „Fyrir laun­þega gæti það verið áhuga­verður kostur að miða verð­trygg­ingu hluta lána sinna við launa­vísi­tölu, eða að miða greiðslu­byrði við þróun launa­vísi­töl­unn­ar. Því kynni að fylgja breyti­legur láns­tími sama láns eftir því hvort launa­vísi­tala vex hraðar eða hægar en verð­lags­vísi­tala,“ segir Þórólf­ur.

Að hans mati verður því ekki séð að ­til­lögur frum­varps­ins um breytta vísi­tölu bæti gæði þeirra útreikn­inga sem hús­næð­is­lánin byggja á. 

Fyrst og fremst nei­kvæð á­hrif á með­limi ann­arra stétt­ar­fé­laga

Enn fremur segir Þórólfur að  það megi spyrja „frá sjón­ar­hóli sið­fræði og almennar kurt­eisi“  hvort að eðli­legt sé að krafa sem sett er fram af hálfu verka­lýðs­fé­laga á almennum mark­aði gagn­vart stjórn­völdum sé útfærð á þann hátt að hafa fyrst og fremst nei­kvæð áhrif á með­limi ann­arra stétt­ar­fé­laga 

„Und­an­þágu­á­kvæði frum­varps­ins draga stór­lega úr áhrifum fyr­ir­hug­aðrar laga­breyt­ingar á með­limi þeirra verka­lýðs­fé­laga sem settu fram kröf­una. Und­an­þágu­á­kvæði verða til þess að fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar gera með­limum ann­arra verka­lýðs­fé­laga erf­ið­ara fyrir að fá lána­fyr­ir­greiðslu við hús­næð­is­kaup,“ segir í umsögn­inni.

Að lokum segir Þórólfur að ekki sé hægt að mæla með sam­þykkt frum­varps­ins í óbreyttri mynd en að hans mat verð­ur­ bætir frum­varpið ekki stöðu laun­þega á hús­næð­is­mark­aði.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent