Stjórnvöld beiti sér fyrir því að rafmagns- og tvinnvélar verði nýttar í innanlandsflugi

Verkefnisstjórn samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins leggur til að íslenskur flugiðnaður verði til fyrirmyndar í umhverfismálum og leggi áherslu á að vera í fararbroddi í orkuskiptum í flugi.

flugfelag_islands_fokker_isafjordur_2017.jpg
Auglýsing

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt að drög að grænbók um flugstefnu Íslands í samráðsgátt stjórnvalda. Í stefnunni er meðal annars fjallað um umhverfisáhrif flugrekstrar en hlutfall flugs af heildarlosun Íslands hefur aukist síðustu ár. Í stefnunni segir að mikilvægt sé að opinberar aðilar og flugrekendur marki sér skýra stefnu í umhverfismálum flugsamganga. 

„Bæði er það mikilvægt fyrir flug sem atvinnugrein en ekki síður vegna þess að mikilvægt er að leggja sitt af mörkum til að tryggja framtíð okkar á jörðinni,“ segir í stefnunni. 

Aldrei verið mótuð heildstæð flugstefna 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckEkki hefur áður verið mótuð flugstefna með heildstæðum hætti hér á landi og skipaði því samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verkefnisstjórn, í september í fyrra, til að móta slíka stefnu. Afrakstur stjórnarinnar og starfshópa er drög að grænbók sem nú hefur verið birt í samráðsgáttinni.  

Í grænbókinni eru farið yfir stöðu mála í flugrekstri og flugtengdri starfsemi hér á landi og lagðar fram tillögur að áherslum í flugmálum til framtíðar, þar á meðal þegar kemur að umhverfismálum. Í stefnunni segir að engum dyljist að eitt mikilvægasta mál okkar tíma séu breytingar í loftslagsmálum og áhrif þeirra á daglegt líf fólk. 

Auglýsing

Losun koltvísýrings, metans, brennisteinsoxíðs og köfnunarefnisoxíðs hefur aukist gríðarlega hér á landi á síðustu tíu árum eða um alls 158 prósent á milli áranna 2008 og 2018, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Í stefnunni segir að hlutfall flugssé nú um 6,5 prósent af heildarlosun Íslands og hefur vaxið úr 5,1 prósentum árið 2008. Tekið er fram að þetta hlutfall muni lækka eftir gjaldþrot WOW air en að ástæða sé til að grípa til aðgerða til að lækka þetta enn frekar eða unnið sé gegn áhrifum þess. 

Neikvætt almenningsálit á flugi líklegt til að hafa áhrif

Í stefnunni kemur jafnframt að helstu áhrif umhverfismála á flug og vöxt þess munu líklega koma fram með þeim hætti að neikvætt almenningsálit á flugi hafi áhrif á ferðamynstur og vilja til að ferðast með flugi. „Ísland mun alltaf þurfa flug vegna legu sinnar en áhrif geta komið fram í ferðalögum einstaklinga til landsins og yfir hafið.“

Því telur starfshópsins að íslenskur flugrekstur ætti að í fararbroddi í umhverfismálum og í orkuskiptum í flugi. Starfshópurinn leggur því meðal annars til að áhersla verði lögð á að Ísland verði fyrsta landið þar sem meirihluti flugvéla í almanna- og kennsluflugi verði rafrænn eða tvinn. Almannaflug er skilgreint sem allt annað flug en áætlunarflug. Þar með talið er einkaflug, útsýnisflug, leiguflug og leitar- og björgunarflug. 

Hópurinn leggur til að það verði gert með því að  styðja og hvetja til notkunar á tvinn- og rafmagnsflugvélum eftir því sem þær verða aðgengilegar. Þá verði jafnvel skoðaðar svipaðar ívilnanir og gilda um umhverfisvæn ökutæki.

Beiti sér fyrir því að Ísland sé notað til prófana á nýrri tækni

Auk þess leggur hópurinn til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að rafmagns- og tvinnflugvélar verði nýttar í innanlandsflugi. Þar á meðal að stjórnvöld stuðli að samtali milli framleiðenda og flugrekenda með það að markmiði að Ísland verði notað til prófana á þessari nýju tækni og að innviðir fyrir rafmagns- og tvinnflugvélar verði til staðar meðal annars með aðgengi að rafmagni. 

Enn fremur leggur hópurnn til að Isavia verði til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfismálum. Að allur rekstur fyrirtækisins taki mið af því markmiði, meðal annars með umhverfisvænum orkugjöfum, flokkun sorps, dregið sé úr hávaða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent