Stjórnvöld beiti sér fyrir því að rafmagns- og tvinnvélar verði nýttar í innanlandsflugi

Verkefnisstjórn samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins leggur til að íslenskur flugiðnaður verði til fyrirmyndar í umhverfismálum og leggi áherslu á að vera í fararbroddi í orkuskiptum í flugi.

flugfelag_islands_fokker_isafjordur_2017.jpg
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið hefur birt að drög að græn­bók um flug­stefnu Íslands í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Í stefn­unni er meðal ann­ars fjallað um umhverf­is­á­hrif flug­rekstrar en hlut­fall flugs af heild­ar­losun Íslands hefur auk­ist síð­ustu ár. Í stefn­unni segir að mik­il­vægt sé að opin­berar aðilar og flug­rek­endur marki sér skýra stefnu í umhverf­is­málum flug­sam­ganga. 

„Bæði er það mik­il­vægt fyrir flug sem atvinnu­grein en ekki síður vegna þess að mik­il­vægt er að leggja sitt af mörkum til að tryggja framtíð okkar á jörð­inn­i,“ segir í stefn­unn­i. 

Aldrei verið mótuð heild­stæð flug­stefna 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckEkki hefur áður verið mótuð flug­stefna með heild­stæðum hætti hér á landi og skip­aði því sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra verk­efn­is­stjórn, í sept­em­ber í fyrra, til að móta slíka stefnu. Afrakstur stjórn­ar­innar og starfs­hópa er drög að græn­bók sem nú hefur verið birt í sam­ráðs­gátt­inni.  

Í græn­bók­inni eru farið yfir stöðu mála í flug­rekstri og flug­tengdri starf­semi hér á landi og lagðar fram til­lögur að áherslum í flug­málum til fram­tíð­ar, þar á meðal þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Í stefn­unni segir að engum dylj­ist að eitt mik­il­væg­asta mál okkar tíma séu breyt­ingar í lofts­lags­málum og áhrif þeirra á dag­legt líf fólk. 

Auglýsing

Losun kolt­ví­sýr­ings, met­ans, brenni­steins­ox­íðs og köfn­un­ar­efn­is­ox­íðs hefur auk­ist gríð­ar­lega hér á landi á síð­ustu tíu árum eða um alls 158 pró­sent á milli ár­anna 2008 og 2018, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Ís­lands. Í stefn­unni segir að hlut­fall flugssé nú um 6,5 pró­sent af heild­ar­losun Ís­lands og hefur vaxið úr 5,1 pró­sentum árið 2008. Tekið er fram að þetta hlut­fall muni lækka eftir gjald­þrot WOW air en að ástæða sé til að grípa til aðgerða til að lækka þetta enn frekar eða unnið sé gegn áhrifum þess. 

Nei­kvætt almenn­ings­á­lit á flugi lík­legt til að hafa áhrif

Í stefn­unni kemur jafn­framt að helstu áhrif umhverf­is­mála á flug og vöxt þess munu lík­lega koma fram með þeim hætti að nei­kvætt almenn­ings­álit á flugi hafi áhrif á ferða­mynstur og vilja til að ferð­ast með flugi. „Ís­land mun alltaf þurfa flug vegna legu sinnar en áhrif geta komið fram í ferða­lögum ein­stak­linga til lands­ins og yfir haf­ið.“

Því telur starfs­hóps­ins að íslenskur flug­rekstur ætti að í far­ar­broddi í umhverf­is­málum og í orku­skiptum í flugi. Starfs­hóp­ur­inn leggur því meðal ann­ars til að áhersla verði lögð á að Ísland verði fyrsta landið þar sem meiri­hluti flug­véla í almanna- og kennslu­flugi verði raf­rænn eða tvinn. Almanna­flug er skil­greint sem allt annað flug en áætl­un­ar­flug. Þar með talið er einka­flug, útsýn­is­flug, leiguflug og leit­ar- og björg­un­ar­flug. 

Hóp­ur­inn leggur til að það verði gert með því að  styðja og hvetja til notk­unar á tvinn- og raf­magns­flug­vélum eftir því sem þær verða aðgengi­leg­ar. Þá verði jafn­vel skoð­aðar svip­aðar íviln­anir og gilda um umhverf­is­væn öku­tæki.

Beiti sér fyrir því að Ísland sé notað til próf­ana á nýrri tækni

Auk þess leggur hóp­ur­inn til að stjórn­völd beiti sér fyrir því að raf­magns- og tvinn­flug­vélar verði nýttar í inn­an­lands­flugi. Þar á meðal að stjórn­völd stuðli að sam­tali milli fram­leið­enda og flug­rek­enda með það að mark­miði að Ís­land verði notað til próf­ana á þess­ari nýju tækni og að inn­viðir fyrir raf­magns- og tvinn­flug­vélar verði til staðar meðal ann­ars með aðgengi að raf­magn­i. 

Enn fremur leggur hóp­urnn til að Isa­via verði til fyr­ir­myndar þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Að allur rekstur fyr­ir­tæk­is­ins taki mið af því mark­miði, meðal ann­ars með umhverf­is­vænum orku­gjöf­um, flokkun sorps, dregið sé úr hávaða.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Reynt að múta lögreglumanni í Namibíu
Spillingarlögreglan hefur handtekið mann, sem reyndi að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn á Samherjaskjölunum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent