Stjórnvöld beiti sér fyrir því að rafmagns- og tvinnvélar verði nýttar í innanlandsflugi

Verkefnisstjórn samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins leggur til að íslenskur flugiðnaður verði til fyrirmyndar í umhverfismálum og leggi áherslu á að vera í fararbroddi í orkuskiptum í flugi.

flugfelag_islands_fokker_isafjordur_2017.jpg
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið hefur birt að drög að græn­bók um flug­stefnu Íslands í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Í stefn­unni er meðal ann­ars fjallað um umhverf­is­á­hrif flug­rekstrar en hlut­fall flugs af heild­ar­losun Íslands hefur auk­ist síð­ustu ár. Í stefn­unni segir að mik­il­vægt sé að opin­berar aðilar og flug­rek­endur marki sér skýra stefnu í umhverf­is­málum flug­sam­ganga. 

„Bæði er það mik­il­vægt fyrir flug sem atvinnu­grein en ekki síður vegna þess að mik­il­vægt er að leggja sitt af mörkum til að tryggja framtíð okkar á jörð­inn­i,“ segir í stefn­unn­i. 

Aldrei verið mótuð heild­stæð flug­stefna 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckEkki hefur áður verið mótuð flug­stefna með heild­stæðum hætti hér á landi og skip­aði því sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra verk­efn­is­stjórn, í sept­em­ber í fyrra, til að móta slíka stefnu. Afrakstur stjórn­ar­innar og starfs­hópa er drög að græn­bók sem nú hefur verið birt í sam­ráðs­gátt­inni.  

Í græn­bók­inni eru farið yfir stöðu mála í flug­rekstri og flug­tengdri starf­semi hér á landi og lagðar fram til­lögur að áherslum í flug­málum til fram­tíð­ar, þar á meðal þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Í stefn­unni segir að engum dylj­ist að eitt mik­il­væg­asta mál okkar tíma séu breyt­ingar í lofts­lags­málum og áhrif þeirra á dag­legt líf fólk. 

Auglýsing

Losun kolt­ví­sýr­ings, met­ans, brenni­steins­ox­íðs og köfn­un­ar­efn­is­ox­íðs hefur auk­ist gríð­ar­lega hér á landi á síð­ustu tíu árum eða um alls 158 pró­sent á milli ár­anna 2008 og 2018, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Ís­lands. Í stefn­unni segir að hlut­fall flugssé nú um 6,5 pró­sent af heild­ar­losun Ís­lands og hefur vaxið úr 5,1 pró­sentum árið 2008. Tekið er fram að þetta hlut­fall muni lækka eftir gjald­þrot WOW air en að ástæða sé til að grípa til aðgerða til að lækka þetta enn frekar eða unnið sé gegn áhrifum þess. 

Nei­kvætt almenn­ings­á­lit á flugi lík­legt til að hafa áhrif

Í stefn­unni kemur jafn­framt að helstu áhrif umhverf­is­mála á flug og vöxt þess munu lík­lega koma fram með þeim hætti að nei­kvætt almenn­ings­álit á flugi hafi áhrif á ferða­mynstur og vilja til að ferð­ast með flugi. „Ís­land mun alltaf þurfa flug vegna legu sinnar en áhrif geta komið fram í ferða­lögum ein­stak­linga til lands­ins og yfir haf­ið.“

Því telur starfs­hóps­ins að íslenskur flug­rekstur ætti að í far­ar­broddi í umhverf­is­málum og í orku­skiptum í flugi. Starfs­hóp­ur­inn leggur því meðal ann­ars til að áhersla verði lögð á að Ísland verði fyrsta landið þar sem meiri­hluti flug­véla í almanna- og kennslu­flugi verði raf­rænn eða tvinn. Almanna­flug er skil­greint sem allt annað flug en áætl­un­ar­flug. Þar með talið er einka­flug, útsýn­is­flug, leiguflug og leit­ar- og björg­un­ar­flug. 

Hóp­ur­inn leggur til að það verði gert með því að  styðja og hvetja til notk­unar á tvinn- og raf­magns­flug­vélum eftir því sem þær verða aðgengi­leg­ar. Þá verði jafn­vel skoð­aðar svip­aðar íviln­anir og gilda um umhverf­is­væn öku­tæki.

Beiti sér fyrir því að Ísland sé notað til próf­ana á nýrri tækni

Auk þess leggur hóp­ur­inn til að stjórn­völd beiti sér fyrir því að raf­magns- og tvinn­flug­vélar verði nýttar í inn­an­lands­flugi. Þar á meðal að stjórn­völd stuðli að sam­tali milli fram­leið­enda og flug­rek­enda með það að mark­miði að Ís­land verði notað til próf­ana á þess­ari nýju tækni og að inn­viðir fyrir raf­magns- og tvinn­flug­vélar verði til staðar meðal ann­ars með aðgengi að raf­magn­i. 

Enn fremur leggur hóp­urnn til að Isa­via verði til fyr­ir­myndar þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Að allur rekstur fyr­ir­tæk­is­ins taki mið af því mark­miði, meðal ann­ars með umhverf­is­vænum orku­gjöf­um, flokkun sorps, dregið sé úr hávaða.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent