Stjórnvöld beiti sér fyrir því að rafmagns- og tvinnvélar verði nýttar í innanlandsflugi

Verkefnisstjórn samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins leggur til að íslenskur flugiðnaður verði til fyrirmyndar í umhverfismálum og leggi áherslu á að vera í fararbroddi í orkuskiptum í flugi.

flugfelag_islands_fokker_isafjordur_2017.jpg
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið hefur birt að drög að græn­bók um flug­stefnu Íslands í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Í stefn­unni er meðal ann­ars fjallað um umhverf­is­á­hrif flug­rekstrar en hlut­fall flugs af heild­ar­losun Íslands hefur auk­ist síð­ustu ár. Í stefn­unni segir að mik­il­vægt sé að opin­berar aðilar og flug­rek­endur marki sér skýra stefnu í umhverf­is­málum flug­sam­ganga. 

„Bæði er það mik­il­vægt fyrir flug sem atvinnu­grein en ekki síður vegna þess að mik­il­vægt er að leggja sitt af mörkum til að tryggja framtíð okkar á jörð­inn­i,“ segir í stefn­unn­i. 

Aldrei verið mótuð heild­stæð flug­stefna 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckEkki hefur áður verið mótuð flug­stefna með heild­stæðum hætti hér á landi og skip­aði því sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra verk­efn­is­stjórn, í sept­em­ber í fyrra, til að móta slíka stefnu. Afrakstur stjórn­ar­innar og starfs­hópa er drög að græn­bók sem nú hefur verið birt í sam­ráðs­gátt­inni.  

Í græn­bók­inni eru farið yfir stöðu mála í flug­rekstri og flug­tengdri starf­semi hér á landi og lagðar fram til­lögur að áherslum í flug­málum til fram­tíð­ar, þar á meðal þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Í stefn­unni segir að engum dylj­ist að eitt mik­il­væg­asta mál okkar tíma séu breyt­ingar í lofts­lags­málum og áhrif þeirra á dag­legt líf fólk. 

Auglýsing

Losun kolt­ví­sýr­ings, met­ans, brenni­steins­ox­íðs og köfn­un­ar­efn­is­ox­íðs hefur auk­ist gríð­ar­lega hér á landi á síð­ustu tíu árum eða um alls 158 pró­sent á milli ár­anna 2008 og 2018, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Ís­lands. Í stefn­unni segir að hlut­fall flugssé nú um 6,5 pró­sent af heild­ar­losun Ís­lands og hefur vaxið úr 5,1 pró­sentum árið 2008. Tekið er fram að þetta hlut­fall muni lækka eftir gjald­þrot WOW air en að ástæða sé til að grípa til aðgerða til að lækka þetta enn frekar eða unnið sé gegn áhrifum þess. 

Nei­kvætt almenn­ings­á­lit á flugi lík­legt til að hafa áhrif

Í stefn­unni kemur jafn­framt að helstu áhrif umhverf­is­mála á flug og vöxt þess munu lík­lega koma fram með þeim hætti að nei­kvætt almenn­ings­álit á flugi hafi áhrif á ferða­mynstur og vilja til að ferð­ast með flugi. „Ís­land mun alltaf þurfa flug vegna legu sinnar en áhrif geta komið fram í ferða­lögum ein­stak­linga til lands­ins og yfir haf­ið.“

Því telur starfs­hóps­ins að íslenskur flug­rekstur ætti að í far­ar­broddi í umhverf­is­málum og í orku­skiptum í flugi. Starfs­hóp­ur­inn leggur því meðal ann­ars til að áhersla verði lögð á að Ísland verði fyrsta landið þar sem meiri­hluti flug­véla í almanna- og kennslu­flugi verði raf­rænn eða tvinn. Almanna­flug er skil­greint sem allt annað flug en áætl­un­ar­flug. Þar með talið er einka­flug, útsýn­is­flug, leiguflug og leit­ar- og björg­un­ar­flug. 

Hóp­ur­inn leggur til að það verði gert með því að  styðja og hvetja til notk­unar á tvinn- og raf­magns­flug­vélum eftir því sem þær verða aðgengi­leg­ar. Þá verði jafn­vel skoð­aðar svip­aðar íviln­anir og gilda um umhverf­is­væn öku­tæki.

Beiti sér fyrir því að Ísland sé notað til próf­ana á nýrri tækni

Auk þess leggur hóp­ur­inn til að stjórn­völd beiti sér fyrir því að raf­magns- og tvinn­flug­vélar verði nýttar í inn­an­lands­flugi. Þar á meðal að stjórn­völd stuðli að sam­tali milli fram­leið­enda og flug­rek­enda með það að mark­miði að Ís­land verði notað til próf­ana á þess­ari nýju tækni og að inn­viðir fyrir raf­magns- og tvinn­flug­vélar verði til staðar meðal ann­ars með aðgengi að raf­magn­i. 

Enn fremur leggur hóp­urnn til að Isa­via verði til fyr­ir­myndar þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Að allur rekstur fyr­ir­tæk­is­ins taki mið af því mark­miði, meðal ann­ars með umhverf­is­vænum orku­gjöf­um, flokkun sorps, dregið sé úr hávaða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent