„Galið að vera útmálaður í hlutverki geranda“

Þingmaður Miðflokksins segir í andmælum sínum til forsætisnefndar hann ekki vera geranda vegna ummæla um þingkonu Samfylkingarinnar.

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason
Auglýsing

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, segir í and­mæl­unum sem bár­ust til for­sætis­nefndar Alþingis vegna svo­kall­aðs Klaust­ur­máls galið að vera útmál­aður í hlut­verki ger­anda vegna ummæla hans um Albertínu Elí­as­dótt­ur, þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Vilj­inn greinir frá í kvöld.

Sam­kvæmt Vilj­anum segir Berg­þór stöð­una vera þver­öf­uga og að það sé ástæðan fyrir því að hann hafi hvorki dregið til baka orð sín um hana sem féllu á Klaust­ur­bar, né beðist afsök­unar á þeim.

For­sætis­nefnd hefur þegar kom­ist að nið­ur­­­stöðu um af­­stöðu sína í mál­inu, sem bygg­ir á nið­ur­­­stöðu siða­nefnd­ar og at­huga­­semd­um frá hlut­að­eig­andi, en nið­ur­staðan verður ekki kynnt fyrr en í fyrsta lagi á morg­un, fimmtu­dag.

Auglýsing

„Við eigum sem sagt MeToo-­­sögu“

Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, og Berg­þór sögðu báðir á Klaust­ur­bar að Albertína hefði gengið á þá með kyn­líf. Berg­þór lýsti því að í hans til­­viki hefði það gerst á herra­­kvöldi íþrótta­­fé­lags­ins Vestra en Gunnar Bragi sagði sinn atburð hafa átt sér stað í sam­komu­hús­inu í Hnífs­­dal.

„Við eigum sem sagt MeToo sög­u,“ sagði Berg­þór á einum tíma­­punkti í sam­tal­inu.

„Léstu þig hafa það?“ spurði ein­hver í kjöl­far­ið.

„Nei, ég gerði það sem betur fer ekki,“ sagði Berg­þór.

„Það voru ýmsir sem sögðu „take one for the team“ en Beggi var ekki til,“ sagði Sig­­mundur Davíð og upp­­skar hlát­­ur.

„Ég var orð­inn þreyttur á herra­­kvöldi Vestra,“ sagði Berg­þór.

„Hversu hart gekk hún fram?“ var spurt í kjöl­far­ið.

„Hún var að tosa bux­­urnar af hæl­­unum á mér [...] Ég vakna úr nær­bux­un­­um.“

MeToo-hætta af hálfu nokk­­urra ein­stak­l­inga

Í fram­hald­inu deildi Gunnar Bragi sinni sögu. „Það var svip­að. Ég var nýlega orð­inn ráð­herra og þetta var í kringum kosn­­ing­­ar, 2009-10 […] Það er ein­hver hátíð í sam­komu­hús­inu í Hnífs­­dal. Ég mæti þarna sem fram­­bjóð­andi ásamt fleir­­um. Ég er allt í einu far­inn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suð­að. Þá var bara eins og ein­hver hefði verið líf­lát­inn. Hún var brjál­uð, hún tryllt­ist, hún grenj­aði og öskr­­aði. Ég bara hugs­aði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjör­­lega kreisí.“ Við­staddir hlógu að lok­inni frá­­­sögn­inni.

„Þetta er sú þing­­kona sem hélt lengstu MeToo ræð­una. Og við sátum bara „what the fuck is going on“,“ bætti Berg­þór við.

„Þessir menn munu aldrei ná bata nema þeir opni sig, og það í opn­u­við­tali,“ sagði Sig­­mundur Davíð og upp­­skar hlát­­ur.

„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæð­­ur, ég ætla ekki að segja hvað aðstæð­­ur, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“ sagði Gunnar Bragi og aftur var hleg­ið.

„Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“ bætti Berg­þór við. „Ég er búinn að sjá það að það er MeToo-hætta af hálfu nokk­­urra ein­stak­l­inga. Ég er bara búinn að sirkúlera út þau ein­tök sem mesta MeToo-hættan er af og þetta ein­­tak er á þeim lista.“

Kjaft­stopp yfir lyga­sögum þing­manna

Albertína sagði í sam­tali við Stund­ina á sínum tíma að Gunnar Bragi hefði hringt í sig og beðið hana afsök­unar og sagt að ekk­ert af því sem fram hefði komið í sam­tal­inu hefði verið satt. Hún sagð­ist jafn­­framt vera kjafstopp yfir orðum Gunn­­ars Braga og Berg­þórs um meintar sögur þeirra af henni. Hún sagði það mjög óþæg­i­­legt að láta ljúga svona sögum upp á sig.

„Hann gaf mér leyfi til að segja ykkur að hann væri til­­­bú­inn til að bera þetta til baka og bað mig afsök­un­­ar,“ sagði Albertína. „Það er hrika­­legt að vera ásak­aður um eitt­hvað sem gerð­ist ekki.“

Aðspurð um við­­burð­ina sem menn­irnir tala um seg­ist hún ekki kann­­ast við atvik­in. „Ég er eig­in­­lega bara kjaft­­stopp. Mér er rosa­­lega illt í hjart­­anu yfir öllum þessum sam­­tölum sem þeir áttu þarna. Ég er hrein­­lega orð­­laus. Þetta er bara ekki rétt.“

Seg­ist hafa verið að lýsa erf­iðri reynslu

Í frétt Vilj­ans kemur fram að Berg­þór geri mjög alvar­legar athuga­semdir við þá ætlan for­sætis­nefndar að vinna álit úr ólög­lega fengnum upp­tök­um. Auk þess undrist hann þá ætlan þeirra Stein­unn Þóra Árna­dóttir og Har­aldur Bene­dikts­­­­son, vara­­­­­for­­­­­setar for­­­­­sæt­is­­­­­nefndar Alþing­is, að leggja blessun sína yfir það að karl­menn skuli grjót­halda kjafti ef á þá er sótt með harka­legum kyn­ferð­is­legum hætti, en sé slíku haldið fram úr gagn­stæðri átt, þá skuli karl­inn helst ekki bera hönd fyrir höfuð sér.

Berg­þór seg­ist, sam­kvæmt heim­ildum Vilj­ans, hafa verið að lýsa erf­iðri reynslu sem hann hafi orðið fyrir í einka­sam­tali á meðal vina. Þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar hafi gengið svo nærri sér kyn­ferð­is­lega að hann hafi verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Og nú virð­ist hann ekki mega ræða það í einka­sam­töl­um.

Hann hafi ekki haft neina ástæðu til að ætla að aðrir heyrðu til og óhug veki að það sem hann ræði í trún­aði í öruggu umhverfi eigi að nota gegn sér í póli­tískum rétt­ar­höldum með þeim hryll­ingi sem slíku fylgi fyrir sig, vini sína og vanda­menn.

Berg­þór segir jafn­framt að það hryggi sig ósegj­an­lega, að for­sætis­nefnd Alþingis ætli sér að nýta þann glæp til að refsa þolendum brots­ins og um leið þolendum kyn­ferð­is­brota almennt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent