„Galið að vera útmálaður í hlutverki geranda“

Þingmaður Miðflokksins segir í andmælum sínum til forsætisnefndar hann ekki vera geranda vegna ummæla um þingkonu Samfylkingarinnar.

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason
Auglýsing

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir í andmælunum sem bárust til forsætisnefndar Alþingis vegna svokallaðs Klausturmáls galið að vera útmálaður í hlutverki geranda vegna ummæla hans um Albertínu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Viljinn greinir frá í kvöld.

Samkvæmt Viljanum segir Bergþór stöðuna vera þveröfuga og að það sé ástæðan fyrir því að hann hafi hvorki dregið til baka orð sín um hana sem féllu á Klausturbar, né beðist afsökunar á þeim.

Forsætisnefnd hefur þegar kom­ist að niður­stöðu um af­stöðu sína í mál­inu, sem bygg­ir á niður­stöðu siðanefnd­ar og at­huga­semd­um frá hlutaðeig­andi, en niðurstaðan verður ekki kynnt fyrr en í fyrsta lagi á morgun, fimmtudag.

Auglýsing

„Við eigum sem sagt MeToo-­sögu“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, og Berg­þór sögðu báðir á Klausturbar að Albertína hefði gengið á þá með kyn­líf. Berg­þór lýsti því að í hans til­viki hefði það gerst á herra­kvöldi íþrótta­fé­lags­ins Vestra en Gunnar Bragi sagði sinn atburð hafa átt sér stað í sam­komu­hús­inu í Hnífs­dal.

„Við eigum sem sagt MeToo sög­u,“ sagði Berg­þór á einum tíma­punkti í sam­tal­inu.

„Léstu þig hafa það?“ spurði ein­hver í kjöl­far­ið.

„Nei, ég gerði það sem betur fer ekki,“ sagði Berg­þór.

„Það voru ýmsir sem sögðu „take one for the team“ en Beggi var ekki til,“ sagði Sig­mundur Davíð og upp­skar hlát­ur.

„Ég var orð­inn þreyttur á herra­kvöldi Vestra,“ sagði Berg­þór.

„Hversu hart gekk hún fram?“ var spurt í kjöl­far­ið.

„Hún var að tosa bux­urnar af hæl­unum á mér [...] Ég vakna úr nær­bux­un­um.“

MeToo-hætta af hálfu nokk­urra ein­stak­linga

Í fram­hald­inu deildi Gunnar Bragi sinni sögu. „Það var svip­að. Ég var nýlega orð­inn ráð­herra og þetta var í kringum kosn­ing­ar, 2009-10 […] Það er ein­hver hátíð í sam­komu­hús­inu í Hnífs­dal. Ég mæti þarna sem fram­bjóð­andi ásamt fleir­um. Ég er allt í einu far­inn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suð­að. Þá var bara eins og ein­hver hefði verið líf­lát­inn. Hún var brjál­uð, hún tryllt­ist, hún grenj­aði og öskr­aði. Ég bara hugs­aði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjör­lega kreisí.“ Við­staddir hlógu að lok­inni frá­sögn­inni.

„Þetta er sú þing­kona sem hélt lengstu MeToo ræð­una. Og við sátum bara „what the fuck is going on“,“ bætti Berg­þór við.

„Þessir menn munu aldrei ná bata nema þeir opni sig, og það í opnu­við­tali,“ sagði Sig­mundur Davíð og upp­skar hlát­ur.

„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæð­ur, ég ætla ekki að segja hvað aðstæð­ur, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“ sagði Gunnar Bragi og aftur var hleg­ið.

„Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“ bætti Berg­þór við. „Ég er búinn að sjá það að það er MeToo-hætta af hálfu nokk­urra ein­stak­linga. Ég er bara búinn að sirkúlera út þau ein­tök sem mesta MeToo-hættan er af og þetta ein­tak er á þeim lista.“

Kjaftstopp yfir lygasögum þingmanna

Albertína sagði í sam­tali við Stund­ina á sínum tíma að Gunnar Bragi hefði hringt í sig og beðið hana afsök­unar og sagt að ekk­ert af því sem fram hefði komið í sam­tal­inu hefði verið satt. Hún sagðist jafn­framt vera kjafstopp yfir orðum Gunn­ars Braga og Berg­þórs um meintar sögur þeirra af henni. Hún sagði það mjög óþægi­legt að láta ljúga svona sögum upp á sig.

„Hann gaf mér leyfi til að segja ykkur að hann væri til­bú­inn til að bera þetta til baka og bað mig afsök­un­ar,“ sagði Albertína. „Það er hrika­legt að vera ásak­aður um eitt­hvað sem gerð­ist ekki.“

Aðspurð um við­burð­ina sem menn­irnir tala um seg­ist hún ekki kann­ast við atvik­in. „Ég er eig­in­lega bara kjaft­stopp. Mér er rosa­lega illt í hjart­anu yfir öllum þessum sam­tölum sem þeir áttu þarna. Ég er hrein­lega orð­laus. Þetta er bara ekki rétt.“

Segist hafa verið að lýsa erfiðri reynslu

Í frétt Viljans kemur fram að Bergþór geri mjög alvarlegar athugasemdir við þá ætlan forsætisnefndar að vinna álit úr ólöglega fengnum upptökum. Auk þess undrist hann þá ætlan þeirra Stein­unn Þóra Árnadóttir og Har­aldur Bene­dikts­­­son, vara­­­­for­­­­setar for­­­­sæt­is­­­­nefndar Alþingis, að leggja blessun sína yfir það að karlmenn skuli grjóthalda kjafti ef á þá er sótt með harkalegum kynferðislegum hætti, en sé slíku haldið fram úr gagnstæðri átt, þá skuli karlinn helst ekki bera hönd fyrir höfuð sér.

Bergþór segist, samkvæmt heimildum Viljans, hafa verið að lýsa erfiðri reynslu sem hann hafi orðið fyrir í einkasamtali á meðal vina. Þingkona Samfylkingarinnar hafi gengið svo nærri sér kynferðislega að hann hafi verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Og nú virðist hann ekki mega ræða það í einkasamtölum.

Hann hafi ekki haft neina ástæðu til að ætla að aðrir heyrðu til og óhug veki að það sem hann ræði í trúnaði í öruggu umhverfi eigi að nota gegn sér í pólitískum réttarhöldum með þeim hryllingi sem slíku fylgi fyrir sig, vini sína og vandamenn.

Bergþór segir jafnframt að það hryggi sig ósegjanlega, að forsætisnefnd Alþingis ætli sér að nýta þann glæp til að refsa þolendum brotsins og um leið þolendum kynferðisbrota almennt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent