Rúmur helmingur landsmanna vill óbreytt eða aukið eignarhald ríkisins á bönkum

Um 60 prósent landsmanna vilja óbreytt eignarhald ríkisins á bönkunum eða aukið eignarhald. Núverandi ríkisstjórn er sammála um að draga verði úr því.

Íslandsbanki og Landsbankinn
Auglýsing

Meira en helm­ingur lands­manna, 60,2 pró­sent, vill að íslenska ríkið haldi eign­ar­haldi sínu á bönk­unum óbreyttu eða ríkið bæti við sig eign­ar­haldi. Þá vilja 34,8 pró­sent lands­manna að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu í bönk­unum en aðeins 5,1 pró­sent lands­manna vilja að ríkið selji alla eign­ar­hlut­inn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Zenter rann­sókna fyrir Frétta­blaðið

Rík­is­stjórnin sam­mála um að draga eigi úr eign­ar­haldi á bönk­unum

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar segir að eign­ar­hald rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækjum sé það umfangs­mesta í Evr­ópu og vill rík­is­stjórnin leita leiða til að draga úr því. Í jan­úar á þessu ári sagð­ist ­Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, vera þeirrar skoð­unar að til lengri tíma litið eigi ríkið að draga sig úr því umfangs­­mikla eign­­ar­haldi sem það er með á bönk­­­um. 

Íslenska ríkið á sem stendur tvo banka, Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ann. Ríkið fer með alla eign­ar­hluti í Íslands­banka og 98,2 pró­senta eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um. ­Bjarni sagð­ist vilja að ríkið verði áfram aðal­­eig­andi Lands­­bank­ans, og eigi áfram 35 til 40 pró­­sent hlut í þeim banka. Hann vill þó að ríkið fari út úr eign­­ar­haldi á Íslands­­­banka. Heim­ild er fyrir því í fjár­­­lögum að selja allt hlutafé rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka og allt utan 34 pró­­­senta í Lands­­­bank­an­­­um.

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckKatrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í síð­ustu viku að rík­is­stjórnin væri sam­mála um að dragi verði úr eign­ar­haldi á bönk­un­um. „Að okkar mati er mik­il­væg­ast að tryggja að kostn­aður og áhætta almenn­ings verði lág­mörk­uð. Þetta er ákveðin áhætta fyrir ríkið þó að ekk­ert bendi til þess núna að eign­ar­hlutur rík­is­ins í bönk­unum rýrni. Það er samt ekki að ástæðu­lausu sem við teljum skyn­sam­legt fyrir ríkið að vera ekki eins umsvifa­mikið á banka­mark­aði og raun ber vitn­i.“

Mögu­legt að hefja sölu­ferli bank­anna á þessu ári 

Lárus L. Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrjun júlí að nið­ur­stöðu Banka­sýslu rík­is­ins um hvort að selja eigi rík­is­bank­ana sé að vænta á allra næstu vik­um. Að hans mati eru bank­arnir til­búnir til sölu og í raun betri sölu­vara nú en á toppi hag­sveifl­unnar fyrir þremur árum. 

Lárus sagði jafn­framt að ef nið­ur­staðan verði sú að selja eigi bank­ana eða hluta þeirra þá miði áætlun Banka­sýsl­unnar við að hægt sé að hefja sölu­ferli bank­anna á þessu ári og ljúka því árið 2020.

Aðeins 5 pró­sent vilja að ríkið selji allan eign­ar­hlut sinn

Í könn­un Zenter kemur fram að tæp 37 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar: „Hvernig vilt þú að íslenska ríkið hagi eign­ar­haldi á bönk­um?“ vilja að eign­ar­hald rík­is­ins í bönkum verði óbreytt. Þá vilja 16,5 pró­sent að ríkið auki eign­ar­hald sitt í bönkum og tæp sjö pró­sent að ríkið eign­ist alla eign­ar­hluti í bönk­un­um. 

Af þeim sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar vilja hins vegar tæp 35 pró­sent að dregið verði úr eign­ar­hald­i ­rík­is­ins á ­bönk­un­um og rúm fimm pró­sent vilja að ríkið selji alla eign­ar­hluti sína. Þá sögð­ust alls 27 pró­sent ekki vita hvernig haga ætti eign­ar­haldi rík­is­ins á bönk­um.

Helm­ingur stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu

Af þeim sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar seg­ist um helm­ingur stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisnar vilja að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu í bönk­um. Um 40 pró­sent stuðn­ings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins og Vinstri grænna, tæpur þriðj­ungur Pírata og um fjórð­ungur stuðn­ings­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins segj­ast vilja að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu .

Þá er stuðn­ingur við óbreytt eign­ar­haldi mestur á meðal stuðn­ings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins, Mið­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar eða rúm 40 pró­sent. Þá vilja um 30 pró­sent stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisnar óbreytt eign­ar­hald. 

Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 24. til 29. júlí og var send á tvö þús­und ein­stak­linga í könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna. Svar­hlut­fallið var 51 pró­sent en gögnin voru vigtuð eft­ir kyni, aldri og búsetu

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent