Rúmur helmingur landsmanna vill óbreytt eða aukið eignarhald ríkisins á bönkum

Um 60 prósent landsmanna vilja óbreytt eignarhald ríkisins á bönkunum eða aukið eignarhald. Núverandi ríkisstjórn er sammála um að draga verði úr því.

Íslandsbanki og Landsbankinn
Auglýsing

Meira en helm­ingur lands­manna, 60,2 pró­sent, vill að íslenska ríkið haldi eign­ar­haldi sínu á bönk­unum óbreyttu eða ríkið bæti við sig eign­ar­haldi. Þá vilja 34,8 pró­sent lands­manna að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu í bönk­unum en aðeins 5,1 pró­sent lands­manna vilja að ríkið selji alla eign­ar­hlut­inn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Zenter rann­sókna fyrir Frétta­blaðið

Rík­is­stjórnin sam­mála um að draga eigi úr eign­ar­haldi á bönk­unum

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar segir að eign­ar­hald rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækjum sé það umfangs­mesta í Evr­ópu og vill rík­is­stjórnin leita leiða til að draga úr því. Í jan­úar á þessu ári sagð­ist ­Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, vera þeirrar skoð­unar að til lengri tíma litið eigi ríkið að draga sig úr því umfangs­­mikla eign­­ar­haldi sem það er með á bönk­­­um. 

Íslenska ríkið á sem stendur tvo banka, Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ann. Ríkið fer með alla eign­ar­hluti í Íslands­banka og 98,2 pró­senta eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um. ­Bjarni sagð­ist vilja að ríkið verði áfram aðal­­eig­andi Lands­­bank­ans, og eigi áfram 35 til 40 pró­­sent hlut í þeim banka. Hann vill þó að ríkið fari út úr eign­­ar­haldi á Íslands­­­banka. Heim­ild er fyrir því í fjár­­­lögum að selja allt hlutafé rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka og allt utan 34 pró­­­senta í Lands­­­bank­an­­­um.

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckKatrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í síð­ustu viku að rík­is­stjórnin væri sam­mála um að dragi verði úr eign­ar­haldi á bönk­un­um. „Að okkar mati er mik­il­væg­ast að tryggja að kostn­aður og áhætta almenn­ings verði lág­mörk­uð. Þetta er ákveðin áhætta fyrir ríkið þó að ekk­ert bendi til þess núna að eign­ar­hlutur rík­is­ins í bönk­unum rýrni. Það er samt ekki að ástæðu­lausu sem við teljum skyn­sam­legt fyrir ríkið að vera ekki eins umsvifa­mikið á banka­mark­aði og raun ber vitn­i.“

Mögu­legt að hefja sölu­ferli bank­anna á þessu ári 

Lárus L. Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrjun júlí að nið­ur­stöðu Banka­sýslu rík­is­ins um hvort að selja eigi rík­is­bank­ana sé að vænta á allra næstu vik­um. Að hans mati eru bank­arnir til­búnir til sölu og í raun betri sölu­vara nú en á toppi hag­sveifl­unnar fyrir þremur árum. 

Lárus sagði jafn­framt að ef nið­ur­staðan verði sú að selja eigi bank­ana eða hluta þeirra þá miði áætlun Banka­sýsl­unnar við að hægt sé að hefja sölu­ferli bank­anna á þessu ári og ljúka því árið 2020.

Aðeins 5 pró­sent vilja að ríkið selji allan eign­ar­hlut sinn

Í könn­un Zenter kemur fram að tæp 37 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar: „Hvernig vilt þú að íslenska ríkið hagi eign­ar­haldi á bönk­um?“ vilja að eign­ar­hald rík­is­ins í bönkum verði óbreytt. Þá vilja 16,5 pró­sent að ríkið auki eign­ar­hald sitt í bönkum og tæp sjö pró­sent að ríkið eign­ist alla eign­ar­hluti í bönk­un­um. 

Af þeim sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar vilja hins vegar tæp 35 pró­sent að dregið verði úr eign­ar­hald­i ­rík­is­ins á ­bönk­un­um og rúm fimm pró­sent vilja að ríkið selji alla eign­ar­hluti sína. Þá sögð­ust alls 27 pró­sent ekki vita hvernig haga ætti eign­ar­haldi rík­is­ins á bönk­um.

Helm­ingur stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu

Af þeim sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar seg­ist um helm­ingur stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisnar vilja að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu í bönk­um. Um 40 pró­sent stuðn­ings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins og Vinstri grænna, tæpur þriðj­ungur Pírata og um fjórð­ungur stuðn­ings­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins segj­ast vilja að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu .

Þá er stuðn­ingur við óbreytt eign­ar­haldi mestur á meðal stuðn­ings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins, Mið­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar eða rúm 40 pró­sent. Þá vilja um 30 pró­sent stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisnar óbreytt eign­ar­hald. 

Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 24. til 29. júlí og var send á tvö þús­und ein­stak­linga í könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna. Svar­hlut­fallið var 51 pró­sent en gögnin voru vigtuð eft­ir kyni, aldri og búsetu

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent