Rúmur helmingur landsmanna vill óbreytt eða aukið eignarhald ríkisins á bönkum

Um 60 prósent landsmanna vilja óbreytt eignarhald ríkisins á bönkunum eða aukið eignarhald. Núverandi ríkisstjórn er sammála um að draga verði úr því.

Íslandsbanki og Landsbankinn
Auglýsing

Meira en helm­ingur lands­manna, 60,2 pró­sent, vill að íslenska ríkið haldi eign­ar­haldi sínu á bönk­unum óbreyttu eða ríkið bæti við sig eign­ar­haldi. Þá vilja 34,8 pró­sent lands­manna að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu í bönk­unum en aðeins 5,1 pró­sent lands­manna vilja að ríkið selji alla eign­ar­hlut­inn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Zenter rann­sókna fyrir Frétta­blaðið

Rík­is­stjórnin sam­mála um að draga eigi úr eign­ar­haldi á bönk­unum

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar segir að eign­ar­hald rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækjum sé það umfangs­mesta í Evr­ópu og vill rík­is­stjórnin leita leiða til að draga úr því. Í jan­úar á þessu ári sagð­ist ­Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, vera þeirrar skoð­unar að til lengri tíma litið eigi ríkið að draga sig úr því umfangs­­mikla eign­­ar­haldi sem það er með á bönk­­­um. 

Íslenska ríkið á sem stendur tvo banka, Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ann. Ríkið fer með alla eign­ar­hluti í Íslands­banka og 98,2 pró­senta eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um. ­Bjarni sagð­ist vilja að ríkið verði áfram aðal­­eig­andi Lands­­bank­ans, og eigi áfram 35 til 40 pró­­sent hlut í þeim banka. Hann vill þó að ríkið fari út úr eign­­ar­haldi á Íslands­­­banka. Heim­ild er fyrir því í fjár­­­lögum að selja allt hlutafé rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka og allt utan 34 pró­­­senta í Lands­­­bank­an­­­um.

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckKatrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í síð­ustu viku að rík­is­stjórnin væri sam­mála um að dragi verði úr eign­ar­haldi á bönk­un­um. „Að okkar mati er mik­il­væg­ast að tryggja að kostn­aður og áhætta almenn­ings verði lág­mörk­uð. Þetta er ákveðin áhætta fyrir ríkið þó að ekk­ert bendi til þess núna að eign­ar­hlutur rík­is­ins í bönk­unum rýrni. Það er samt ekki að ástæðu­lausu sem við teljum skyn­sam­legt fyrir ríkið að vera ekki eins umsvifa­mikið á banka­mark­aði og raun ber vitn­i.“

Mögu­legt að hefja sölu­ferli bank­anna á þessu ári 

Lárus L. Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrjun júlí að nið­ur­stöðu Banka­sýslu rík­is­ins um hvort að selja eigi rík­is­bank­ana sé að vænta á allra næstu vik­um. Að hans mati eru bank­arnir til­búnir til sölu og í raun betri sölu­vara nú en á toppi hag­sveifl­unnar fyrir þremur árum. 

Lárus sagði jafn­framt að ef nið­ur­staðan verði sú að selja eigi bank­ana eða hluta þeirra þá miði áætlun Banka­sýsl­unnar við að hægt sé að hefja sölu­ferli bank­anna á þessu ári og ljúka því árið 2020.

Aðeins 5 pró­sent vilja að ríkið selji allan eign­ar­hlut sinn

Í könn­un Zenter kemur fram að tæp 37 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar: „Hvernig vilt þú að íslenska ríkið hagi eign­ar­haldi á bönk­um?“ vilja að eign­ar­hald rík­is­ins í bönkum verði óbreytt. Þá vilja 16,5 pró­sent að ríkið auki eign­ar­hald sitt í bönkum og tæp sjö pró­sent að ríkið eign­ist alla eign­ar­hluti í bönk­un­um. 

Af þeim sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar vilja hins vegar tæp 35 pró­sent að dregið verði úr eign­ar­hald­i ­rík­is­ins á ­bönk­un­um og rúm fimm pró­sent vilja að ríkið selji alla eign­ar­hluti sína. Þá sögð­ust alls 27 pró­sent ekki vita hvernig haga ætti eign­ar­haldi rík­is­ins á bönk­um.

Helm­ingur stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu

Af þeim sem tóku afstöðu til spurn­ing­ar­innar seg­ist um helm­ingur stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisnar vilja að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu í bönk­um. Um 40 pró­sent stuðn­ings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins og Vinstri grænna, tæpur þriðj­ungur Pírata og um fjórð­ungur stuðn­ings­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins segj­ast vilja að ríkið dragi úr eign­ar­haldi sínu .

Þá er stuðn­ingur við óbreytt eign­ar­haldi mestur á meðal stuðn­ings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins, Mið­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar eða rúm 40 pró­sent. Þá vilja um 30 pró­sent stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisnar óbreytt eign­ar­hald. 

Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 24. til 29. júlí og var send á tvö þús­und ein­stak­linga í könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna. Svar­hlut­fallið var 51 pró­sent en gögnin voru vigtuð eft­ir kyni, aldri og búsetu

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent