Þátttaka í bólusetningum á Íslandi eykst

Þátttaka er nú hvergi undir 90% fyrir 12 mánaða, 18 mánaða eða 4 ára bólusetningar. Hún nær aftur á móti ekki 95% fyrir mislingabólusetningu 18 mánaða barna.

Bólusetning Mynd: RÚV
Auglýsing

Þátt­taka í ung- og smá­barna­bólu­setn­ingum á árinu 2018 var mun betri en skráð þátt­taka í sömu bólu­setn­ingum árin á und­an. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sótt­varna­læknis um þátt­töku í almennum bólu­setn­ingum á Íslandi á árinu 2018.

Þá segir í skýrsl­unni að þátt­taka árganga sem fjallað var um árið áður hafi nú lag­ast tölu­vert. „Þátt­taka er nú hvergi undir 90 pró­sentum fyrir 12 mán­aða, 18 mán­aða eða 4 ára bólu­setn­ing­ar, en því miður nær hún ekki 95 pró­sentum fyrir misl­inga­bólu­setn­ingu 18 mán­aða barna.“

Í frétt Emb­ættis land­læknis um málið segir að misl­inga­far­aldur hér­lendis síð­ast­lið­inn vetur hafi verið þörf áminn­ing um nauð­syn þess að halda góðri þátt­töku í bólu­setn­ingum hér­lend­is. Þátt­taka yngstu árgang­anna í misl­inga­bólu­setn­ingum sé víða undir 95 pró­sentum og hætt sé við að far­aldur geti komið upp ef smit berst inn á leik­skóla þar sem nokkur hópur óbólu­settra barna kemur sam­an. Lítil hætta sé þó á stórum misl­inga­far­aldri í sam­fé­lag­inu almennt, þar sem þátt­taka eldri árganga séu um og yfir 95 pró­sent.

Auglýsing

Þátt­takan í sam­fé­lag­inu þarf að vera full­nægj­andi

Í skýrsl­unni kemur fram að bólu­setn­ing sé ein áhrifa­rík­asta og kostn­að­ar­hag­kvæm­asta aðgerð gegn alvar­legum smit­sjúk­dómi sem völ er á dag. Íslend­ingar hafi löngum verið fljótir að taka í notkun ný bólu­efni þökk sé fram­sýni stjórn­valda og góðum við­tökum almenn­ings en til að almenn bólu­setn­ing nái fullum árangri þurfi þátt­takan í sam­fé­lag­inu að vera full­nægj­andi.

Fyrsta árlega opin­bera upp­gjör um þátt­töku í bólu­setn­ingum hér á landi var birt á árinu 2013 en fyrir þann tíma hafði þátt­takan verið áætluð út frá sölu­tölum bólu­efn­anna.

And­staða for­eldra ekki um að kenna

Í bólu­setn­inga­skýrslum und­an­far­inna ára hefur komið fram ófull­nægj­andi þátt­taka í bólu­setn­ingum við 12 mán­aða, 18 mán­aða og fjög­urra ára ald­ur. Bent hefur verið á nokkrar hugs­an­legar skýr­ingar eins og van­skrán­ingu bólu­setn­inga, ófull­nægj­andi inn­köll­un­ar­kerfi heilsu­gæsl­unnar í bólu­setn­ingar og óná­kvæmri búsetu­skrán­ingu barna. Í skýrsl­unni segir að ekki sé talið að and­stöðu for­eldra við bólu­setn­ingar sé um að kenna og sé það stutt af nið­ur­stöðum ýmissa rann­sókna og skoð­ana­kann­ana.

„Á und­an­förnum tveimur árum hefur verið innt mikil vinna af hendi við að bæta þátt­töku hér í almennum bólu­setn­ing­um. Árlegri fræðslu fyrir heil­brigðs­starfs­menn var hleypt af stokk­unum fyrir tveimur árum, fræðsla fyrir almenn­ing hefur verið auk­in, inn­köll­un­ar­kerfi heilsu­gæsl­unnar hefur verið bætt og áhersla verið lögð á bætta skrán­ingu í bólu­setn­inga­grunn.

Öll þessi vinna hefur leitt til þess að nú er þátt­taka í almennum bólu­setn­ingum hér á landi ásætt­an­leg á öllum ald­urs­skeiðum eins og fram kemur í þess­ari skýrslu en ásætt­an­leg þátt­taka er for­senda þess að hér brjót­ist ekki út far­aldrar alvar­legra smit­sjúk­dóma. Hins vegar vekur athygli í þess­ari skýrslu tals­verður munur á þátt­töku milli lands­svæða sem krefst nán­ari skoð­un­ar,“ segir í skýrsl­unni.

Áminn­ing að vera stöðugt á varð­bergi

Sótt­varn­ar­læknir rifjar upp að á síð­ast­liðnum vetri hafi komið hér á landi upp lít­ill far­aldur af misl­ingum en vegna sam­hentra við­bragða og góðrar bólu­setn­ing­ar­þátt­töku í sam­fé­lag­inu þá hafi náðst að stemma stigu við frek­ari útbreiðslu. „Þessi reynsla á að vera okkur áminn­ing um að stöðugt þarf að vera á varð­bergi varð­andi við­brögð og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir gegn alvar­legum smit­sjúk­dóm­um. Góð þátt­taka í bólu­setn­ingum gegnir lyk­il­hlut­verki í slíkum fyr­ir­byggj­andi aðgerð­u­m.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent