Þátttaka í bólusetningum á Íslandi eykst

Þátttaka er nú hvergi undir 90% fyrir 12 mánaða, 18 mánaða eða 4 ára bólusetningar. Hún nær aftur á móti ekki 95% fyrir mislingabólusetningu 18 mánaða barna.

Bólusetning Mynd: RÚV
Auglýsing

Þátt­taka í ung- og smá­barna­bólu­setn­ingum á árinu 2018 var mun betri en skráð þátt­taka í sömu bólu­setn­ingum árin á und­an. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sótt­varna­læknis um þátt­töku í almennum bólu­setn­ingum á Íslandi á árinu 2018.

Þá segir í skýrsl­unni að þátt­taka árganga sem fjallað var um árið áður hafi nú lag­ast tölu­vert. „Þátt­taka er nú hvergi undir 90 pró­sentum fyrir 12 mán­aða, 18 mán­aða eða 4 ára bólu­setn­ing­ar, en því miður nær hún ekki 95 pró­sentum fyrir misl­inga­bólu­setn­ingu 18 mán­aða barna.“

Í frétt Emb­ættis land­læknis um málið segir að misl­inga­far­aldur hér­lendis síð­ast­lið­inn vetur hafi verið þörf áminn­ing um nauð­syn þess að halda góðri þátt­töku í bólu­setn­ingum hér­lend­is. Þátt­taka yngstu árgang­anna í misl­inga­bólu­setn­ingum sé víða undir 95 pró­sentum og hætt sé við að far­aldur geti komið upp ef smit berst inn á leik­skóla þar sem nokkur hópur óbólu­settra barna kemur sam­an. Lítil hætta sé þó á stórum misl­inga­far­aldri í sam­fé­lag­inu almennt, þar sem þátt­taka eldri árganga séu um og yfir 95 pró­sent.

Auglýsing

Þátt­takan í sam­fé­lag­inu þarf að vera full­nægj­andi

Í skýrsl­unni kemur fram að bólu­setn­ing sé ein áhrifa­rík­asta og kostn­að­ar­hag­kvæm­asta aðgerð gegn alvar­legum smit­sjúk­dómi sem völ er á dag. Íslend­ingar hafi löngum verið fljótir að taka í notkun ný bólu­efni þökk sé fram­sýni stjórn­valda og góðum við­tökum almenn­ings en til að almenn bólu­setn­ing nái fullum árangri þurfi þátt­takan í sam­fé­lag­inu að vera full­nægj­andi.

Fyrsta árlega opin­bera upp­gjör um þátt­töku í bólu­setn­ingum hér á landi var birt á árinu 2013 en fyrir þann tíma hafði þátt­takan verið áætluð út frá sölu­tölum bólu­efn­anna.

And­staða for­eldra ekki um að kenna

Í bólu­setn­inga­skýrslum und­an­far­inna ára hefur komið fram ófull­nægj­andi þátt­taka í bólu­setn­ingum við 12 mán­aða, 18 mán­aða og fjög­urra ára ald­ur. Bent hefur verið á nokkrar hugs­an­legar skýr­ingar eins og van­skrán­ingu bólu­setn­inga, ófull­nægj­andi inn­köll­un­ar­kerfi heilsu­gæsl­unnar í bólu­setn­ingar og óná­kvæmri búsetu­skrán­ingu barna. Í skýrsl­unni segir að ekki sé talið að and­stöðu for­eldra við bólu­setn­ingar sé um að kenna og sé það stutt af nið­ur­stöðum ýmissa rann­sókna og skoð­ana­kann­ana.

„Á und­an­förnum tveimur árum hefur verið innt mikil vinna af hendi við að bæta þátt­töku hér í almennum bólu­setn­ing­um. Árlegri fræðslu fyrir heil­brigðs­starfs­menn var hleypt af stokk­unum fyrir tveimur árum, fræðsla fyrir almenn­ing hefur verið auk­in, inn­köll­un­ar­kerfi heilsu­gæsl­unnar hefur verið bætt og áhersla verið lögð á bætta skrán­ingu í bólu­setn­inga­grunn.

Öll þessi vinna hefur leitt til þess að nú er þátt­taka í almennum bólu­setn­ingum hér á landi ásætt­an­leg á öllum ald­urs­skeiðum eins og fram kemur í þess­ari skýrslu en ásætt­an­leg þátt­taka er for­senda þess að hér brjót­ist ekki út far­aldrar alvar­legra smit­sjúk­dóma. Hins vegar vekur athygli í þess­ari skýrslu tals­verður munur á þátt­töku milli lands­svæða sem krefst nán­ari skoð­un­ar,“ segir í skýrsl­unni.

Áminn­ing að vera stöðugt á varð­bergi

Sótt­varn­ar­læknir rifjar upp að á síð­ast­liðnum vetri hafi komið hér á landi upp lít­ill far­aldur af misl­ingum en vegna sam­hentra við­bragða og góðrar bólu­setn­ing­ar­þátt­töku í sam­fé­lag­inu þá hafi náðst að stemma stigu við frek­ari útbreiðslu. „Þessi reynsla á að vera okkur áminn­ing um að stöðugt þarf að vera á varð­bergi varð­andi við­brögð og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir gegn alvar­legum smit­sjúk­dóm­um. Góð þátt­taka í bólu­setn­ingum gegnir lyk­il­hlut­verki í slíkum fyr­ir­byggj­andi aðgerð­u­m.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent