Þátttaka í bólusetningum á Íslandi eykst

Þátttaka er nú hvergi undir 90% fyrir 12 mánaða, 18 mánaða eða 4 ára bólusetningar. Hún nær aftur á móti ekki 95% fyrir mislingabólusetningu 18 mánaða barna.

Bólusetning Mynd: RÚV
Auglýsing

Þátt­taka í ung- og smá­barna­bólu­setn­ingum á árinu 2018 var mun betri en skráð þátt­taka í sömu bólu­setn­ingum árin á und­an. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sótt­varna­læknis um þátt­töku í almennum bólu­setn­ingum á Íslandi á árinu 2018.

Þá segir í skýrsl­unni að þátt­taka árganga sem fjallað var um árið áður hafi nú lag­ast tölu­vert. „Þátt­taka er nú hvergi undir 90 pró­sentum fyrir 12 mán­aða, 18 mán­aða eða 4 ára bólu­setn­ing­ar, en því miður nær hún ekki 95 pró­sentum fyrir misl­inga­bólu­setn­ingu 18 mán­aða barna.“

Í frétt Emb­ættis land­læknis um málið segir að misl­inga­far­aldur hér­lendis síð­ast­lið­inn vetur hafi verið þörf áminn­ing um nauð­syn þess að halda góðri þátt­töku í bólu­setn­ingum hér­lend­is. Þátt­taka yngstu árgang­anna í misl­inga­bólu­setn­ingum sé víða undir 95 pró­sentum og hætt sé við að far­aldur geti komið upp ef smit berst inn á leik­skóla þar sem nokkur hópur óbólu­settra barna kemur sam­an. Lítil hætta sé þó á stórum misl­inga­far­aldri í sam­fé­lag­inu almennt, þar sem þátt­taka eldri árganga séu um og yfir 95 pró­sent.

Auglýsing

Þátt­takan í sam­fé­lag­inu þarf að vera full­nægj­andi

Í skýrsl­unni kemur fram að bólu­setn­ing sé ein áhrifa­rík­asta og kostn­að­ar­hag­kvæm­asta aðgerð gegn alvar­legum smit­sjúk­dómi sem völ er á dag. Íslend­ingar hafi löngum verið fljótir að taka í notkun ný bólu­efni þökk sé fram­sýni stjórn­valda og góðum við­tökum almenn­ings en til að almenn bólu­setn­ing nái fullum árangri þurfi þátt­takan í sam­fé­lag­inu að vera full­nægj­andi.

Fyrsta árlega opin­bera upp­gjör um þátt­töku í bólu­setn­ingum hér á landi var birt á árinu 2013 en fyrir þann tíma hafði þátt­takan verið áætluð út frá sölu­tölum bólu­efn­anna.

And­staða for­eldra ekki um að kenna

Í bólu­setn­inga­skýrslum und­an­far­inna ára hefur komið fram ófull­nægj­andi þátt­taka í bólu­setn­ingum við 12 mán­aða, 18 mán­aða og fjög­urra ára ald­ur. Bent hefur verið á nokkrar hugs­an­legar skýr­ingar eins og van­skrán­ingu bólu­setn­inga, ófull­nægj­andi inn­köll­un­ar­kerfi heilsu­gæsl­unnar í bólu­setn­ingar og óná­kvæmri búsetu­skrán­ingu barna. Í skýrsl­unni segir að ekki sé talið að and­stöðu for­eldra við bólu­setn­ingar sé um að kenna og sé það stutt af nið­ur­stöðum ýmissa rann­sókna og skoð­ana­kann­ana.

„Á und­an­förnum tveimur árum hefur verið innt mikil vinna af hendi við að bæta þátt­töku hér í almennum bólu­setn­ing­um. Árlegri fræðslu fyrir heil­brigðs­starfs­menn var hleypt af stokk­unum fyrir tveimur árum, fræðsla fyrir almenn­ing hefur verið auk­in, inn­köll­un­ar­kerfi heilsu­gæsl­unnar hefur verið bætt og áhersla verið lögð á bætta skrán­ingu í bólu­setn­inga­grunn.

Öll þessi vinna hefur leitt til þess að nú er þátt­taka í almennum bólu­setn­ingum hér á landi ásætt­an­leg á öllum ald­urs­skeiðum eins og fram kemur í þess­ari skýrslu en ásætt­an­leg þátt­taka er for­senda þess að hér brjót­ist ekki út far­aldrar alvar­legra smit­sjúk­dóma. Hins vegar vekur athygli í þess­ari skýrslu tals­verður munur á þátt­töku milli lands­svæða sem krefst nán­ari skoð­un­ar,“ segir í skýrsl­unni.

Áminn­ing að vera stöðugt á varð­bergi

Sótt­varn­ar­læknir rifjar upp að á síð­ast­liðnum vetri hafi komið hér á landi upp lít­ill far­aldur af misl­ingum en vegna sam­hentra við­bragða og góðrar bólu­setn­ing­ar­þátt­töku í sam­fé­lag­inu þá hafi náðst að stemma stigu við frek­ari útbreiðslu. „Þessi reynsla á að vera okkur áminn­ing um að stöðugt þarf að vera á varð­bergi varð­andi við­brögð og fyr­ir­byggj­andi aðgerðir gegn alvar­legum smit­sjúk­dóm­um. Góð þátt­taka í bólu­setn­ingum gegnir lyk­il­hlut­verki í slíkum fyr­ir­byggj­andi aðgerð­u­m.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent