Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að niðurstaðan í Klaustursmálinu sé ekki boðleg. Mál sem þetta geti komið upp aftur og aftur ef Alþingi breyti ekki leikreglum sínum.
Jóhanna segir að það sé ótækt að Alþingi skipi núverandi eða fyrrverandi þingmenn í nefnd til að fjalla um möguleg brot á siðareglum þingsins. „Ég legg til að skipuð verði siðanefnd í upphafi hvers kjörtímabils, skipuð sérfræðingum utan Alþingis, og að brot á siðareglum hafi afleiðingar fyrir viðkomandi.“
Þannig mætti hugsa sér að þingmaður, sem brotlegur gerist við siðareglur, verði látinn fara í launalaust leyfi tiltekinn tíma sem eftir lifir kjörtímabils í samræmi við alvarleika brotsins. „Það væri liður í að endurreisa virðingu Alþingis,“ segir Jóhanna.
Forsætisnefnd lauk í dag meðferð sinni á hinu svokallaða Klausturmáli. Það var niðurstaða forsætisnefndar að fallast beri á mat siðanefndar frá 5. júlí síðastliðnum.
Aðrir þingmenn sem tóku þátt í samtalinu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, og Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem voru í Flokki fólksins þegar samtalið átti sér stað en gengu síðar til liðs við Miðflokkinn, brutu ekki gegn siðareglum, að mati nefndarinnar.
"Klaustursmál" geta komið upp aftur og aftur ef Alþingi breytir ekki leikreglum sínum. Niðurstaðan nú er ekki boðleg. Í...
Posted by Jóhanna Sigurðardóttir on Thursday, August 1, 2019