Hagkerfi í eðli sínu ekki stöðug

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, skrifar um fjárfestingar og atvinnuleysi í fjármálakreppum hér á landi sem og erlendis. Reynsla kreppuríkja bendir til þess að fylgjast þurfi með útlánum fyrirtækja og grípa til aðgerða ef þau vaxa of hratt.

seðlabankinn
Auglýsing

„Reynsla krepp­uríkj­anna bendir ekki til­ þess að hag­kerfin séu í eðli sínu stöðug. Þvert á móti bendir hún til þess að fylgjast þurfi með útlánum fyr­ir­tækja og grípa til aðgerða ef þau vaxa of hratt, t.d. með­ hækkun vaxta seðla­banka í end­ur­hverf­um við­skiptum eða hækkun bindi­skyld­u. Einnig bendir reynsla land­anna til þess að fylgj­ast þurfi með þróun eigna­verða – hluta­bréfa­verðs og fast­eigna­verðs – og þá einnig grípa inn í ef þau hækka of hratt eða eru of há.“

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði. Mynd:Aðsend.Þetta segir Gylfi Zoega, ­pró­­fessor í hag­fræð­i, í ítar­­­legri grein sem kemur til áskrif­enda Vís­bend­ingar í dag. Í grein­inni skoðar hann meðal ann­ars tengsl fjár­fest­ingar og atvinnu­leysis í aðdrag­anda og í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar hér á landi árið 2008 og í öðrum kreppu­lönd­um.Gylfi segir að áherslur í hag­stjórn hafi breyst á síð­ustu tíu árin hér á landi og sveiflur hag­kerf­is­ins minnk­að. Það sem hefur skipt höf­uð­máli, að mati Gylfa, er að minnka sveiflur gengis krón­unnar með því að nota fleiri stjórn­tæki en vexti. 

Auglýsing

„Seðla­bank­inn hefur keypt og selt gjald­eyri í því skyn­i að minnka sveiflur geng­is­ins og kom­a í veg fyrir spírala í gengi krón­unn­ar. Einnig hefur sér­stakri bindi­skyld­u verið beitt til þess að tak­marka inn­flæð­i fjár­magns, þ.e.a.s. fjár­fest­ingar erlendra að­ila á inn­lendum skulda­bréfa­mark­að­i. Beit­ing fjár­streym­is­tæk­is­ins og inn­grip á gjald­eyr­is­mark­aði hafa dregið úr sveifl­u­m krón­unnar og komið í veg fyrir að ­sveiflur hennar yrðu sjálf­stæð upp­spretta hag­sveiflu. Jafn­framt hefur vaxta­stig­i verið haldið nægi­lega háu til þess að ör­va ­sparn­að, hægja á aukn­ingu eft­ir­spurn­ar og búa til afgang á við­skiptum við út­lönd.“

Auk þess bendir Gylfi á að stofn­an­leg um­hverfi fjár­mála­mark­aða hafi einnig breyst á und­an­förnum árum sem hefur dreg­ið úr líkum á því að vænt­ingar um þróun ­geng­is, hluta­bréfa og fjár­fest­inga ­valdi upp­sveiflum og nið­ur­sveiflum í hag­kerf­inu. Þannig hafi verið sett­ar ­tak­mark­anir á lántökur í erlend­um gjald­miðlum og lántökur til þess að fjár­magna kaup á hluta­bréf­um. 

Hægt er að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til lít­ils hluta grein­­­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda á föst­u­­­dög­­um.  

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent