Hyggjast krefja Boeing um 17 milljarða í bætur

Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði í morgun eftir fréttir gærkvöldsins um tap félagsins. Það hyggst krefja Boeing um bætur vegna tjóns af kyrrsetningu MAX-8-vélanna.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Icelandair hyggst krefja Boeing um 17 milljarða króna í bætur vegna tjóns af kyrrsetningu MAX-8-vélanna en forstjórinn áætlar að vélarnar verði teknar aftur í notkun í nóvember. RÚV greinir frá.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair fór yfir stöðuna á kynningarfundi á Hótel Natura í morgun og sagði að markmið Icelandair væri að fá allt tjónið bætt hjá Boeing.

Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 9 prósent í 89 milljóna króna viðskiptum í morgun, samkvæmt RÚV. Kjarninn greindi frá því í gær að alls hefði Icelandair Group tapað 89,4 milljónum dölum, eða um ellefu milljörðum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins 2019. Heildartekjur félagsins jukust frá sama tímabili í fyrra og Icelandair flutti 39 prósent fleiri farþega á öðrum ársfjórðungi en á sama fjórðungi árið áður.

Auglýsing

Eiginfjárhlutfall félagsins lækkar úr 25 prósent i 28 prósent frá áramótum þrátt fyrir að hlutafjáraukning upp á um 5,6 milljarða króna hafi átti sér stað á tímabilinu. Þetta mál lesa út úr hálfsársuppgjöri Icelandair Group sem birt var í kvöld.

Þar kemur fram að ástæðan fyrir slöku uppgjöri sé kyrrsetning MAX-véla félagsins en þær hafa ekki flogið frá 12. mars síðastliðnum. Alls eru áhrif kyrrsetningarinnar meti á 45,7 milljónir dala, eða um 6,1 milljarða króna. 

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að stefnt hafi verið að því að MAX-vélarnar myndu samsvara 27 prósent af sætaframboði félagsins á árinu 2019. „Því er sú staða sem komin er upp vegna kyrrsetningar MAX vélanna fordæmalaus og hefur veruleg áhrif á rekstur og afkomu félagsins. Í þessum aðstæðum höfum við lagt höfuðáherslu á að lágmarka tjón félagsins og áhrif kyrrsetningarinnar á farþega og íslenska ferðaþjónustu með því að bæta leiguvélum við flota félagsins í sumar. Þá hefur það verið forgangsverkefni hjá okkur að tryggja flugframboð til og frá Íslandi og þannig hefur farþegum Icelandair til Íslands fjölgað um 39 prósent á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Þrátt fyrir þessar mótvægisaðgerðir, sem hafa komið í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hefur orðið talsverð röskun á flugáætlun okkar og starfseminni allri. Þetta hefur haft áhrif á farþega okkar og valdið flóknum úrlausnarefnum innan félagsins. Starfsfólk Icelandair á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína við mjög erfiðar aðstæður á háannatíma þar sem allir hafa lagst á eitt að leysa eins farsællega úr málum og mögulegt er.“

Í apríl keypti bandaríski sjóðurinn PAR Capital Management 11,5 prósent hlut í Icelandair í kjölfar hlutafjáraukningar. Þá undirritaði félagið kaupsamning vegna sölu á Icelandair Hotels og tengdum fasteignum í júlí. Bogi segir að hvort tveggja styrki stöðu Icelandair Group og sé mikilvæg staðfesting á góðum langtímahorfum félagsins og framtíðartækifærum í íslenskri ferðaþjónustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent