Minnsta aukning umferðar á Hringveginum síðan 2012

Í júlí jókst umferð um Hringveginn um 1,4 prósent sem er minnsta aukning í umferð í mánuðinum síðan 2012. Með fækkun ferðamanna á þessu ári er búist við minnstu aukningu í umferð á Hringveginum í sjö ár.

hringvegur.jpg
Auglýsing

Útlit er fyrir minni aukn­ingu í umferð á þessu ári en síð­ustu sjö ár. Umferðin á Hring­veg­in­um jókst um 1,4 pró­sent í júlí en það er jafn­framt minnsta aukn­ing í umferð­inni í þessum mán­uði síðan árið 2012. Af fimm skil­greindum svæð­u­m ­Vega­gerð­ar­inn­ar var ein­ungis aukn­ing um tvö þeirra eða á Vest­ur­landi um 6,1 pró­sent og í grennd við höf­uð­borg­ar­svæð­ið  um 3,3 pró­sent. Um önnur svæði varð sam­dráttur og mestur varð hann á Aust­ur­landi þar sem varð 6,9 pró­sent sam­drátt­ur, 

Ekki verið minni aukn­ing síðan 2012

Nú hefur umferð um landið auk­ist um 4,2 ­pró­sent frá ára­mótum sem sam­kvæmt Vega­gerð­inni er nákvæm­lega sama staða og var uppi á síð­asta ári. Mest hefur umferð auk­ist um Vest­ur­land og minnst um Aust­ur­land en þar mælist 3,1 pró­sent sam­dráttur og er það eina svæðið þar sem umferð hefur dreg­ist saman frá ára­mót­um.

Mynd:Vegagerðin

Aftur á móti stefnir í að umferðin aukist um 2,7 pró­sent það sem af er ári, hegði hún sér líkt og venja er til. Gangi þessi spá hins vegar eftir þarf að leita aftur til árs­ins 2012 til finna minna aukn­ingu í umferð milli ára á Hring­veg­in­um. 

Þrír af hverjum fimm ferða­mönnum ferð­ast um landið á bíla­leigu­bíl 

Meiri­hluti ferða­menn sem heim­sækja Íslands heim­sækja fleiri staði en aðeins höf­uð­borg­ar­svæð­ið en sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m könn­unar sem Ferða­­mála­­stofu fram­kvæmdi um ferða­hegðun og við­horf erlenda ferða­­manna árið 2018 kom fram að þrír af hverjum fjórum ferða­mönnum sem heim­sækja landið skoða Suð­ur­land­ið. Þá heim­sækja nærri þrír af hverjum fimm Reykja­nes­ið, tæp­­lega helm­ing­ur ­ferða­manna ­fer Vest­ur, ríf­­lega heim­sækir fjórð­ung­ur Norð­ur­land­ið, tæp­­lega fjórð­ungur Aust­­ur­landið og einn af hverj­u­m ­tíu Vest­firð­i.

Auglýsing

Þá sögð­ust um þrír af hverjum fimm svar­endum í könn­unni hafa ferð­­ast um landið á bíla­­leig­u­bíl, tæp­­lega þriðj­ungur í skipu­lagðri rút­u­­ferð og um 15 pró­­sent í áætl­­un­­ar­bif­­reið.  

Mynd:Ferðamálastofa

Fáum dylst þó að ­ferða­mönn­um hér á landi hefur fækkað á þessu ári en frá ára­­mótum hafa 900 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl sem er 12,4 pró­­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra og gæti það þar leið­andi að ein­hverju leyti skýrt minni aukn­ingu í umferð á þessu ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent