Minnsta aukning umferðar á Hringveginum síðan 2012

Í júlí jókst umferð um Hringveginn um 1,4 prósent sem er minnsta aukning í umferð í mánuðinum síðan 2012. Með fækkun ferðamanna á þessu ári er búist við minnstu aukningu í umferð á Hringveginum í sjö ár.

hringvegur.jpg
Auglýsing

Útlit er fyrir minni aukn­ingu í umferð á þessu ári en síð­ustu sjö ár. Umferðin á Hring­veg­in­um jókst um 1,4 pró­sent í júlí en það er jafn­framt minnsta aukn­ing í umferð­inni í þessum mán­uði síðan árið 2012. Af fimm skil­greindum svæð­u­m ­Vega­gerð­ar­inn­ar var ein­ungis aukn­ing um tvö þeirra eða á Vest­ur­landi um 6,1 pró­sent og í grennd við höf­uð­borg­ar­svæð­ið  um 3,3 pró­sent. Um önnur svæði varð sam­dráttur og mestur varð hann á Aust­ur­landi þar sem varð 6,9 pró­sent sam­drátt­ur, 

Ekki verið minni aukn­ing síðan 2012

Nú hefur umferð um landið auk­ist um 4,2 ­pró­sent frá ára­mótum sem sam­kvæmt Vega­gerð­inni er nákvæm­lega sama staða og var uppi á síð­asta ári. Mest hefur umferð auk­ist um Vest­ur­land og minnst um Aust­ur­land en þar mælist 3,1 pró­sent sam­dráttur og er það eina svæðið þar sem umferð hefur dreg­ist saman frá ára­mót­um.

Mynd:Vegagerðin

Aftur á móti stefnir í að umferðin aukist um 2,7 pró­sent það sem af er ári, hegði hún sér líkt og venja er til. Gangi þessi spá hins vegar eftir þarf að leita aftur til árs­ins 2012 til finna minna aukn­ingu í umferð milli ára á Hring­veg­in­um. 

Þrír af hverjum fimm ferða­mönnum ferð­ast um landið á bíla­leigu­bíl 

Meiri­hluti ferða­menn sem heim­sækja Íslands heim­sækja fleiri staði en aðeins höf­uð­borg­ar­svæð­ið en sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m könn­unar sem Ferða­­mála­­stofu fram­kvæmdi um ferða­hegðun og við­horf erlenda ferða­­manna árið 2018 kom fram að þrír af hverjum fjórum ferða­mönnum sem heim­sækja landið skoða Suð­ur­land­ið. Þá heim­sækja nærri þrír af hverjum fimm Reykja­nes­ið, tæp­­lega helm­ing­ur ­ferða­manna ­fer Vest­ur, ríf­­lega heim­sækir fjórð­ung­ur Norð­ur­land­ið, tæp­­lega fjórð­ungur Aust­­ur­landið og einn af hverj­u­m ­tíu Vest­firð­i.

Auglýsing

Þá sögð­ust um þrír af hverjum fimm svar­endum í könn­unni hafa ferð­­ast um landið á bíla­­leig­u­bíl, tæp­­lega þriðj­ungur í skipu­lagðri rút­u­­ferð og um 15 pró­­sent í áætl­­un­­ar­bif­­reið.  

Mynd:Ferðamálastofa

Fáum dylst þó að ­ferða­mönn­um hér á landi hefur fækkað á þessu ári en frá ára­­mótum hafa 900 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl sem er 12,4 pró­­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra og gæti það þar leið­andi að ein­hverju leyti skýrt minni aukn­ingu í umferð á þessu ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent