Minnsta aukning umferðar á Hringveginum síðan 2012

Í júlí jókst umferð um Hringveginn um 1,4 prósent sem er minnsta aukning í umferð í mánuðinum síðan 2012. Með fækkun ferðamanna á þessu ári er búist við minnstu aukningu í umferð á Hringveginum í sjö ár.

hringvegur.jpg
Auglýsing

Útlit er fyrir minni aukn­ingu í umferð á þessu ári en síð­ustu sjö ár. Umferðin á Hring­veg­in­um jókst um 1,4 pró­sent í júlí en það er jafn­framt minnsta aukn­ing í umferð­inni í þessum mán­uði síðan árið 2012. Af fimm skil­greindum svæð­u­m ­Vega­gerð­ar­inn­ar var ein­ungis aukn­ing um tvö þeirra eða á Vest­ur­landi um 6,1 pró­sent og í grennd við höf­uð­borg­ar­svæð­ið  um 3,3 pró­sent. Um önnur svæði varð sam­dráttur og mestur varð hann á Aust­ur­landi þar sem varð 6,9 pró­sent sam­drátt­ur, 

Ekki verið minni aukn­ing síðan 2012

Nú hefur umferð um landið auk­ist um 4,2 ­pró­sent frá ára­mótum sem sam­kvæmt Vega­gerð­inni er nákvæm­lega sama staða og var uppi á síð­asta ári. Mest hefur umferð auk­ist um Vest­ur­land og minnst um Aust­ur­land en þar mælist 3,1 pró­sent sam­dráttur og er það eina svæðið þar sem umferð hefur dreg­ist saman frá ára­mót­um.

Mynd:Vegagerðin

Aftur á móti stefnir í að umferðin aukist um 2,7 pró­sent það sem af er ári, hegði hún sér líkt og venja er til. Gangi þessi spá hins vegar eftir þarf að leita aftur til árs­ins 2012 til finna minna aukn­ingu í umferð milli ára á Hring­veg­in­um. 

Þrír af hverjum fimm ferða­mönnum ferð­ast um landið á bíla­leigu­bíl 

Meiri­hluti ferða­menn sem heim­sækja Íslands heim­sækja fleiri staði en aðeins höf­uð­borg­ar­svæð­ið en sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m könn­unar sem Ferða­­mála­­stofu fram­kvæmdi um ferða­hegðun og við­horf erlenda ferða­­manna árið 2018 kom fram að þrír af hverjum fjórum ferða­mönnum sem heim­sækja landið skoða Suð­ur­land­ið. Þá heim­sækja nærri þrír af hverjum fimm Reykja­nes­ið, tæp­­lega helm­ing­ur ­ferða­manna ­fer Vest­ur, ríf­­lega heim­sækir fjórð­ung­ur Norð­ur­land­ið, tæp­­lega fjórð­ungur Aust­­ur­landið og einn af hverj­u­m ­tíu Vest­firð­i.

Auglýsing

Þá sögð­ust um þrír af hverjum fimm svar­endum í könn­unni hafa ferð­­ast um landið á bíla­­leig­u­bíl, tæp­­lega þriðj­ungur í skipu­lagðri rút­u­­ferð og um 15 pró­­sent í áætl­­un­­ar­bif­­reið.  

Mynd:Ferðamálastofa

Fáum dylst þó að ­ferða­mönn­um hér á landi hefur fækkað á þessu ári en frá ára­­mótum hafa 900 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl sem er 12,4 pró­­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra og gæti það þar leið­andi að ein­hverju leyti skýrt minni aukn­ingu í umferð á þessu ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina
Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent