Segir Sigmund Davíð fylgja fordæmi Trumps

Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, gera út á þá vonlausu og firrtu í leit sinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu. Hann segir hann þar með fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslensk
Kári Stefánsson, forstjóri Íslensk
Auglýsing

„Þetta er langt fyrir neðan virð­ingu þess Sig­mundar Dav­íðs sem kom eins og ferskur blær inn í íslensk stjórn­mál fyrir nokkrum árum. Hann barð­ist fyrir hug­sjónum sín­um. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé, hvað sem er fyrir hvaða stuðn­ing sem er,“ skrifar Kári Stef­áns­son, for­stjóri íslenskrar erfða­grein­ing­ar, í opnu bréfi til Sig­mundar Dav­íðs G­unn­laugs­sona, ­for­manns Mið­flokks­ins, á Face­bookí dag. 

Kári segir ljóst að í leit Sig­mundar Dav­íðs að póli­tískum stuðn­ingi í sam­fé­lag­inu þá geri hann út á þá von­leysu og firrtu. Í stað þess að varða þeim von­lausu og firrt­u úr ástand­inu þá sé Sig­mundur að ala á von­leys­inu og firr­ing­unn­i og fylgi þar með­ ­for­dæmi öfga­flokka í Evr­ópu og Trumps í Banda­ríkj­un­um. 

Sam­spil ­sýnd­ar­mennsku og stjórn­mála

Kári segir að bréfið fjalli um mann­inn sem stöðugt er að leita að ann­arra manna flís­um, sitj­andi á eigin bjálka. Hann segir Sig­mund Davíð ætl­ast til þess að les­endur tveggja aðsendra greina eftir Sig­mundur Dav­íð um sýnd­ar­stjórn­mál í Morg­un­blað­inu hafi gleymt Panama­skjöl­unum og Klaust­urs­mál­in­u. „Það er nefni­lega erfitt að ímynda sér betri dæmi um sam­spil sýnd­ar­mennsku og stjórn­mála en þá tvo,“ segir Kári.

Auglýsing

„Sig­mundur Dav­íð, það var einu sinni for­sæt­is­ráð­herra á Íslandi sem samdi við kröfu­hafa í þrotabú allra íslensku bank­anna. Í húfi voru gíf­ur­legir hags­munir þjóð­ar­innar og má leiða að því rök að það hafi sjaldan eða aldrei verið gerðir samn­ingar sem skiptu fólkið í land­inu meira máli. Svo kom allt í einu í ljós að for­sæt­is­ráð­herr­ann var sjálfur einn af kröfu­höf­un­um. Hann var sem sagt að semja við sjálfan sig fyrir hönd þjóð­ar­inn­ar,“ segir Kári og bætir við að í stað þess að skamm­ast sín fór Sig­mund­ur Da­víð að agn­ú­ast út í blaða­menn­ina sem sögðu frá þessu.

„Svo voru það einu sinni nokkrir alþing­is­menn sem fóru út á Klaust­ur­bar­inn og drukku meira en góðu hófi gegndi og glöt­uðu um stund­ar­sakir þeim hömlum sem leggja að mörkum til kurt­eisi í tali manna á milli. Afleið­ingin var sú að þessir kjörnu full­trúar þjóð­ar­innar sögðu ýmis­legt sem var alls ekki við hæfi,“ skrifar Kári. 

Þá segir hann drykkj­una í sjálfu ­sér ekki stór­merki­lega en að mati Kári eru það við­brögð þing­mann­anna við því að sam­töl þeirra voru tekin upp og spiluð fyrir eyrum lands­manna ­sem ­gerði Klaust­urs­ferð þing­manna Mið­flokks­ins ­virki­lega ­at­hygl­is­verða. 

„Í stað þess að við­ur­kenna ein­fald­lega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vit­leysu sem þeir alls­gáðir meini ekki og skammist sín fyrir mátti á þeim skilj­ast að sá sem tók upp sam­talið væri ábyrgur orða þeirra en ekki þeir sjálfir,“ skrifar Kári.

Gerir út á þá von­lausu og firrtu

Í bréf­inu fjallar Kári jafn­framt um tvær aðsendar greinar Sig­mundar Dav­íðs en hann segir að það sé ljóst á þeim orðum sem birt­ast í grein­unum að leit Sig­mundar Dav­íðs að póli­tískum stuðn­ingi í sam­fé­lag­inu geri út á þá von­lausu og firrt­u og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi þá ali hann á von­leys­inu og firr­ing­unni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mynd:Bára Huld BeckFyrri greinin fjallar um hnatt­ræna hlýnun eða ­lofts­lags­breyt­ing­arn­ar ógn­væn­leg­u og segir Kári Sig­mund Davíð dæma allar til­raunir til að vinna gegn þeim sem sýnd­ar­mennsku. „Þú gengur meira að segja svo langt að hæð­ast að lít­illi stúlku sænskri sem hefur náð athygli heims­byggð­ar­innar fyrir það hversu skýr­lega hún hefur tjáð áhyggjur sínar af fram­tíð­inni. Það er nið­ur­staða mæl­inga að hnött­ur­inn er að hitna. Þess vegna er hnatt­ræn hlýnun ekki kenn­ing heldur stað­reynd.“

Kári segir jafn­framt að það sé ósönn­uð ­kenn­ing að mað­ur­inn leggi að mörkun til hlýn­un­ar­innar með lífs­háttum sínum en búið sé að leiða tölu­verðar líkur að því að sú kenn­ing sé rétt. Hann segir að það sé líka ósönnuð kenn­ing að mað­ur­inn geti minnkað hlýn­un­ina með því að breyta lífs­háttum sínum en að einnig sé búið að leiða nokkrar líkur á því að sú kenn­ing sé rétt hvort svo sem fyrri kenn­ingin sé rétt eða röng.

„Það er hafið yfir allan vafa að ef hnött­ur­inn heldur áfram að hitna eins hratt og hann gerir í dag er stutt í að það fari að skerða lífs­skil­yrði manns­ins. Þess vegna er það skylda okkar við börn okk­ar, barna­börn og kom­andi kyn­slóðir að ganga út frá því sem vísu að seinni kenn­ingin sé rétt af því að hitt væri óásætt­an­leg upp­gjöf,“ segir Kári .

Hann segir Sig­mund Davíð dæma hug­myndir ann­arra sem sýnd­ar­mennsku án þess að benda á aðrar betri sem sé bara ein aðferð til að hvetja til þess að ekk­ert sé gert. 

Segir Sig­mund Davíð fylgja for­dæmi Trumps

Seinni grein ­Sig­mund­ar fjallar um þá sem flýja fátækt, stríð og aðra eymd heims­ins og segir Kára hann benda rétti­lega á að heim­ur­inn sé ekki að höndla þann vanda vel. Hann segir hins vegar að ályktun Sig­mundar í grein­inni sé vit­laust og að hann sé að ­fylgja for­dæmi öfga­flokka í Evr­ópu og Trumps í Banda­ríkj­un­um. 

„Það er hins vegar í mínum huga ekk­ert rétt og allt rangt við þá ályktun sem má lesa milli lín­anna hjá þér að þess vegna eigum við taka á þessu fólki af hörku þegar það rekur á okkar fjörur sem flótta­fólk í leit að næt­ur­stað. Þú nefnir sem dæmi um vand­ann ástandið á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó í valda­tíð Obama en minn­ist ekki orði á þá hörm­ung sem Trump hefur valdið á sama stað. Það má skilja sem svo að þú lítir aðgerð­ir Trump sem lausn á vand­an­um; að reisa him­in­háa múra á landa­mærum við þau lönd þar sem eymd ríkir og skilja að korna­börn og for­eldra þeirra ef þau lauma sér inn í landið svo að öðrum skilj­ist að það sé eins gott fyrir þau að halda sig heima.“

Hvað sem er Opið bréf til Sig­mundar Dav­íðs for­manns Mið­flokks­ins Kári Stef­áns­son ­Sig­mundur Davíð þetta er bréf sem...

Posted by Kari Stef­ans­son on Fri­day, Aug­ust 2, 2019


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent