Segir Sigmund Davíð fylgja fordæmi Trumps

Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, gera út á þá vonlausu og firrtu í leit sinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu. Hann segir hann þar með fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslensk
Kári Stefánsson, forstjóri Íslensk
Auglýsing

„Þetta er langt fyrir neðan virð­ingu þess Sig­mundar Dav­íðs sem kom eins og ferskur blær inn í íslensk stjórn­mál fyrir nokkrum árum. Hann barð­ist fyrir hug­sjónum sín­um. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé, hvað sem er fyrir hvaða stuðn­ing sem er,“ skrifar Kári Stef­áns­son, for­stjóri íslenskrar erfða­grein­ing­ar, í opnu bréfi til Sig­mundar Dav­íðs G­unn­laugs­sona, ­for­manns Mið­flokks­ins, á Face­bookí dag. 

Kári segir ljóst að í leit Sig­mundar Dav­íðs að póli­tískum stuðn­ingi í sam­fé­lag­inu þá geri hann út á þá von­leysu og firrtu. Í stað þess að varða þeim von­lausu og firrt­u úr ástand­inu þá sé Sig­mundur að ala á von­leys­inu og firr­ing­unn­i og fylgi þar með­ ­for­dæmi öfga­flokka í Evr­ópu og Trumps í Banda­ríkj­un­um. 

Sam­spil ­sýnd­ar­mennsku og stjórn­mála

Kári segir að bréfið fjalli um mann­inn sem stöðugt er að leita að ann­arra manna flís­um, sitj­andi á eigin bjálka. Hann segir Sig­mund Davíð ætl­ast til þess að les­endur tveggja aðsendra greina eftir Sig­mundur Dav­íð um sýnd­ar­stjórn­mál í Morg­un­blað­inu hafi gleymt Panama­skjöl­unum og Klaust­urs­mál­in­u. „Það er nefni­lega erfitt að ímynda sér betri dæmi um sam­spil sýnd­ar­mennsku og stjórn­mála en þá tvo,“ segir Kári.

Auglýsing

„Sig­mundur Dav­íð, það var einu sinni for­sæt­is­ráð­herra á Íslandi sem samdi við kröfu­hafa í þrotabú allra íslensku bank­anna. Í húfi voru gíf­ur­legir hags­munir þjóð­ar­innar og má leiða að því rök að það hafi sjaldan eða aldrei verið gerðir samn­ingar sem skiptu fólkið í land­inu meira máli. Svo kom allt í einu í ljós að for­sæt­is­ráð­herr­ann var sjálfur einn af kröfu­höf­un­um. Hann var sem sagt að semja við sjálfan sig fyrir hönd þjóð­ar­inn­ar,“ segir Kári og bætir við að í stað þess að skamm­ast sín fór Sig­mund­ur Da­víð að agn­ú­ast út í blaða­menn­ina sem sögðu frá þessu.

„Svo voru það einu sinni nokkrir alþing­is­menn sem fóru út á Klaust­ur­bar­inn og drukku meira en góðu hófi gegndi og glöt­uðu um stund­ar­sakir þeim hömlum sem leggja að mörkum til kurt­eisi í tali manna á milli. Afleið­ingin var sú að þessir kjörnu full­trúar þjóð­ar­innar sögðu ýmis­legt sem var alls ekki við hæfi,“ skrifar Kári. 

Þá segir hann drykkj­una í sjálfu ­sér ekki stór­merki­lega en að mati Kári eru það við­brögð þing­mann­anna við því að sam­töl þeirra voru tekin upp og spiluð fyrir eyrum lands­manna ­sem ­gerði Klaust­urs­ferð þing­manna Mið­flokks­ins ­virki­lega ­at­hygl­is­verða. 

„Í stað þess að við­ur­kenna ein­fald­lega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vit­leysu sem þeir alls­gáðir meini ekki og skammist sín fyrir mátti á þeim skilj­ast að sá sem tók upp sam­talið væri ábyrgur orða þeirra en ekki þeir sjálfir,“ skrifar Kári.

Gerir út á þá von­lausu og firrtu

Í bréf­inu fjallar Kári jafn­framt um tvær aðsendar greinar Sig­mundar Dav­íðs en hann segir að það sé ljóst á þeim orðum sem birt­ast í grein­unum að leit Sig­mundar Dav­íðs að póli­tískum stuðn­ingi í sam­fé­lag­inu geri út á þá von­lausu og firrt­u og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi þá ali hann á von­leys­inu og firr­ing­unni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mynd:Bára Huld BeckFyrri greinin fjallar um hnatt­ræna hlýnun eða ­lofts­lags­breyt­ing­arn­ar ógn­væn­leg­u og segir Kári Sig­mund Davíð dæma allar til­raunir til að vinna gegn þeim sem sýnd­ar­mennsku. „Þú gengur meira að segja svo langt að hæð­ast að lít­illi stúlku sænskri sem hefur náð athygli heims­byggð­ar­innar fyrir það hversu skýr­lega hún hefur tjáð áhyggjur sínar af fram­tíð­inni. Það er nið­ur­staða mæl­inga að hnött­ur­inn er að hitna. Þess vegna er hnatt­ræn hlýnun ekki kenn­ing heldur stað­reynd.“

Kári segir jafn­framt að það sé ósönn­uð ­kenn­ing að mað­ur­inn leggi að mörkun til hlýn­un­ar­innar með lífs­háttum sínum en búið sé að leiða tölu­verðar líkur að því að sú kenn­ing sé rétt. Hann segir að það sé líka ósönnuð kenn­ing að mað­ur­inn geti minnkað hlýn­un­ina með því að breyta lífs­háttum sínum en að einnig sé búið að leiða nokkrar líkur á því að sú kenn­ing sé rétt hvort svo sem fyrri kenn­ingin sé rétt eða röng.

„Það er hafið yfir allan vafa að ef hnött­ur­inn heldur áfram að hitna eins hratt og hann gerir í dag er stutt í að það fari að skerða lífs­skil­yrði manns­ins. Þess vegna er það skylda okkar við börn okk­ar, barna­börn og kom­andi kyn­slóðir að ganga út frá því sem vísu að seinni kenn­ingin sé rétt af því að hitt væri óásætt­an­leg upp­gjöf,“ segir Kári .

Hann segir Sig­mund Davíð dæma hug­myndir ann­arra sem sýnd­ar­mennsku án þess að benda á aðrar betri sem sé bara ein aðferð til að hvetja til þess að ekk­ert sé gert. 

Segir Sig­mund Davíð fylgja for­dæmi Trumps

Seinni grein ­Sig­mund­ar fjallar um þá sem flýja fátækt, stríð og aðra eymd heims­ins og segir Kára hann benda rétti­lega á að heim­ur­inn sé ekki að höndla þann vanda vel. Hann segir hins vegar að ályktun Sig­mundar í grein­inni sé vit­laust og að hann sé að ­fylgja for­dæmi öfga­flokka í Evr­ópu og Trumps í Banda­ríkj­un­um. 

„Það er hins vegar í mínum huga ekk­ert rétt og allt rangt við þá ályktun sem má lesa milli lín­anna hjá þér að þess vegna eigum við taka á þessu fólki af hörku þegar það rekur á okkar fjörur sem flótta­fólk í leit að næt­ur­stað. Þú nefnir sem dæmi um vand­ann ástandið á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó í valda­tíð Obama en minn­ist ekki orði á þá hörm­ung sem Trump hefur valdið á sama stað. Það má skilja sem svo að þú lítir aðgerð­ir Trump sem lausn á vand­an­um; að reisa him­in­háa múra á landa­mærum við þau lönd þar sem eymd ríkir og skilja að korna­börn og for­eldra þeirra ef þau lauma sér inn í landið svo að öðrum skilj­ist að það sé eins gott fyrir þau að halda sig heima.“

Hvað sem er Opið bréf til Sig­mundar Dav­íðs for­manns Mið­flokks­ins Kári Stef­áns­son ­Sig­mundur Davíð þetta er bréf sem...

Posted by Kari Stef­ans­son on Fri­day, Aug­ust 2, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent