Ratcliffe segir að kaup á landi séu til verndar íslenska laxastofninum

Jim Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands, hefur staðfest kaup sín á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Hann segir stórtæk uppkaup sín á jörðum á Íslandi vera til að verja íslenska laxastofninn.

Jim Ratcliffe
Auglýsing

Jim Ratclif­fe, einn rík­asti maður Bret­lands og stofn­andi IEOS, segir að stór­fellt upp­kaup hans á jörðum á Íslandi séu hluti af yfir­stand­andi aðgerðum til verndar íslenska laxa­stofn­in­um. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Ratcliffe sem send var út í morgun stað­festir hann kaup á jörð­inni Brú­ar­landi 2 í Þistil­firði. Hann hefur auk þess fjár­fest í land­ar­eignum í Vopna­firði og keypti meiri­hluta af jörð­inni Gríms­stöð­um, þar sem íslenska ríkið er á meðal með­eig­enda. 

Eign­ar­hald Ratcliffe á jörðum hér­lendis er í gegnum félagið Dylan S.A. sem er móð­ur­fé­lag um 20 ann­arra félaga sem eiga jarðir á Íslandi. Eignir Ratcliffe eru metnar á um 1.500 millj­arða íslenskra króna. 

Auglýsing
Ratcliffe segir að hluti aðgerðum til verndar lax­inum sem áætl­aðar eru á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygn­ing­ar­svæði lax­ins með bygg­ingu nýrra laxa­stiga í Hafra­lónsá, Hofsá og Mið­fjarð­ará í Vopna­firði. Þá sé fyr­ir­huguð umfangs­mikil slepp­ing á frjóvg­uðum hrognum í þessum ám, auk Sel­ár. Þetta sé í sam­ræmi við almenna veiði­reglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aft­ur.

Seg­ist vera með heild­stæða nálgun

Ratcliffe seg­ist einnig vera að vinna gegn jarð­eyð­ingu í sam­starfi við nær­sam­fé­lagið á Norð­aust­ur­landi og að bættu heilsu­fari vist­kerfis ánna, með fjár­fest­ingu í end­ur­ræktun skóga og end­ur­heimt gróð­ur­fars. Þá seg­ist hann standa að ítar­legri lang­tíma­rann­sókn á afkomu íslenska lax­ins í ánum og í norð­an­verðu Atl­ants­hafi. í sam­starfi við Haf­rann­sókna­stofnun og háskóla innan lands og utan, með það að mark­miði að auka lífslíkur teg­und­ar­innar sem mest. „Norð­aust­ur­land stendur hjarta mínu nær. Eftir því sem heim­sókn­unum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæð­inu til baka, til að hjálpa Norð­ur­-Atl­ants­haf­s­lax­in­um, sem er ógn­að, og einnig til að styðja við sam­fé­lagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálf­bær lang­tím­a­nálgun með starf­semi sem stendur undir eigin fjár­mögnun skipti sköp­um, geri lax­inum kleift að þríf­ast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla fram­tíð,“ segir Ratclif­fe.

Auglýsing
Á meðal þess sem vernd­ar­á­ætl­unin á að fela í sér að er ný  fjár­fest­ing og stand­setn­ing veiði­skála, þar sem að koma iðn­að­ar­menn og fyr­ir­tæki á svæð­inu. Um leið séu bændur á mark­vissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa ver­ið, til að við­halda hefð­bundnum land­bún­aði og jarð­gæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nær­sam­fé­lag­ið.

Þá segir Ratcliffe að kaupin á meiri­hluta­eign í jörð­inni Gríms­stöð­um, þar sem með­eig­endur eru íslenska ríkið og smærri hlut­haf­ar, séu birt­ing­ar­mynd heild­stæðrar nálg­unar sinnar á vernd­ar­starf.  „Nátt­úru­vernd hefur alltaf verið og verður áfram eini til­gangur aðkomu minnar á Norð­aust­ur­landi Íslands. Ég vil leggj­ast á árar við að við­halda laxa­stofn­unum þar, og vinna náið með bændum og byggð­ar­lög­um. Von mín er að úr starf­inu verði til sjálf­bær starf­semi í sátt við nátt­úr­una, sem einnig komi líf­ríki svæð­is­ins og sam­fé­lag­inu öllu til góða.“ 

Þverpóli­tísk sam­staða um tak­mörkun

Jarð­ar­kaup erlendra aðila á Íslandi hafa verið mikið í umræð­unni und­an­far­ið, og annað veifið und­an­farin ár. Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sagð­i við Morg­un­blaðið í júlí að hann bindi vonir við að frum­varp um jarða­­kaup útlend­inga hér á landi verði til­­­búið snemma í haust. Hann vill jafn­­framt ganga eins langt og hægt er með lög­­­gjöf­inni.

Sig­­­urður Ingi sagði þróun jarð­­ar­­kaupa síð­­­­­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­­­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­­­legri hætti og lík­­­­­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­­­mörku.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­­­is­­­sjón­varps­ins í júlí að breiður póli­­­­tísk­ur vilji væri til að tak­­­­marka jarða­­­kaup auð­­­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­­­ustu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent