Ratcliffe segir að kaup á landi séu til verndar íslenska laxastofninum

Jim Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands, hefur staðfest kaup sín á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Hann segir stórtæk uppkaup sín á jörðum á Íslandi vera til að verja íslenska laxastofninn.

Jim Ratcliffe
Auglýsing

Jim Ratclif­fe, einn rík­asti maður Bret­lands og stofn­andi IEOS, segir að stór­fellt upp­kaup hans á jörðum á Íslandi séu hluti af yfir­stand­andi aðgerðum til verndar íslenska laxa­stofn­in­um. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Ratcliffe sem send var út í morgun stað­festir hann kaup á jörð­inni Brú­ar­landi 2 í Þistil­firði. Hann hefur auk þess fjár­fest í land­ar­eignum í Vopna­firði og keypti meiri­hluta af jörð­inni Gríms­stöð­um, þar sem íslenska ríkið er á meðal með­eig­enda. 

Eign­ar­hald Ratcliffe á jörðum hér­lendis er í gegnum félagið Dylan S.A. sem er móð­ur­fé­lag um 20 ann­arra félaga sem eiga jarðir á Íslandi. Eignir Ratcliffe eru metnar á um 1.500 millj­arða íslenskra króna. 

Auglýsing
Ratcliffe segir að hluti aðgerðum til verndar lax­inum sem áætl­aðar eru á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygn­ing­ar­svæði lax­ins með bygg­ingu nýrra laxa­stiga í Hafra­lónsá, Hofsá og Mið­fjarð­ará í Vopna­firði. Þá sé fyr­ir­huguð umfangs­mikil slepp­ing á frjóvg­uðum hrognum í þessum ám, auk Sel­ár. Þetta sé í sam­ræmi við almenna veiði­reglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aft­ur.

Seg­ist vera með heild­stæða nálgun

Ratcliffe seg­ist einnig vera að vinna gegn jarð­eyð­ingu í sam­starfi við nær­sam­fé­lagið á Norð­aust­ur­landi og að bættu heilsu­fari vist­kerfis ánna, með fjár­fest­ingu í end­ur­ræktun skóga og end­ur­heimt gróð­ur­fars. Þá seg­ist hann standa að ítar­legri lang­tíma­rann­sókn á afkomu íslenska lax­ins í ánum og í norð­an­verðu Atl­ants­hafi. í sam­starfi við Haf­rann­sókna­stofnun og háskóla innan lands og utan, með það að mark­miði að auka lífslíkur teg­und­ar­innar sem mest. „Norð­aust­ur­land stendur hjarta mínu nær. Eftir því sem heim­sókn­unum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæð­inu til baka, til að hjálpa Norð­ur­-Atl­ants­haf­s­lax­in­um, sem er ógn­að, og einnig til að styðja við sam­fé­lagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálf­bær lang­tím­a­nálgun með starf­semi sem stendur undir eigin fjár­mögnun skipti sköp­um, geri lax­inum kleift að þríf­ast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla fram­tíð,“ segir Ratclif­fe.

Auglýsing
Á meðal þess sem vernd­ar­á­ætl­unin á að fela í sér að er ný  fjár­fest­ing og stand­setn­ing veiði­skála, þar sem að koma iðn­að­ar­menn og fyr­ir­tæki á svæð­inu. Um leið séu bændur á mark­vissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa ver­ið, til að við­halda hefð­bundnum land­bún­aði og jarð­gæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nær­sam­fé­lag­ið.

Þá segir Ratcliffe að kaupin á meiri­hluta­eign í jörð­inni Gríms­stöð­um, þar sem með­eig­endur eru íslenska ríkið og smærri hlut­haf­ar, séu birt­ing­ar­mynd heild­stæðrar nálg­unar sinnar á vernd­ar­starf.  „Nátt­úru­vernd hefur alltaf verið og verður áfram eini til­gangur aðkomu minnar á Norð­aust­ur­landi Íslands. Ég vil leggj­ast á árar við að við­halda laxa­stofn­unum þar, og vinna náið með bændum og byggð­ar­lög­um. Von mín er að úr starf­inu verði til sjálf­bær starf­semi í sátt við nátt­úr­una, sem einnig komi líf­ríki svæð­is­ins og sam­fé­lag­inu öllu til góða.“ 

Þverpóli­tísk sam­staða um tak­mörkun

Jarð­ar­kaup erlendra aðila á Íslandi hafa verið mikið í umræð­unni und­an­far­ið, og annað veifið und­an­farin ár. Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sagð­i við Morg­un­blaðið í júlí að hann bindi vonir við að frum­varp um jarða­­kaup útlend­inga hér á landi verði til­­­búið snemma í haust. Hann vill jafn­­framt ganga eins langt og hægt er með lög­­­gjöf­inni.

Sig­­­urður Ingi sagði þróun jarð­­ar­­kaupa síð­­­­­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­­­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­­­legri hætti og lík­­­­­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­­­mörku.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­­­is­­­sjón­varps­ins í júlí að breiður póli­­­­tísk­ur vilji væri til að tak­­­­marka jarða­­­kaup auð­­­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­­­ustu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent