Ratcliffe segir að kaup á landi séu til verndar íslenska laxastofninum

Jim Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands, hefur staðfest kaup sín á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Hann segir stórtæk uppkaup sín á jörðum á Íslandi vera til að verja íslenska laxastofninn.

Jim Ratcliffe
Auglýsing

Jim Ratclif­fe, einn rík­asti maður Bret­lands og stofn­andi IEOS, segir að stór­fellt upp­kaup hans á jörðum á Íslandi séu hluti af yfir­stand­andi aðgerðum til verndar íslenska laxa­stofn­in­um. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Ratcliffe sem send var út í morgun stað­festir hann kaup á jörð­inni Brú­ar­landi 2 í Þistil­firði. Hann hefur auk þess fjár­fest í land­ar­eignum í Vopna­firði og keypti meiri­hluta af jörð­inni Gríms­stöð­um, þar sem íslenska ríkið er á meðal með­eig­enda. 

Eign­ar­hald Ratcliffe á jörðum hér­lendis er í gegnum félagið Dylan S.A. sem er móð­ur­fé­lag um 20 ann­arra félaga sem eiga jarðir á Íslandi. Eignir Ratcliffe eru metnar á um 1.500 millj­arða íslenskra króna. 

Auglýsing
Ratcliffe segir að hluti aðgerðum til verndar lax­inum sem áætl­aðar eru á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygn­ing­ar­svæði lax­ins með bygg­ingu nýrra laxa­stiga í Hafra­lónsá, Hofsá og Mið­fjarð­ará í Vopna­firði. Þá sé fyr­ir­huguð umfangs­mikil slepp­ing á frjóvg­uðum hrognum í þessum ám, auk Sel­ár. Þetta sé í sam­ræmi við almenna veiði­reglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aft­ur.

Seg­ist vera með heild­stæða nálgun

Ratcliffe seg­ist einnig vera að vinna gegn jarð­eyð­ingu í sam­starfi við nær­sam­fé­lagið á Norð­aust­ur­landi og að bættu heilsu­fari vist­kerfis ánna, með fjár­fest­ingu í end­ur­ræktun skóga og end­ur­heimt gróð­ur­fars. Þá seg­ist hann standa að ítar­legri lang­tíma­rann­sókn á afkomu íslenska lax­ins í ánum og í norð­an­verðu Atl­ants­hafi. í sam­starfi við Haf­rann­sókna­stofnun og háskóla innan lands og utan, með það að mark­miði að auka lífslíkur teg­und­ar­innar sem mest. „Norð­aust­ur­land stendur hjarta mínu nær. Eftir því sem heim­sókn­unum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæð­inu til baka, til að hjálpa Norð­ur­-Atl­ants­haf­s­lax­in­um, sem er ógn­að, og einnig til að styðja við sam­fé­lagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálf­bær lang­tím­a­nálgun með starf­semi sem stendur undir eigin fjár­mögnun skipti sköp­um, geri lax­inum kleift að þríf­ast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla fram­tíð,“ segir Ratclif­fe.

Auglýsing
Á meðal þess sem vernd­ar­á­ætl­unin á að fela í sér að er ný  fjár­fest­ing og stand­setn­ing veiði­skála, þar sem að koma iðn­að­ar­menn og fyr­ir­tæki á svæð­inu. Um leið séu bændur á mark­vissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa ver­ið, til að við­halda hefð­bundnum land­bún­aði og jarð­gæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nær­sam­fé­lag­ið.

Þá segir Ratcliffe að kaupin á meiri­hluta­eign í jörð­inni Gríms­stöð­um, þar sem með­eig­endur eru íslenska ríkið og smærri hlut­haf­ar, séu birt­ing­ar­mynd heild­stæðrar nálg­unar sinnar á vernd­ar­starf.  „Nátt­úru­vernd hefur alltaf verið og verður áfram eini til­gangur aðkomu minnar á Norð­aust­ur­landi Íslands. Ég vil leggj­ast á árar við að við­halda laxa­stofn­unum þar, og vinna náið með bændum og byggð­ar­lög­um. Von mín er að úr starf­inu verði til sjálf­bær starf­semi í sátt við nátt­úr­una, sem einnig komi líf­ríki svæð­is­ins og sam­fé­lag­inu öllu til góða.“ 

Þverpóli­tísk sam­staða um tak­mörkun

Jarð­ar­kaup erlendra aðila á Íslandi hafa verið mikið í umræð­unni und­an­far­ið, og annað veifið und­an­farin ár. Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sagð­i við Morg­un­blaðið í júlí að hann bindi vonir við að frum­varp um jarða­­kaup útlend­inga hér á landi verði til­­­búið snemma í haust. Hann vill jafn­­framt ganga eins langt og hægt er með lög­­­gjöf­inni.

Sig­­­urður Ingi sagði þróun jarð­­ar­­kaupa síð­­­­­ustu ára vera alveg óvið­un­and­i. „Þess vegna hafa stjórn­­­völd verið með það til skoð­unar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðli­­­legri hætti og lík­­­­­ara því sem við þekkjum bæði í Nor­egi og Dan­­­mörku.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali í kvöld­fréttum Rík­­­is­­­sjón­varps­ins í júlí að breiður póli­­­­tísk­ur vilji væri til að tak­­­­marka jarða­­­kaup auð­­­manna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­­­ustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent