Gerðardómur taki fyrir ágreiningsmál ríkis og sveitarfélaga

Í nýrri þingsályktunartillögu er lagt til að gerðardómi að norrænni fyrirmynd verði komið á til að taka fyrir ágreiningsmál í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, leggur til í nýrri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ­gerð­ar­dómi eða nefnd að nor­rænni fyr­ir­mynd verið komið á sem muni taka fyr­ir­ á­grein­ings­mál sem upp kunna að koma í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga og ekki séu falin öðrum stjórn­völdum til úrlausn­ar. Þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan er til­laga um stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019-2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019-2023.

Eitt af verk­efn­is­mark­miðum þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar um sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga er að „gæta að og virða sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga og rétt þeirra til að ráða mál­efnum sínum á eigin ábyrgð, svo sem verk­efnum og fjár­hag.“ Þá verði unnið að því að greina kosti þess að koma á fót gerð­ar­dómi að nor­rænni fyr­ir­mynd.

Auglýsing
Þá þyrfti að fjalla um áhrif þess ef nið­ur­stöður nefndar eða gerð­ar­dóms yrðu bind­andi fyrir rík­is­valdið og sveit­ar­fé­lögin og nið­ur­staða um sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga í þeim til­teknu álita­málum yrði end­an­leg. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að aðilar leit­uðu til dóm­stóla, að því er kemur fram í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Ábyrgð verk­efn­is­ins væri í höndum sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. Sam­starfs­að­ilar væru þó öll ráðu­neyti og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið verður unnið á árunum 2020 til 2022 verði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sam­þykkt. 

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er einnig vísað til Evr­ópusátt­mál­ans um sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga sem tók gildi hér­lendis árið 1991. Í úttekt Evr­ópu­ráðs­ins hafi komið fram áhuga­verðar ábend­ing­ar, til að mynda ábend­ingu um hvort veita skuli sveit­ar­fé­lögum sér­staka laga­heim­ild til að skjóta til dóm­stóla ákvörð­unum rík­is­valds­ins sem þau telja fela í sér brot á sjálfs­stjórn­ar­rétti þeirra sam­kvæmt Evr­ópusátt­mál­an­um.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent