Gerðardómur taki fyrir ágreiningsmál ríkis og sveitarfélaga

Í nýrri þingsályktunartillögu er lagt til að gerðardómi að norrænni fyrirmynd verði komið á til að taka fyrir ágreiningsmál í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, leggur til í nýrri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ­gerð­ar­dómi eða nefnd að nor­rænni fyr­ir­mynd verið komið á sem muni taka fyr­ir­ á­grein­ings­mál sem upp kunna að koma í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga og ekki séu falin öðrum stjórn­völdum til úrlausn­ar. Þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan er til­laga um stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019-2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019-2023.

Eitt af verk­efn­is­mark­miðum þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar um sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga er að „gæta að og virða sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga og rétt þeirra til að ráða mál­efnum sínum á eigin ábyrgð, svo sem verk­efnum og fjár­hag.“ Þá verði unnið að því að greina kosti þess að koma á fót gerð­ar­dómi að nor­rænni fyr­ir­mynd.

Auglýsing
Þá þyrfti að fjalla um áhrif þess ef nið­ur­stöður nefndar eða gerð­ar­dóms yrðu bind­andi fyrir rík­is­valdið og sveit­ar­fé­lögin og nið­ur­staða um sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga í þeim til­teknu álita­málum yrði end­an­leg. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að aðilar leit­uðu til dóm­stóla, að því er kemur fram í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Ábyrgð verk­efn­is­ins væri í höndum sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. Sam­starfs­að­ilar væru þó öll ráðu­neyti og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið verður unnið á árunum 2020 til 2022 verði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sam­þykkt. 

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er einnig vísað til Evr­ópusátt­mál­ans um sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga sem tók gildi hér­lendis árið 1991. Í úttekt Evr­ópu­ráðs­ins hafi komið fram áhuga­verðar ábend­ing­ar, til að mynda ábend­ingu um hvort veita skuli sveit­ar­fé­lögum sér­staka laga­heim­ild til að skjóta til dóm­stóla ákvörð­unum rík­is­valds­ins sem þau telja fela í sér brot á sjálfs­stjórn­ar­rétti þeirra sam­kvæmt Evr­ópusátt­mál­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
Kjarninn 25. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent