Gerðardómur taki fyrir ágreiningsmál ríkis og sveitarfélaga

Í nýrri þingsályktunartillögu er lagt til að gerðardómi að norrænni fyrirmynd verði komið á til að taka fyrir ágreiningsmál í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, leggur til í nýrri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ­gerð­ar­dómi eða nefnd að nor­rænni fyr­ir­mynd verið komið á sem muni taka fyr­ir­ á­grein­ings­mál sem upp kunna að koma í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga og ekki séu falin öðrum stjórn­völdum til úrlausn­ar. Þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan er til­laga um stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019-2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019-2023.

Eitt af verk­efn­is­mark­miðum þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar um sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga er að „gæta að og virða sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga og rétt þeirra til að ráða mál­efnum sínum á eigin ábyrgð, svo sem verk­efnum og fjár­hag.“ Þá verði unnið að því að greina kosti þess að koma á fót gerð­ar­dómi að nor­rænni fyr­ir­mynd.

Auglýsing
Þá þyrfti að fjalla um áhrif þess ef nið­ur­stöður nefndar eða gerð­ar­dóms yrðu bind­andi fyrir rík­is­valdið og sveit­ar­fé­lögin og nið­ur­staða um sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga í þeim til­teknu álita­málum yrði end­an­leg. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að aðilar leit­uðu til dóm­stóla, að því er kemur fram í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Ábyrgð verk­efn­is­ins væri í höndum sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. Sam­starfs­að­ilar væru þó öll ráðu­neyti og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið verður unnið á árunum 2020 til 2022 verði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sam­þykkt. 

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er einnig vísað til Evr­ópusátt­mál­ans um sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga sem tók gildi hér­lendis árið 1991. Í úttekt Evr­ópu­ráðs­ins hafi komið fram áhuga­verðar ábend­ing­ar, til að mynda ábend­ingu um hvort veita skuli sveit­ar­fé­lögum sér­staka laga­heim­ild til að skjóta til dóm­stóla ákvörð­unum rík­is­valds­ins sem þau telja fela í sér brot á sjálfs­stjórn­ar­rétti þeirra sam­kvæmt Evr­ópusátt­mál­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent