Gerðardómur taki fyrir ágreiningsmál ríkis og sveitarfélaga

Í nýrri þingsályktunartillögu er lagt til að gerðardómi að norrænni fyrirmynd verði komið á til að taka fyrir ágreiningsmál í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, leggur til í nýrri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ­gerð­ar­dómi eða nefnd að nor­rænni fyr­ir­mynd verið komið á sem muni taka fyr­ir­ á­grein­ings­mál sem upp kunna að koma í sam­skiptum ríkis og sveit­ar­fé­laga og ekki séu falin öðrum stjórn­völdum til úrlausn­ar. Þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan er til­laga um stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019-2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019-2023.

Eitt af verk­efn­is­mark­miðum þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar um sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga er að „gæta að og virða sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga og rétt þeirra til að ráða mál­efnum sínum á eigin ábyrgð, svo sem verk­efnum og fjár­hag.“ Þá verði unnið að því að greina kosti þess að koma á fót gerð­ar­dómi að nor­rænni fyr­ir­mynd.

Auglýsing
Þá þyrfti að fjalla um áhrif þess ef nið­ur­stöður nefndar eða gerð­ar­dóms yrðu bind­andi fyrir rík­is­valdið og sveit­ar­fé­lögin og nið­ur­staða um sam­skipti ríkis og sveit­ar­fé­laga í þeim til­teknu álita­málum yrði end­an­leg. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að aðilar leit­uðu til dóm­stóla, að því er kemur fram í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Ábyrgð verk­efn­is­ins væri í höndum sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. Sam­starfs­að­ilar væru þó öll ráðu­neyti og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið verður unnið á árunum 2020 til 2022 verði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sam­þykkt. 

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er einnig vísað til Evr­ópusátt­mál­ans um sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga sem tók gildi hér­lendis árið 1991. Í úttekt Evr­ópu­ráðs­ins hafi komið fram áhuga­verðar ábend­ing­ar, til að mynda ábend­ingu um hvort veita skuli sveit­ar­fé­lögum sér­staka laga­heim­ild til að skjóta til dóm­stóla ákvörð­unum rík­is­valds­ins sem þau telja fela í sér brot á sjálfs­stjórn­ar­rétti þeirra sam­kvæmt Evr­ópusátt­mál­an­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent