Toppnum náð í byggingariðnaðinum og erlendu starfsfólki fækkar

Hægt er að meta horfur í byggingariðnaði með því að skoða magn byggingarhráefnis sem flutt er til landsins og mæla fjölda erlendra starfsmanna í greininni.

Byggingarsvæði
Auglýsing

Inn­flutn­ings­magn bygg­ing­ar­hrá­efnis hefur auk­ist með nokkuð stöð­ugum hætti á árunum 2013 til 2018 en aukn­ingin var mest í fyrra. Það sem af er ári hefur þó dregið nokkuð úr inn­flutn­ingi en sam­drátt­ur­inn er sá mesti sem mælst hefur frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Mynd: ÍbúðalánasjóðurMagn inn­flutn­ings á bygg­ing­ar­hrá­efnum getur gefið góða vís­bend­ingu um vænt umsvif íbúð­ar­upp­bygg­ingar hér á landi í náinni fram­tíð. Þar sem bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn reiðir sig að miklu leyti á inn­flutn­ing gætu slíkar tölur bent á þann fjölda verk­efna sem bíða íslenskra bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja hverju sinni.

Í skýrsl­unni segir að þrátt fyrir sam­drátt­inn sé enn meira flutt inn af bygg­ing­ar­hrá­efni en árið 2017.

Erlendu vinnu­afli fer fækk­andi

Þá kemur fram að einnig sé hægt að meta horfur í bygg­ing­ar­iðn­aði með því að mæla fjölda erlendra starfs­manna í grein­inni. Þar sem þeir séu gjarnan hreyf­an­leg­asta vinnu­aflið í grein­inni fjölgar þeim jafnan ört þegar nóg er til af verk­efnum hjá bygg­ing­ar­fyr­ir­tækjum og fækkar sömu­leiðis hratt þegar verr árar.

Auglýsing

Mynd: Íbúðalánasjóður„Á svip­uðum tíma og inn­flutn­ingur bygg­ing­ar­hrá­efna náði met­hæðum var fjöldi erlendra starfs­manna í bygg­ing­ar­geir­anum einnig í hámarki. Með­fylgj­andi mynd sýnir þró­un­ina, en fjöldi starfs­manna í grein­inni með erlent lög­heim­ili rúm­lega nífald­að­ist frá árs­byrjun 2015 til árs­loka 2017, frá rúm­lega hund­rað manns og upp í þús­und. Frá því hefur þeim farið fækk­andi jafnt og þétt, en ef tekið er til­lit til árs­tíða­breyt­inga hefur fjöldi erlendra bygg­ing­ar­starfs­manna minnkað niður í rúm­lega átta hund­ruð manns í ár,“ segir í skýrsl­unni.

Upp­lýs­ingar um bæði inn­flutn­ing á bygg­ing­ar­hrá­efnum og fjölda erlendra starfs­manna í bygg­ing­ar­iðn­aði benda til þess að toppnum á starf­sem­inni hefur verið náð í bili, sam­kvæmt Íbúða­lána­sjóði. Enn fremur sýni nýj­ustu tölur að bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki hafi flutt inn minna af hrá­efnum og erlendum starfs­mönn­um, sem bendi til þess að þau geri ráð fyrir færri verk­efnum á næst­unni. Þannig mætti búast við minni íbúða­upp­bygg­ingu í náinni fram­tíð en und­an­farna mán­uði, þrátt fyrir tölu­verða starf­semi ef miðað er við síð­ustu tíu ár.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Tobba Marinós ráðin nýr ritstjóri DV
DV á að verða miðill sem umfram allt verður með „vönduð efnistök“. Hlé verður gert á pappírsútgáfu miðilsins.
Kjarninn 31. mars 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Draugr
Kjarninn 31. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent