Toppnum náð í byggingariðnaðinum og erlendu starfsfólki fækkar

Hægt er að meta horfur í byggingariðnaði með því að skoða magn byggingarhráefnis sem flutt er til landsins og mæla fjölda erlendra starfsmanna í greininni.

Byggingarsvæði
Auglýsing

Inn­flutn­ings­magn bygg­ing­ar­hrá­efnis hefur auk­ist með nokkuð stöð­ugum hætti á árunum 2013 til 2018 en aukn­ingin var mest í fyrra. Það sem af er ári hefur þó dregið nokkuð úr inn­flutn­ingi en sam­drátt­ur­inn er sá mesti sem mælst hefur frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Mynd: ÍbúðalánasjóðurMagn inn­flutn­ings á bygg­ing­ar­hrá­efnum getur gefið góða vís­bend­ingu um vænt umsvif íbúð­ar­upp­bygg­ingar hér á landi í náinni fram­tíð. Þar sem bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn reiðir sig að miklu leyti á inn­flutn­ing gætu slíkar tölur bent á þann fjölda verk­efna sem bíða íslenskra bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja hverju sinni.

Í skýrsl­unni segir að þrátt fyrir sam­drátt­inn sé enn meira flutt inn af bygg­ing­ar­hrá­efni en árið 2017.

Erlendu vinnu­afli fer fækk­andi

Þá kemur fram að einnig sé hægt að meta horfur í bygg­ing­ar­iðn­aði með því að mæla fjölda erlendra starfs­manna í grein­inni. Þar sem þeir séu gjarnan hreyf­an­leg­asta vinnu­aflið í grein­inni fjölgar þeim jafnan ört þegar nóg er til af verk­efnum hjá bygg­ing­ar­fyr­ir­tækjum og fækkar sömu­leiðis hratt þegar verr árar.

Auglýsing

Mynd: Íbúðalánasjóður„Á svip­uðum tíma og inn­flutn­ingur bygg­ing­ar­hrá­efna náði met­hæðum var fjöldi erlendra starfs­manna í bygg­ing­ar­geir­anum einnig í hámarki. Með­fylgj­andi mynd sýnir þró­un­ina, en fjöldi starfs­manna í grein­inni með erlent lög­heim­ili rúm­lega nífald­að­ist frá árs­byrjun 2015 til árs­loka 2017, frá rúm­lega hund­rað manns og upp í þús­und. Frá því hefur þeim farið fækk­andi jafnt og þétt, en ef tekið er til­lit til árs­tíða­breyt­inga hefur fjöldi erlendra bygg­ing­ar­starfs­manna minnkað niður í rúm­lega átta hund­ruð manns í ár,“ segir í skýrsl­unni.

Upp­lýs­ingar um bæði inn­flutn­ing á bygg­ing­ar­hrá­efnum og fjölda erlendra starfs­manna í bygg­ing­ar­iðn­aði benda til þess að toppnum á starf­sem­inni hefur verið náð í bili, sam­kvæmt Íbúða­lána­sjóði. Enn fremur sýni nýj­ustu tölur að bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki hafi flutt inn minna af hrá­efnum og erlendum starfs­mönn­um, sem bendi til þess að þau geri ráð fyrir færri verk­efnum á næst­unni. Þannig mætti búast við minni íbúða­upp­bygg­ingu í náinni fram­tíð en und­an­farna mán­uði, þrátt fyrir tölu­verða starf­semi ef miðað er við síð­ustu tíu ár.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent