Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að kaupa 50 milljarða króna safn af verðtryggðum lánum af Arion banka. Arion banki mun áfram þjónusta og innheimta lánin. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands í dag.
Þar segir að fjármunirnir séu að mestu leyti greiðsla sem sjóðurinn fær til sín þegar Arion banki greiðir upp sértryggðan skuldabréfaflokk síðar í haust. „Afar mikilvægt er fyrir sjóðinn að endurfjárfesta lausafjármunum sínum með þessum hætti í sambærilegum tryggum fjárfestingarflokkum sem gefa sjóðnum góða ávöxtun til langs tíma.“
Í tilkynningunni segir að kaupin séu mikilvægt skref í fjárstýringu sjóðsins og lágmarki tap hans á uppgreiðslum veittra lána. „Skuldir Íbúðalánasjóðs eru nær allar verðtryggðar til langs tíma.. Stærstur hluti eigna sjóðsins eru verðtryggð íbúðalán en miklar uppgreiðslur þeirra hafa valdið því að safnast hefur upp mikið lausafé.