Ályktar að varðhundar lífeyrissjóðakerfisins séu haldnir „Ponzi heilkennum“

Formaður VR segir að varla nokkrum manni detti í hug að lífeyrissjóðum landsins muni takast að standa við þau loforð um lífeyrisgreiðslur sem gefin hafa verið, ætli þeir sér að reiða sig alfarið á markaðslegar forsendur.

Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að sterkar vís­bend­ingar séu um að íslenska líf­eyr­is­kerfið sé offjár­magnað og að það detti varla nokkrum manni í hug að líf­eyr­is­sjóð­unum tak­ist að standa við þau lof­orð um líf­eyr­is­greiðslur sem gefin hafa verið með því að reiða sig alfarið á mark­aðs­legar for­send­ur. „Af orð­ræð­unni að dæma má því álykta að helstu varð­hundar núver­andi kerfis séu haldnir ein­hvers­konar Ponzi heil­kenn­um.“

Þetta kemur fram í langri stöðu­upp­færslu Ragn­ars Þórs á Face­book þar sem hann fer yfir stöðu líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins. VR skipar helm­ing stjórn­ar­manna í stjórn næst stærsta líf­eyr­is­sjóð lands­ins, Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna.

Auglýsing
Tilefni skrifa Ragn­ars Þórs eru nýjar tölur sem birtar voru í síð­ustu viku og sýna að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafi átt um 4.700 millj­arða króna í lok júní. Eignir sjóð­anna hafa sam­eig­in­lega auk­ist um 570 millj­arða króna það sem af er ári. Þar af eru inn­lendar eignir þeirra 3.351 millj­arðar króna. Aukn­ing á virði eigna sjóð­anna er að mestu til­komin vegna þess að eignir þeirra hafa hækkað í virði, þótt hluti upp­hæð­ar­innar sé vita­skuld vegna inn­greiðslna sjóðs­fé­laga til þeirra. Sú eign sem hefur hækkað mest í verði á árinu eru hluta­bréf í Mar­el, en mark­aðsvirði þess félags er nú 58 pró­sent meira en það var í byrjun árs. Mark­aðsvirði Marel er nú 448 millj­arðar króna og hefur auk­ist um 165 millj­arða króna frá ára­mót­um. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi Líf­eyr­is­sjóður eru á meðal stærstu hlut­hafa í Mar­el, með sitt hvorn fimm pró­sent eign­ar­hlut­inn. Auk þess eiga aðrir sjóðir smærri hluti í félag­inu.

Hag­kerfið þarf að standa undir of hárri ávöxt­un­ar­kröfu

Ragnar Þór segir að reiknuð ávöxt­un­ar­krafa sjóð­anna sé 3,5 pró­sent og að ef hún stand­ist þá telji sjóð­irnir sig geta staðið undir 74-76 pró­sent af með­al­launa­rétt­ind­um. „Þetta þýðir að hag­kerf­ið, fyirr­tækin og ein­stak­ling­ar, þurfa að standa undir ríf­lega 117 millj­arða ávöxt­un­ar­kröfu sjóð­anna sem er til við­bótar þeim 170 millj­örðum sem tekin eru í iðgjöld á ári hverju og fer hækk­andi. Miklar inn­lendar eignir sjóð­anna gera því ríka kröfu á aukna arð­semi af inn­lendum fjár­fest­ingum þeirra. Þetta skilar sér í hærri vöxtum (minni lækk­un). Þó mark­aðsvextir hafi lækkað mikið und­an­farið hafa líf­eyr­is­sjóðir aukið gríð­ar­lega álagn­ingu sína ofan á mark­aðsvexti, þó svo þeir hafi lækkað mikið hefur lækk­unin því aðeins skilað sér að hluta til neyt­enda ekk­ert ósvipað því og olíu­fé­lögin gera þar sem ávinn­ingur af geng­is­styrk­ingu og lækkun á heims­mark­aði virð­ist skila sér seint og illa til neytenda öfugt við það þegar þró­unin er í hina átt­ina.“

Auglýsing
Há ávöxt­un­ar­krafa hafi því nei­kvæð áhrif á vöru­verð, vexti, kaup­mátt og kostnað fyr­ir­tækja. „Þetta myndar hvata til að halda launum niðri og álagn­ingu uppi. Aukin áhættu­sækni í stað þess að fjár­festa í innviðum og leggja áherslu á lífs­gæði og kaup­mátt allra sjóð­fé­laga, alla ævi, í stað þess að ein­blína ein­göngu á hug­mynda­fræði sem margt bendi til að sé komin í þrot.

Sjóð­irnir hafa samt aukið erlendar eignir sín­ar, sem er tví­eggja sverð, þar sem rekja má veik­ingu krón­unnar síð­asta árs til auk­inna umsvifa líf­eyr­is­sjóða í erlendum fjar­fest­ing­um. Veik­ingin skilar sér svo hærra vöru­verði og lægri kaup­mætti greið­andi og þiggj­andi sjóð­fé­laga.“

Margir spenar sjúga fast

Ragnar Þór gagn­rýnir einnig yfir­bygg­ingu og rekstr­ar­kostnað sjóð­anna, en í dag eru alls 22 sjóður með aðild að Lands­sam­bandi líf­eyr­is­sjóða. Það telur Ragnar Þór vera allt of háa tölu og að það sé „ga­lið“ af 360 þús­und manna þjóða að vera með slíka yfir­bygg­ingu. „Sem dæmi má nefna að árið 2016 greiddu 11 stærstu líf­eyr­is­sjóð­irnir 43 æðstu stjórn­endum sínum ásamt stjórn­ar­mönnum rúm­lega 940 millj­ónir í laun. Árið 2018 var þessi sami kostn­aður kom­inn yfir einn millj­arð. Annar rekstr­ar­kostn­aður ásamt upp­gefnum og áætl­uðum fjár­fest­ing­ar­gjöldum nam rúm­lega 13,7 millj­örðum króna árið 2016 hjá 11 líf­eyr­is­sjóðum af 22 en er komin yfir 15 millj­arða hjá þessum 11 fyrir árið 2018 og eru þetta var­lega áætl­aðar tölur sem eru teknar úr árs­reikn­ingum sjóð­anna. Það eru fjöl­margir spenar á kerf­inu og margir sem sjúga fast.“

Efast um getu sjóð­anna til að standa við lof­orð

Ragnar Þór segir að ekk­ert sé vitað um raun­veru­legar eignir sjóð­anna fyrr en þær verði seld­ar. „Sagan hefur kennt okkur að mark­aðir munu sveifl­ast með til­heyr­andi kreppum og kerf­is­hrun­um. Er hægt að bjarga þessu kerfi og hvernig verður það gert? Já það er hægt. Fyrst verðum við að við­ur­kenna vand­ann og setj­ast niður og fara í heild­ar­end­ur­skoðun á líf­eyr­is­kerf­inu, kostum þess og göll­um, og hvaða leiðir eru bestar til að tryggja betur rétt­indi og jafna þau frekar til fram­tíð­ar.

Auglýsing
Með hækkun iðgjalda í 15,5 pró­sent hafi átt að tryggja 74-76 pró­sent með­al­launa­rétt­indi eftir 67 ára aldur miðað 40 ára inn­greiðslu. Nú sé hins vegar greitt mun meira inn í kerfið og mun leng­ur. „Þetta þýðir að reiknuð rétt­indi eru í raun mun hærri og skila sem dæmi hjá einum stærsta sjóðnum um 106% með­al­launa­rétt­indum miðað við 50 ára inn­greiðslu. Þetta gefur sterk­lega til kynna að kerfið okkar sé nú þegar offjár­magnað og til að færa enn frek­ari rök fyrir því munu 4% og allt að 6% við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ur, (sam­tals 21,5% iðgjöld) færa sömu með­al­launa­rétt­indi í allt að 168%.“

Þetta segir Ragnar Þór að hljómi ótrú­lega og að kerfið sé vissu­lega ótrú­legt. „Það dettur varla nokkrum manni í hug að sjóð­unum tak­ist að standa við þessi lof­orð með því að reiða sig alfarið á mark­aðs­legar for­send­ur? Af orð­ræð­unni að dæma má því álykta að helstu varð­hundar núver­andi kerfis séu haldnir ein­hvers­konar Ponzi heil­kenn­um.“

Líf­eyr­is­sjóðir í 50 ár. 1. hlut­i. Nú ber­ast fréttir af mik­illi hækkun eigna líf­eyr­is­sjóða sem í lok Júní mán­aðar vor­u...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Sat­ur­day, Aug­ust 10, 2019

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent