Lengstu göng Íslandssögunnar

Jarðgöng undir Fjarðarheiði yrðu þau lengstu á Íslandi, eða 13,4 kílómetrar, ef tillögur verkefnishóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ná fram að ganga. Vaðlaheiðargöng eru þau lengstu í dag en þau eru 7,2 kílómetrar að lengd.

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður
Auglýsing

Væn­leg­ast er að rjúfa ein­angrun Seyð­is­fjarðar með jarð­göngum undir Fjarð­ar­heiði og styrkja sam­fé­lagið á Aust­ur­landi öllu með tvennum göngum milli Seyð­is­fjarðar og Mjóa­fjarðar ann­ars vegar og Mjóa­fjarðar og Norð­fjarðar hins vegar á síð­ari stig­um. Þetta er nið­ur­staða verk­efn­is­hóps skýrslu um Seyð­is­fjarð­ar­göng sem skip­aður var af Sig­urði Inga Jóhanns­syni, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra.

Gögn undir Fjarð­ar­heiði yrðu þau lengstu á Íslandi, eða 13,4 kíló­metr­ar. Verk­efn­is­hóp­ur­inn áætlar að kostn­aður vegna þeirra geti numið um 33 til 34 millj­örðum króna en nákvæm kostn­að­ar­grein­ing hefur ekki verið unn­in. 

Heild­ar­kostn­aður við hring­teng­ingu með göngum undir Fjarð­ar­heiði og síðar yfir í Mjóa­fjörð og Norð­fjörð er áætl­aður um 64 millj­arðar króna. Sam­an­lögð lengd þriggja ganga í hring­teng­ingu er 25,7 kíló­metr­ar. Vegir utan ganga yrðu sam­tals um 6 til 8 kíló­metr­ar. Með því væri hægt að fara lág­lendis­veg alla leið til Egils­staða í stað leið­ar­innar um Fagra­dal auk þess sem vega­lendir stytt­ast fyrir byggðir á fjörð­un­um.

Auglýsing

Veggjöld fýsi­leg

Hóp­ur­inn telur veggjöld vera fýsi­leg fyrir göng af þessu tagi og að íbúar hafi lýst sig reiðu­búna til að greiða veggjöld. Verk­efn­is­hóp­ur­inn telur tekjur af veggjaldi geta staðið undir rekstri og við­haldi gang­anna en myndu skila litlu sem engu í stofn­kostn­að.

Í verk­efn­is­hópnum sátu Hreinn Har­alds­son, vega­mála­stjóri fram til 1. júlí 2018 , for­mað­ur, Adolf Guð­munds­son, lög­fræð­ing­ur, Arn­björg Sveins­dótt­ir, sem var for­seti bæj­ar­stjórnar Seyð­is­fjarð­ar­kaup­staðar fram til 2018, Jóna Árný Þórð­ar­dótt­ir, lög­giltur end­ur­skoð­andi og Snorri Björn Sig­urðs­son, for­stöðu­maður hjá Byggða­stofn­un. Með hópnum störf­uðu Sig­ur­bergur Björns­son skrif­stofu­stjóri og Frið­finnur Skafta­son sér­fræð­ingur úr sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu og Val­týr Þór­is­son, for­stöðu­maður áætl­ana hjá Vega­gerð­inni.

Telur að Aust­ur­land muni sam­ein­ast í eitt sveit­ar­fé­lag

Hildur Þórisdóttir Mynd: AðsendFor­seti bæj­ar­stjórnar Seyð­is­fjarð­ar­kaup­stað­ar, Hildur Þór­is­dótt­ir, fagnar lang­þráðri skýrslu sem sam­göngu­ráð­herra, að því er kemur fram í Aust­ur­frétt. Bar­áttu þeirra fyrir göngum sé þó hvergi nærri lok­ið.

„Ég held að Seyð­firð­ingar verði mjög ánægðir með þessi tíð­indi. Þetta er í takt við þeirra vilja og í sam­ræmi við það sem við bjugg­umst við,“ segir hún.

Hildur segir í sam­tali við Aust­ur­frétt að í þeirra huga sé þetta fyrsti áfang­inn sem geri þeim kleift að kom­ast á milli staða og gera Aust­ur­land að einu atvinnu­svæði. Hún telur enn fremur að í fram­tíð­inni muni Aust­ur­land sam­ein­ast í eitt sveit­ar­fé­lag.

Í skýrsl­unni segir að sjö ár taki að gera Fjarð­ar­heið­ar­göng og fyrir það þurfi sjö ára und­ir­bún­ings­tíma. „Skýrslan er áfanga­sigur í langri veg­ferð. Nú sjáum við hvað Alþingi ger­ir, hvort við fáum ekki stuðn­ing það­an. Við bíðum enn eftir tíma­setn­ing­um, þær eru lyk­il­at­riði og Seyð­firð­ingar eru, eins og gefur að skilja, óþol­in­móðir eftir langa við. Aðal­málið er þó að áfang­inn í dag er mjög jákvæð­ur,“ segir Hild­ur.

Mátu fjóra ólíka kosti

Verk­efn­is­hóp­ur­inn mat fjóra ólíka val­kosti um mögu­legar sam­göngu­bætur í skýrslu sinni:

  • Val­kostur 1 – Jarð­göng undir Fjarð­ar­heiði.
  • Val­kostur 2 – Jarð­göng undir Fjarð­ar­heiði ásamt göngum til Mjóa­fjarðar og göngum þaðan til Norð­fjarð­ar.
  • Val­kostur 3 – Jarð­göng milli Seyð­is­fjarðar og Mjóa­fjarð­ar, önnur undir Mjóa­fjarð­ar­heiði milli Mjóa­fjarðar og Hér­aðs og þau þriðju milli Mjóa­fjarðar og Norð­fjarð­ar.
  • Val­kostur 4 – Jarð­göng milli Seyð­is­fjarðar og Mjóa­fjarðar og önnur milli Mjóa­fjarðar og Hér­aðs.

Sam­kvæmt sam­göngu- og sveit­ar­sjórn­ar­ráðu­neyt­inu fól verk­efn­is­hóp­ur­inn ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu KPMG að gera sér­staka könnun á sam­fé­lags­legum áhrifum þar sem gerð hafi verið grein fyrir sviðs­myndum um áhrif ólíkra val­kosta jarð­ganga­gerð­ar. Tekin hafi verið við­töl við íbúa og hags­muna­að­ila á Aust­ur­landi haustið 2018 og fram á þetta ár. Þar hafi komið fram að vilji Aust­firð­inga standi til þess að Fjarð­ar­heið­ar­göng verði sett í for­gang. Í því væri meðal ann­ars horft til þess að síðar verði hægt að grafa önnur göng til að mynda hring­teng­ingu.

Sam­band sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi ályktaði haustið 2018 að jarð­göng undir Fjarð­ar­heiði væru „for­gangs­verk­efni í jarð­ganga­gerð á Aust­ur­landi, enda aðstæður íbúa á Seyð­is­firði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað leng­ur.“

Rann­sóknir á jarð­fræði­legum aðstæðum lágu fyrir vegna fyrri athug­ana á jarð­ganga­kost­um. Verk­efn­is­hóp­ur­inn lét á hinn bóg­inn gera athugun á veð­ur­að­stæðum við helstu jarð­ganga­kosti, segir í frétt ráðu­neyt­is­ins um mál­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent