Námsbrautir sem einblína á ferðaþjónustu allt of fáar

Námsbrautir hér á landi sem leggja áherslu á ferðaþjónustu eru allt of fáar og á tiltölulega einhæfum sviðum. Kallað er eftir fjölbreyttara framboði á þrepaskiptu, hagnýtu og aðgengilegu starfsnámi í ferðaþjónustu í nýrri skýrslu.

Ferðamenn
Auglýsing

Þörf er fyrir verklega færni með áherslu á þjónustu í ferðamannaiðnaðinum. Þó það nám sem í boði er sé gott eru námsbrautir hér á landi allt of fáar og á tiltölulega einhæfum sviðum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Þá er kallað eftir fjölbreyttara framboði á þrepaskiptu, hagnýtu og aðgengilegu starfsnámi í ferðaþjónustu. Námi sem fer fram bæði á vinnustað og í skóla.

Markmið skýrslunnar var að miðla sýn atvinnulífs og menntakerfis á nám í ferðaþjónustu þannig að sú sýn gæti verið skólum og yfirvöldum leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir atvinnugreinina.

Auglýsing

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, sem fjármagnað er af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, var stofnað árið 2017 og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins falið að hýsa það. Eitt af hlutverkum Hæfnisetursins er að vera vettvangur samtals atvinnulífs og menntakerfis um framtíðarskipan náms í ferðaþjónustu.

Æskilegt að hafa fleira starfsfólk með vottaða þekkingu

Ferðaþjónustan hefur vaxið ört á undanförnum árum og hefur fest sig í sessi sem ein helsta atvinnugrein Íslendinga. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár og að sama skapi hótelum, veitingastöðum, bílaleigum og fyrirtækjum sem bjóða upp á ýmiss konar afþreyingu. Störfum hefur fjölgað í takt við þarfirnar og kalla nú á meiri fjölbreytni og sérhæfingu, samkvæmt skýrsluhöfundum.

Í skýrslunni segir að í viðtölum við stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu komi fram að æskilegt sé að hafa meira framboð af starfsfólki sem býr yfir staðfestri og vottaðri þekkingu. Það myndi auka gæði og arðsemi.

Brýnt að setja fram heildstæða stefnumörkun

Í ársbyrjun 2018 kallaði Hæfnisetrið til víðtæks samtals hagaðila í ferðaþjónustu, stjórnenda og starfsfólk fyrirtækja, fulltrúa aðila atvinnulífsins, auk stjórnenda og starfsfólks skóla og fræðsluaðila um fyrirkomulag náms í ferðaþjónustu. Markmiðið var að miðla reynslu, fá nýjar hugmyndir, koma skoðunum og tillögum á framfæri. Leitað var svara við spurningunni: Hver er þörf ferðaþjónustunnar fyrir hæfni og menntun?

Samkvæmt skýrslunni var almenn ánægja með samtalið og höfðu menn á orði að löngu tímabært hefði verið að kalla aðila saman og mikilvægt væri að halda samstarfinu áfram. Fram kom að þó einstaka skólar hafi áður átt í samtali við atvinnurekendur við mótun nýrra námsbrauta hafi ekki verið ljóst hver bæri ábyrgð á að tryggja að framboð náms væri í samræmi við þarfir atvinnulífsins. Brýnt væri að setja fram heildstæða stefnumörkun fyrir atvinnugreinina.

Ekki verið að tala um stökkbreytingu

Í skýrslunni segir enn fremur að stefnumörkun yfirvalda menntamála liggi fyrir meðal annars í aðalnámskrám og Hvítbók um umbætur í menntun. Fullur vilji sé til að tengja saman skólastigin þannig að einstaklingar og fyrirtæki upplifi lausnir í að efla hæfni, ekki flækjustig. Einstaka skólar og fræðsluaðilar séu tilbúnir til að láta hendur standa fram úr ermum og koma með úrræði.

Í raun og veru sé ekki verið að tala um stökkbreytingu á neinu eða himinhá útgjöld. Samtalið hafi átt sér stað og gerð hafi verið grein fyrir þörfum ferðaþjónustunnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent