Lengstu göng Íslandssögunnar

Jarðgöng undir Fjarðarheiði yrðu þau lengstu á Íslandi, eða 13,4 kílómetrar, ef tillögur verkefnishóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ná fram að ganga. Vaðlaheiðargöng eru þau lengstu í dag en þau eru 7,2 kílómetrar að lengd.

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður
Auglýsing

Vænlegast er að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Þetta er niðurstaða verkefnishóps skýrslu um Seyðisfjarðargöng sem skipaður var af Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Gögn undir Fjarðarheiði yrðu þau lengstu á Íslandi, eða 13,4 kílómetrar. Verkefnishópurinn áætlar að kostnaður vegna þeirra geti numið um 33 til 34 milljörðum króna en nákvæm kostnaðargreining hefur ekki verið unnin. 

Heildarkostnaður við hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði og síðar yfir í Mjóafjörð og Norðfjörð er áætlaður um 64 milljarðar króna. Samanlögð lengd þriggja ganga í hringtengingu er 25,7 kílómetrar. Vegir utan ganga yrðu samtals um 6 til 8 kílómetrar. Með því væri hægt að fara láglendisveg alla leið til Egilsstaða í stað leiðarinnar um Fagradal auk þess sem vegalendir styttast fyrir byggðir á fjörðunum.

Auglýsing

Veggjöld fýsileg

Hópurinn telur veggjöld vera fýsileg fyrir göng af þessu tagi og að íbúar hafi lýst sig reiðubúna til að greiða veggjöld. Verkefnishópurinn telur tekjur af veggjaldi geta staðið undir rekstri og viðhaldi ganganna en myndu skila litlu sem engu í stofnkostnað.

Í verkefnishópnum sátu Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri fram til 1. júlí 2018 , formaður, Adolf Guðmundsson, lögfræðingur, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fram til 2018, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun. Með hópnum störfuðu Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri og Friðfinnur Skaftason sérfræðingur úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, forstöðumaður áætlana hjá Vegagerðinni.

Telur að Austurland muni sameinast í eitt sveitarfélag

Hildur Þórisdóttir Mynd: AðsendForseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hildur Þórisdóttir, fagnar langþráðri skýrslu sem samgönguráðherra, að því er kemur fram í Austurfrétt. Baráttu þeirra fyrir göngum sé þó hvergi nærri lokið.

„Ég held að Seyðfirðingar verði mjög ánægðir með þessi tíðindi. Þetta er í takt við þeirra vilja og í samræmi við það sem við bjuggumst við,“ segir hún.

Hildur segir í samtali við Austurfrétt að í þeirra huga sé þetta fyrsti áfanginn sem geri þeim kleift að komast á milli staða og gera Austurland að einu atvinnusvæði. Hún telur enn fremur að í framtíðinni muni Austurland sameinast í eitt sveitarfélag.

Í skýrslunni segir að sjö ár taki að gera Fjarðarheiðargöng og fyrir það þurfi sjö ára undirbúningstíma. „Skýrslan er áfangasigur í langri vegferð. Nú sjáum við hvað Alþingi gerir, hvort við fáum ekki stuðning þaðan. Við bíðum enn eftir tímasetningum, þær eru lykilatriði og Seyðfirðingar eru, eins og gefur að skilja, óþolinmóðir eftir langa við. Aðalmálið er þó að áfanginn í dag er mjög jákvæður,“ segir Hildur.

Mátu fjóra ólíka kosti

Verkefnishópurinn mat fjóra ólíka valkosti um mögulegar samgöngubætur í skýrslu sinni:

  • Valkostur 1 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði.
  • Valkostur 2 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði ásamt göngum til Mjóafjarðar og göngum þaðan til Norðfjarðar.
  • Valkostur 3 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, önnur undir Mjóafjarðarheiði milli Mjóafjarðar og Héraðs og þau þriðju milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.
  • Valkostur 4 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og önnur milli Mjóafjarðar og Héraðs.

Samkvæmt samgöngu- og sveitarsjórnarráðuneytinu fól verkefnishópurinn ráðgjafafyrirtækinu KPMG að gera sérstaka könnun á samfélagslegum áhrifum þar sem gerð hafi verið grein fyrir sviðsmyndum um áhrif ólíkra valkosta jarðgangagerðar. Tekin hafi verið viðtöl við íbúa og hagsmunaaðila á Austurlandi haustið 2018 og fram á þetta ár. Þar hafi komið fram að vilji Austfirðinga standi til þess að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang. Í því væri meðal annars horft til þess að síðar verði hægt að grafa önnur göng til að mynda hringtengingu.

Samband sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði haustið 2018 að jarðgöng undir Fjarðarheiði væru „forgangsverkefni í jarðgangagerð á Austurlandi, enda aðstæður íbúa á Seyðisfirði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað lengur.“

Rannsóknir á jarðfræðilegum aðstæðum lágu fyrir vegna fyrri athugana á jarðgangakostum. Verkefnishópurinn lét á hinn bóginn gera athugun á veðuraðstæðum við helstu jarðgangakosti, segir í frétt ráðuneytisins um málið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent