Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna aðkeyptrar ráðgjafar og álita sem tengjast þriðja orkupakkanum nemur 16,1 milljón króna. Þar af nemur kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita rúmlega 7,6 milljónum og erlends tæpum 8,5 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, um kostnað ráðuneytisins vegna þriðja orkupakkans.
Þar af voru 2,4 milljónir greiddar samkvæmt reikningum á árinu 2018, en annað greitt samkvæmt reikningum á þessu ári.
Greiðslurnar sundurliðast vegna innlendrar ráðgjafar og álita sem hér segir:
Leitað til eins erlends álitsgjafa
Heildarkostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar erlendrar ráðgjafar og álita sem tengjast þriðja orkupakkanum nemur alls 8.470.737 krónum. Í svarinu kemur fram að leitað hafi verið til eins erlends aðila, Dr. Carls Baudenbacher, og nam reikningur hans alls 61.249 evrum, eða tæpum 8,4 milljónum króna.
Samkvæmt ráðherranum hefur enginn kostnaður fallið til á árinu vegna kynningar á þriðja orkupakkanum.