Flestir sem nota Íslendingabók á aldrinum 21 til 30 ára

Samkvæmt Íslendingabók hefur sú kenning verið uppi að áhugi ungs fólks sé vegna þess að það sé í makaleit og þess vegna að skoða fjölskylduhagi hvers annars.

Druslugangan 27. júlí 2019
Auglýsing

Eflaust halda margir að eldra fólk hafi mestan áhuga á ætt­fræði og telja jafn­vel að sá hópur sem noti Íslend­inga­bók sé fólk sem komið er á eft­ir­laun. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu þeirra eru þó flestir not­endur Íslend­inga­bókar á aldr­inum 21 til 30 ára.

„Þessi ald­urs­hópur er vissu­lega mjög vel tengdur á net­inu og sam­fé­lags­miðlum og eyðir drjúgum tíma í að flakka um netið en fæstir hefðu haldið að Íslend­inga­bók væri fastur við­komu­staður þeirra. Sú kenn­ing hefur verið uppi að þetta sé vegna þess að unga fólkið sé í maka­leit og þess vegna að skoða fjöl­skyldu­hagi hvers ann­ars. Þetta eru bara get­gátur og kannski hefur unga fólkið bara svona mik­inn áhuga á ætt­fræði. Til dæmis er ungt fólk dug­legt við að setja inn myndir þó eldri kyn­slóðin eigi þar vinn­ing­inn,“ segir á síð­unni.

Mynd: Íslendingabók

Auglýsing

95 pró­sent Íslend­inga í bók­inni

Íslend­inga­bók er gagna­grunnur sem hefur að geyma upp­lýs­ingar um ættir nær allra Íslend­inga sem heim­ildir eru til um. Þar má finna tæp­lega 900.000 ein­stak­linga allt frá land­námi til okkar daga. Sam­kvæmt Íslend­inga­bók er um 95 pró­sent allra Íslend­inga – sem uppi hafa verið frá því að Mann­talið 1703 var skráð hér á landi – að finna í Íslend­inga­bók. Einnig megi finna ein­stak­linga allt aftur til land­náms ef þeirra sé getið í heim­ild­um.

Upp­hafið að Íslend­inga­bók má rekja aftur til árs­ins 1988 þegar Frið­rik Skúla­son hóf að skrá ætt­fræði­upp­lýs­ingar í ætt­fræði­for­rit sitt Espólín. Íslensk erfða­grein­ing og Frið­rik Skúla­son hófu sam­starf um gerð Íslend­inga­bókar árið 1997 meðal ann­ars með það að mark­miði að nýta ætt­fræði­upp­lýs­ingar við rann­sóknir Íslenskrar erfða­grein­ing­ar.

Aðgangur hvers og eins afmarkast við nán­ustu ætt­ingja, beinan legg aftur og alla þá sem fæddir eru fyrir árið 1700. Nán­asta fjöl­skylda mið­ast við langömmur og langafa og alla afkom­endur þeirra. Ekki er veittur aðgangur að systk­inum langömmu og langafa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent