Flestir sem nota Íslendingabók á aldrinum 21 til 30 ára

Samkvæmt Íslendingabók hefur sú kenning verið uppi að áhugi ungs fólks sé vegna þess að það sé í makaleit og þess vegna að skoða fjölskylduhagi hvers annars.

Druslugangan 27. júlí 2019
Auglýsing

Eflaust halda margir að eldra fólk hafi mestan áhuga á ætt­fræði og telja jafn­vel að sá hópur sem noti Íslend­inga­bók sé fólk sem komið er á eft­ir­laun. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu þeirra eru þó flestir not­endur Íslend­inga­bókar á aldr­inum 21 til 30 ára.

„Þessi ald­urs­hópur er vissu­lega mjög vel tengdur á net­inu og sam­fé­lags­miðlum og eyðir drjúgum tíma í að flakka um netið en fæstir hefðu haldið að Íslend­inga­bók væri fastur við­komu­staður þeirra. Sú kenn­ing hefur verið uppi að þetta sé vegna þess að unga fólkið sé í maka­leit og þess vegna að skoða fjöl­skyldu­hagi hvers ann­ars. Þetta eru bara get­gátur og kannski hefur unga fólkið bara svona mik­inn áhuga á ætt­fræði. Til dæmis er ungt fólk dug­legt við að setja inn myndir þó eldri kyn­slóðin eigi þar vinn­ing­inn,“ segir á síð­unni.

Mynd: Íslendingabók

Auglýsing

95 pró­sent Íslend­inga í bók­inni

Íslend­inga­bók er gagna­grunnur sem hefur að geyma upp­lýs­ingar um ættir nær allra Íslend­inga sem heim­ildir eru til um. Þar má finna tæp­lega 900.000 ein­stak­linga allt frá land­námi til okkar daga. Sam­kvæmt Íslend­inga­bók er um 95 pró­sent allra Íslend­inga – sem uppi hafa verið frá því að Mann­talið 1703 var skráð hér á landi – að finna í Íslend­inga­bók. Einnig megi finna ein­stak­linga allt aftur til land­náms ef þeirra sé getið í heim­ild­um.

Upp­hafið að Íslend­inga­bók má rekja aftur til árs­ins 1988 þegar Frið­rik Skúla­son hóf að skrá ætt­fræði­upp­lýs­ingar í ætt­fræði­for­rit sitt Espólín. Íslensk erfða­grein­ing og Frið­rik Skúla­son hófu sam­starf um gerð Íslend­inga­bókar árið 1997 meðal ann­ars með það að mark­miði að nýta ætt­fræði­upp­lýs­ingar við rann­sóknir Íslenskrar erfða­grein­ing­ar.

Aðgangur hvers og eins afmarkast við nán­ustu ætt­ingja, beinan legg aftur og alla þá sem fæddir eru fyrir árið 1700. Nán­asta fjöl­skylda mið­ast við langömmur og langafa og alla afkom­endur þeirra. Ekki er veittur aðgangur að systk­inum langömmu og langafa.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent