Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur

Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.

Hverfisgata Mynd: Miklaborg
Auglýsing

Nýjar íbúðir við Hverf­is­götu 85 til 93 eru nú komnar á sölu. Á fast­eigna­vef Mbl.is má finna aug­lýs­ingu frá fast­eigna­söl­unni Miklu­borg en í henni kemur fram að ásett verð á nýja tveggja her­bergja íbúð í hús­inu sé 38,9 millj­ónir króna. Íbúðin er 46,4 fer­metrar að stærð sem þýðir að fer­metra­verðið er 838 þús­und krón­ur.

Íbúðin er á annarri hæð með svölum og stæði í bíl­geymslu og skipt­ist eignin í for­stofu, bað­her­bergi, eld­hús opið inn í stofu og svefn­her­bergi. Geymsla er í kjall­ara. Fer­metra­verðið lækkar aðeins þegar íbúð­irnar stækka og er til að mynda 70,9 fer­metra íbúð sett á 46,9 millj­ónir króna. Fer­metra­verðið á henni er því rúmar 660 þús­und krón­ur. 

Á vef­síðu Vita­borgar kemur fram að húsið sé fimm hæðir með 70 íbúðum og tveim atvinnu­rýmum á jarð­hæð við Hverf­is­götu. Í hús­inu eru 57 tveggja her­bergja íbúð­ir, 12 þriggja her­bergja og ein fjög­urra her­bergja. Stærð íbúða er á bil­inu 44 til 122 fer­metr­ar. Bíla­stæði í bíla­kjall­ara fylgja öllum íbúð­um.

Auglýsing

Fer­metra­verð nýbygg­inga hærra en ann­arra íbúða

Í mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs frá því í maí síð­ast­liðnum kemur fram að ásett verð nýbygg­inga hækki nú hraðar en ásett verð ann­­arra íbúða. Aug­lýst fer­­metra­verð í nýbygg­ingum á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hafi hækkað um 8 pró­­sent síð­­ast­liðið ár sam­an­­borið við 5 pró­­sent hækkun á ásettu verði ann­­arra íbúða. Ásett fer­­metra­verð nýbygg­inga mæld­ist 100.000 króna hærra en ann­­arra íbúða og var fer­­met­er­inn á um 600.000 krón­­ur.

Í skýrsl­unni segir að nýjar íbúðir selj­­ast nú í auknum mæli undir ásettu verði á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Tæp­­lega helm­ingur allra seldra nýbygg­inga selst nú undir ásettu­ verði sam­an­­borið við um um 80 pró­­sent eldri íbúða. Í jan­úar til mars í fyrra seld­ust að með­­al­tali 33 pró­­sent nýrra íbúða undir ásettu verði en fyrstu þrjá mán­uði þessa árs var það hlut­­fall 48 pró­­sent.

Aðrar íbúðir en nýbygg­ingar hafa í gegnum tíð­ina verið tals­vert lík­­­legri til að selj­­ast undir ásettu verði og fyrri hluta árs mælist það hlut­­fall að með­­al­tali 81 pró­­sent. Á sama tíma­bili í fyrra var það hins vegar um 79 pró­­sent.

Á sama tíma hefur ásett verð hækkað hraðar á nýbyggðum íbúðum en á öðrum innan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins. Í apríl síð­­ast­liðnum var aug­lýst fer­­metra­verð í nýbygg­ingum að með­­al­tali um 8 pró­­sent hærra en í apríl 2018 en í öðrum íbúðum hækk­­aði aug­lýst með­­al­­fer­­metra­verð um 5 pró­­sent á sama tíma­bil­i.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent