Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.

1. maí 2019
Auglýsing

Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.146. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Þjóð­skrár.

Pólskum rík­is­borg­urum hefur fjölgað um 5 pró­sent frá 1. des­em­ber síð­ast­liðnum eða um 956.

Alls voru 47.304 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi þann 1. ágúst síð­ast­lið­inn og hefur þeim fjölgað um 3.148 frá 1. des­em­ber 2018 eða um 7,1 pró­sent. Á sama tíma fjölg­aði íslenskum rík­is­borg­urum sem eru búsettir hér á landi um 0,5 pró­sent.

Auglýsing

Í hag­töl­unum kemur jafn­framt fram að 4.455 ein­stak­lingar séu með lit­háískt rík­is­fang og hafi þeim fjölgað um 8,8 pró­sent eða um 361 á sama tíma­bili.

Mynd: Þjóðskrá

Flutn­ings­­jöfn­uð­­ur­inn aldrei verið hærri en síð­­­ustu tvö ár

Árið 2018 flutt­ust 6.556 fleiri til Íslands en frá land­inu. Það eru nokkuð færri en metárið 2017 þegar aðfluttir umfram brott­­flutta voru 8.240. Flutn­ings­­jöfn­uður hefur aldrei verið hærri en síð­­­ustu tvö ár en næst þeim koma árin 2006 og 2007 þegar um 5.200 fleiri flutt­ust til lands­ins en frá því.

Í fyrra flutt­ust alls 3.897 ein­stak­l­ingar með pólskt rík­­is­­fang til lands­ins og Pól­verjar vor­u einnig ­fjöl­­menn­­astir þeirra erlendu rík­­is­­borg­­ara sem fluttu frá land­inu árið 2018 eða alls 1.707 ein­stak­l­ing­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð
Kjarninn 12. desember 2019
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent