Fræðslubæklingur lítur dagsins ljós – Liður í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Stýri­hópur dóms­mála­ráð­herra um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka hefur gefið út nýjan fræðslu­bæk­ling sem bein­ist að því að fræða almanna­heilla­fé­lög um góða stjórn­ar­hætti til að koma í veg fyrir að starf­semi þeirra sé mis­not­uð. Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Almanna­heilla­fé­lag er ýmist lög­að­ili eða félaga­sam­tök sem fást aðal­lega við að safna eða ráð­stafa fé í þágu góð­gerða, mennta og mann­úð­ar, eða fyrir trú­ar­legan, menn­ing­ar­legan eða félags­legan til­gang. Í þessum nýja bæk­lingi segir að slík félög gegni mik­il­vægu sam­fé­lags­legu hlut­verki. Um sé að ræða félög sem taka þátt í hvers konar góð­gerð­ar­starfi sem varða meðal ann­ars hús­næði, sam­fé­lags­lega þjón­ustu, mennt­un, heil­brigði, íþrótta­starf og menn­ing­ar­starf. Almanna­heilla­fé­lög hér á landi eru meðal ann­ars skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög, sjóðir og stofn­anir sem starfa sam­kvæmt stað­festri skipu­lags­skrá, sjálfs­eign­ar­stofn­anir og önnur almanna­heilla­fé­lög.

Í bæk­lingnum kemur fram að líkt og önnur félög geti almanna­heilla­fé­lög verið mis­notuð með ýmsum hætti. Dæmi um slíka mis­notkun sé til að mynda pen­inga­þvætti, fjársvik, skatt­svik og fjár­mögnun hryðju­verka. Þessu fræðslu­efni, sem byggir á til­mælum Alþjóð­lega fjár­mála­að­gerð­ar­hóps­ins, er ætlað að efla skiln­ing almanna­heilla­fé­laga á því hvernig þau geta verið mis­notuð til fjár­mögn­unar hryðju­verka og hvernig megi draga úr hættu á mis­notk­un.

Auglýsing

Gagn­sæi í með­ferð fjár­muna og traust fjár­hags­legt eft­ir­lit dregur úr mis­notkun

„Þótt að hér sé áhersla lögð á leið­bein­ingar til að draga úr mögu­legri mis­notkun á almanna­heilla­fé­lögum til fjár­mögn­unar hryðju­verka, nýt­ast þær einnig til að draga úr áhættu á ann­ar­s ­konar fjár­hags­legri mis­notk­un,“ segir í bæk­lingn­um.

Margt bendir til þess að almanna­heilla­fé­lög séu helst útsett fyrir mis­notkun af hryðju­verka­sam­tökum þegar þau reka þjón­ustu á svæðum með virka eða mikla hryðju­verkaógn. Almanna­heilla­fé­lög sem veita þjón­ustu á slíkum svæðum virð­ast verða við­kvæm­ari fyrir mis­notkun við áföll á borð við nátt­úru­ham­farir eða sam­bæri­leg áföll þegar eft­ir­spurn eftir fjár­magni almanna­heilla­fé­lag­anna eykst. Skyndi­leg aukin eft­ir­spurn eftir fjár­munum félag­anna eykur álag á starfs­menn, sem kann að leiða til þess að yfir­sýn og fylgni við verk­ferla verður minni.

Þá kemur fram í bæk­lingnum að gagn­sæi í með­ferð fjár­muna og traust fjár­hags­legt eft­ir­lit dragi úr mis­notk­un. Almanna­heilla­fé­lög ættu að stuðla að gagn­sæi við með­ferð fjár­muna með því að koma upp verk­lagi svo rekja megi fjár­muni, þjón­ustu, útbúnað og milli­færslur félags­ins til að draga úr hættu á fjár­mögnun hryðju­verka.

Ísland fékk fall­ein­kunn

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­­lega um slakar varnir Íslend­inga gegn pen­inga­þvætti und­an­farin mis­s­eri. Í byrjun jan­úar síð­ast­lið­ins greindi Kjarn­inn frá því að í fyrra­vor hefði Ísland fengið aðvör­un. Annað hvort myndu stjórn­­völd taka sig til og inn­­­leiða almenn­i­­legar varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka eða landið myndi verða sett á lista alþjóð­­legu sam­tak­anna F­in­anci­al Act­­ion Ta­sk ­Force (FATF) um ósam­vinn­u­þýð ríki.

Ólafur Þór Hauks­­son, hér­­aðs­sak­­sókn­­ari, var spurður út í það í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber síð­­ast­lið­inn hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ svar­aði Ólaf­­ur, „nei, það er það ekki.“

Í úttekt sam­tak­anna um stöðu mála á Íslandi, sem var gerð opin­ber í apríl 2018, fengu varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti fall­ein­kunn. Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­leg­­ar, og Ísland færi á lista FAT­F ­yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­legan hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strang­­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­­­mála­­starf­­semi, stofnun úti­­­búa, dótt­­ur­­fé­laga og umboðs­­skrif­­stofa og jafn­­vel útgáfu aðvar­ana um að við­­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti.

Ný lög tóku gildi

Skýrsla FAT­F ýtti veru­­lega við málum hér­­­lend­­is. Bregð­ast þurfti við þessum athuga­­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða ­pen­inga­þvætt­is­til­­skip­un ­Evr­­ópu­­sam­­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­­ópska efna­hags­­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­­ar­end­­ur­­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um ný heild­­ar­lög þann 5. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­­skipta­­nefnd 12. des­em­ber síð­ast­lið­inn og síð­­­ari tvær umræður kláraðar dag­inn eftir án ann­­arra ræð­u­halda.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­­manna þann sama dag. Þau tóku gildi þann 1. jan­úar 2019.

Í grein­­ar­­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­­syn­­legt væri að fara í heild­­ar­end­­ur­­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þyrfti veru­­legar úrbætur á lög­­unum til að upp­­­fylla þær lág­­marks­­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeim fjölgar á Íslandi sem búa við þröngan húsakost
Ef litið er á tekjufimmtunga varð mesta breytingin á milli 2016 og 2018 hjá þeim sem eru í lægsta tekjubilinu, en árið 2016 bjuggu 14,3 prósent einstaklingar á heimili við þröngbýli en 30,2 prósent árið 2018.
Kjarninn 16. desember 2019
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent