Fræðslubæklingur lítur dagsins ljós – Liður í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Stýri­hópur dóms­mála­ráð­herra um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka hefur gefið út nýjan fræðslu­bæk­ling sem bein­ist að því að fræða almanna­heilla­fé­lög um góða stjórn­ar­hætti til að koma í veg fyrir að starf­semi þeirra sé mis­not­uð. Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Almanna­heilla­fé­lag er ýmist lög­að­ili eða félaga­sam­tök sem fást aðal­lega við að safna eða ráð­stafa fé í þágu góð­gerða, mennta og mann­úð­ar, eða fyrir trú­ar­legan, menn­ing­ar­legan eða félags­legan til­gang. Í þessum nýja bæk­lingi segir að slík félög gegni mik­il­vægu sam­fé­lags­legu hlut­verki. Um sé að ræða félög sem taka þátt í hvers konar góð­gerð­ar­starfi sem varða meðal ann­ars hús­næði, sam­fé­lags­lega þjón­ustu, mennt­un, heil­brigði, íþrótta­starf og menn­ing­ar­starf. Almanna­heilla­fé­lög hér á landi eru meðal ann­ars skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög, sjóðir og stofn­anir sem starfa sam­kvæmt stað­festri skipu­lags­skrá, sjálfs­eign­ar­stofn­anir og önnur almanna­heilla­fé­lög.

Í bæk­lingnum kemur fram að líkt og önnur félög geti almanna­heilla­fé­lög verið mis­notuð með ýmsum hætti. Dæmi um slíka mis­notkun sé til að mynda pen­inga­þvætti, fjársvik, skatt­svik og fjár­mögnun hryðju­verka. Þessu fræðslu­efni, sem byggir á til­mælum Alþjóð­lega fjár­mála­að­gerð­ar­hóps­ins, er ætlað að efla skiln­ing almanna­heilla­fé­laga á því hvernig þau geta verið mis­notuð til fjár­mögn­unar hryðju­verka og hvernig megi draga úr hættu á mis­notk­un.

Auglýsing

Gagn­sæi í með­ferð fjár­muna og traust fjár­hags­legt eft­ir­lit dregur úr mis­notkun

„Þótt að hér sé áhersla lögð á leið­bein­ingar til að draga úr mögu­legri mis­notkun á almanna­heilla­fé­lögum til fjár­mögn­unar hryðju­verka, nýt­ast þær einnig til að draga úr áhættu á ann­ar­s ­konar fjár­hags­legri mis­notk­un,“ segir í bæk­lingn­um.

Margt bendir til þess að almanna­heilla­fé­lög séu helst útsett fyrir mis­notkun af hryðju­verka­sam­tökum þegar þau reka þjón­ustu á svæðum með virka eða mikla hryðju­verkaógn. Almanna­heilla­fé­lög sem veita þjón­ustu á slíkum svæðum virð­ast verða við­kvæm­ari fyrir mis­notkun við áföll á borð við nátt­úru­ham­farir eða sam­bæri­leg áföll þegar eft­ir­spurn eftir fjár­magni almanna­heilla­fé­lag­anna eykst. Skyndi­leg aukin eft­ir­spurn eftir fjár­munum félag­anna eykur álag á starfs­menn, sem kann að leiða til þess að yfir­sýn og fylgni við verk­ferla verður minni.

Þá kemur fram í bæk­lingnum að gagn­sæi í með­ferð fjár­muna og traust fjár­hags­legt eft­ir­lit dragi úr mis­notk­un. Almanna­heilla­fé­lög ættu að stuðla að gagn­sæi við með­ferð fjár­muna með því að koma upp verk­lagi svo rekja megi fjár­muni, þjón­ustu, útbúnað og milli­færslur félags­ins til að draga úr hættu á fjár­mögnun hryðju­verka.

Ísland fékk fall­ein­kunn

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­­lega um slakar varnir Íslend­inga gegn pen­inga­þvætti und­an­farin mis­s­eri. Í byrjun jan­úar síð­ast­lið­ins greindi Kjarn­inn frá því að í fyrra­vor hefði Ísland fengið aðvör­un. Annað hvort myndu stjórn­­völd taka sig til og inn­­­leiða almenn­i­­legar varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka eða landið myndi verða sett á lista alþjóð­­legu sam­tak­anna F­in­anci­al Act­­ion Ta­sk ­Force (FATF) um ósam­vinn­u­þýð ríki.

Ólafur Þór Hauks­­son, hér­­aðs­sak­­sókn­­ari, var spurður út í það í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber síð­­ast­lið­inn hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ svar­aði Ólaf­­ur, „nei, það er það ekki.“

Í úttekt sam­tak­anna um stöðu mála á Íslandi, sem var gerð opin­ber í apríl 2018, fengu varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti fall­ein­kunn. Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­leg­­ar, og Ísland færi á lista FAT­F ­yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­legan hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strang­­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­­­mála­­starf­­semi, stofnun úti­­­búa, dótt­­ur­­fé­laga og umboðs­­skrif­­stofa og jafn­­vel útgáfu aðvar­ana um að við­­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti.

Ný lög tóku gildi

Skýrsla FAT­F ýtti veru­­lega við málum hér­­­lend­­is. Bregð­ast þurfti við þessum athuga­­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða ­pen­inga­þvætt­is­til­­skip­un ­Evr­­ópu­­sam­­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­­ópska efna­hags­­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­­ar­end­­ur­­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um ný heild­­ar­lög þann 5. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­­skipta­­nefnd 12. des­em­ber síð­ast­lið­inn og síð­­­ari tvær umræður kláraðar dag­inn eftir án ann­­arra ræð­u­halda.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­­manna þann sama dag. Þau tóku gildi þann 1. jan­úar 2019.

Í grein­­ar­­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­­syn­­legt væri að fara í heild­­ar­end­­ur­­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þyrfti veru­­legar úrbætur á lög­­unum til að upp­­­fylla þær lág­­marks­­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent