Fræðslubæklingur lítur dagsins ljós – Liður í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Stýri­hópur dóms­mála­ráð­herra um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka hefur gefið út nýjan fræðslu­bæk­ling sem bein­ist að því að fræða almanna­heilla­fé­lög um góða stjórn­ar­hætti til að koma í veg fyrir að starf­semi þeirra sé mis­not­uð. Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Almanna­heilla­fé­lag er ýmist lög­að­ili eða félaga­sam­tök sem fást aðal­lega við að safna eða ráð­stafa fé í þágu góð­gerða, mennta og mann­úð­ar, eða fyrir trú­ar­legan, menn­ing­ar­legan eða félags­legan til­gang. Í þessum nýja bæk­lingi segir að slík félög gegni mik­il­vægu sam­fé­lags­legu hlut­verki. Um sé að ræða félög sem taka þátt í hvers konar góð­gerð­ar­starfi sem varða meðal ann­ars hús­næði, sam­fé­lags­lega þjón­ustu, mennt­un, heil­brigði, íþrótta­starf og menn­ing­ar­starf. Almanna­heilla­fé­lög hér á landi eru meðal ann­ars skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög, sjóðir og stofn­anir sem starfa sam­kvæmt stað­festri skipu­lags­skrá, sjálfs­eign­ar­stofn­anir og önnur almanna­heilla­fé­lög.

Í bæk­lingnum kemur fram að líkt og önnur félög geti almanna­heilla­fé­lög verið mis­notuð með ýmsum hætti. Dæmi um slíka mis­notkun sé til að mynda pen­inga­þvætti, fjársvik, skatt­svik og fjár­mögnun hryðju­verka. Þessu fræðslu­efni, sem byggir á til­mælum Alþjóð­lega fjár­mála­að­gerð­ar­hóps­ins, er ætlað að efla skiln­ing almanna­heilla­fé­laga á því hvernig þau geta verið mis­notuð til fjár­mögn­unar hryðju­verka og hvernig megi draga úr hættu á mis­notk­un.

Auglýsing

Gagn­sæi í með­ferð fjár­muna og traust fjár­hags­legt eft­ir­lit dregur úr mis­notkun

„Þótt að hér sé áhersla lögð á leið­bein­ingar til að draga úr mögu­legri mis­notkun á almanna­heilla­fé­lögum til fjár­mögn­unar hryðju­verka, nýt­ast þær einnig til að draga úr áhættu á ann­ar­s ­konar fjár­hags­legri mis­notk­un,“ segir í bæk­lingn­um.

Margt bendir til þess að almanna­heilla­fé­lög séu helst útsett fyrir mis­notkun af hryðju­verka­sam­tökum þegar þau reka þjón­ustu á svæðum með virka eða mikla hryðju­verkaógn. Almanna­heilla­fé­lög sem veita þjón­ustu á slíkum svæðum virð­ast verða við­kvæm­ari fyrir mis­notkun við áföll á borð við nátt­úru­ham­farir eða sam­bæri­leg áföll þegar eft­ir­spurn eftir fjár­magni almanna­heilla­fé­lag­anna eykst. Skyndi­leg aukin eft­ir­spurn eftir fjár­munum félag­anna eykur álag á starfs­menn, sem kann að leiða til þess að yfir­sýn og fylgni við verk­ferla verður minni.

Þá kemur fram í bæk­lingnum að gagn­sæi í með­ferð fjár­muna og traust fjár­hags­legt eft­ir­lit dragi úr mis­notk­un. Almanna­heilla­fé­lög ættu að stuðla að gagn­sæi við með­ferð fjár­muna með því að koma upp verk­lagi svo rekja megi fjár­muni, þjón­ustu, útbúnað og milli­færslur félags­ins til að draga úr hættu á fjár­mögnun hryðju­verka.

Ísland fékk fall­ein­kunn

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­­lega um slakar varnir Íslend­inga gegn pen­inga­þvætti und­an­farin mis­s­eri. Í byrjun jan­úar síð­ast­lið­ins greindi Kjarn­inn frá því að í fyrra­vor hefði Ísland fengið aðvör­un. Annað hvort myndu stjórn­­völd taka sig til og inn­­­leiða almenn­i­­legar varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka eða landið myndi verða sett á lista alþjóð­­legu sam­tak­anna F­in­anci­al Act­­ion Ta­sk ­Force (FATF) um ósam­vinn­u­þýð ríki.

Ólafur Þór Hauks­­son, hér­­aðs­sak­­sókn­­ari, var spurður út í það í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber síð­­ast­lið­inn hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ svar­aði Ólaf­­ur, „nei, það er það ekki.“

Í úttekt sam­tak­anna um stöðu mála á Íslandi, sem var gerð opin­ber í apríl 2018, fengu varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti fall­ein­kunn. Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­leg­­ar, og Ísland færi á lista FAT­F ­yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­legan hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strang­­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­­­mála­­starf­­semi, stofnun úti­­­búa, dótt­­ur­­fé­laga og umboðs­­skrif­­stofa og jafn­­vel útgáfu aðvar­ana um að við­­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti.

Ný lög tóku gildi

Skýrsla FAT­F ýtti veru­­lega við málum hér­­­lend­­is. Bregð­ast þurfti við þessum athuga­­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða ­pen­inga­þvætt­is­til­­skip­un ­Evr­­ópu­­sam­­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­­ópska efna­hags­­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­­ar­end­­ur­­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um ný heild­­ar­lög þann 5. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­­skipta­­nefnd 12. des­em­ber síð­ast­lið­inn og síð­­­ari tvær umræður kláraðar dag­inn eftir án ann­­arra ræð­u­halda.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­­manna þann sama dag. Þau tóku gildi þann 1. jan­úar 2019.

Í grein­­ar­­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­­syn­­legt væri að fara í heild­­ar­end­­ur­­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þyrfti veru­­legar úrbætur á lög­­unum til að upp­­­fylla þær lág­­marks­­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent