„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“

Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, nýr seðla­banka­stjóri Íslands, segir að hann sjálfur og flestir aðrir hafi verið frekar blá­eygðir á stöðu bank­anna og hina miklu skuld­setn­ingu sem grafið hafði um sig í atvinnu­líf­inu fyrir hrun. Hann segir hins vegar að sú reynsla muni nýt­ast honum vel sem seðla­banka­stjóri. Þetta kemur fram í við­tali við Ásgeir í Frétta­blað­inu í dag.

Skilur vel reið­ina

Ásgeir Jóns­son var aðal­hag­fræð­ingur Kaup­þings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Ás­geir sá meðal ann­ars um þjóð­hags­spár bank­ans fyrir hrun en hann við­ur­kennir að hann sjálfur og flestir aðrir hafi verið frekar blá­eygðir á stöðu bank­anna fyrir hrun. 

„Ís­lenska hag­kerfið hefur svo margoft farið í gegnum öldu­dali – þar sem allar upp­sveiflur hafa endað með geng­is­falli og verð­bólgu­skoti. Það sá ég svo sem alveg fyrir sem og að það yrði sam­dráttur á fast­eigna­mark­aði. En þegar ég lít til baka átta ég mig á að bæði ég sjálfur og flestir aðrir voru frekar blá­eygir á stöðu bank­anna og hina miklu skuld­setn­ingu sem hafði grafið um sig í atvinnu­líf­in­u,“ segir Ásgeir.

Auglýsing

Ásgeir var því í hugum margra and­lit Kaup­þings og seg­ist Ásgeir því skilja vel reiði almenn­ings í hans garð. Hann seg­ist eftir á hyggja viljað standa öðru­vísi að mörgum málum en í kjöl­farið viti hann  nú full­vel þau víti sem þarf að var­ast. 

„Ég held að ekk­ert okkar sem vorum í hring­iðunni í kringum hrunið séum söm á eftir og ég hefði viljað standa öðru­vísi að mörgum málum – eftir á að hyggja,“ segir hann. „Það vilja allir sem að þessu komu. Í hugum margra var ég and­lit Kaup­þings og ég skil reið­ina vel. Ég sjálfur álít að þessi reynsla sé mjög verð­mæt fyrir mig sem seðla­banka­stjóra – ég þekki nú full­vel þau víti sem þarf að var­ast.“ 

Útrásin ekki alslæm 

Ásgeir segir þó að útrásin hafi ekki verið alslæm og það sem eftir standi séu stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki sem Íslend­ingar stóðu að og eru þau fyr­ir­tæki enn starf­ræk. Hann segir jafn­framt að þjóðin öll hafi dregið mik­inn lær­dóm af hrun­inu, fyr­ir­tæk­in, stjórn­mál og almenn­ingur sé mun var­kár­ari en áður. Hann segir það sjást best á því hvernig fyr­ir­tæki eru rekin í dag, með minni skuld­setn­ingu og meiri fag­mennsku. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent