„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“

Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, nýr seðla­banka­stjóri Íslands, segir að hann sjálfur og flestir aðrir hafi verið frekar blá­eygðir á stöðu bank­anna og hina miklu skuld­setn­ingu sem grafið hafði um sig í atvinnu­líf­inu fyrir hrun. Hann segir hins vegar að sú reynsla muni nýt­ast honum vel sem seðla­banka­stjóri. Þetta kemur fram í við­tali við Ásgeir í Frétta­blað­inu í dag.

Skilur vel reið­ina

Ásgeir Jóns­son var aðal­hag­fræð­ingur Kaup­þings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Ás­geir sá meðal ann­ars um þjóð­hags­spár bank­ans fyrir hrun en hann við­ur­kennir að hann sjálfur og flestir aðrir hafi verið frekar blá­eygðir á stöðu bank­anna fyrir hrun. 

„Ís­lenska hag­kerfið hefur svo margoft farið í gegnum öldu­dali – þar sem allar upp­sveiflur hafa endað með geng­is­falli og verð­bólgu­skoti. Það sá ég svo sem alveg fyrir sem og að það yrði sam­dráttur á fast­eigna­mark­aði. En þegar ég lít til baka átta ég mig á að bæði ég sjálfur og flestir aðrir voru frekar blá­eygir á stöðu bank­anna og hina miklu skuld­setn­ingu sem hafði grafið um sig í atvinnu­líf­in­u,“ segir Ásgeir.

Auglýsing

Ásgeir var því í hugum margra and­lit Kaup­þings og seg­ist Ásgeir því skilja vel reiði almenn­ings í hans garð. Hann seg­ist eftir á hyggja viljað standa öðru­vísi að mörgum málum en í kjöl­farið viti hann  nú full­vel þau víti sem þarf að var­ast. 

„Ég held að ekk­ert okkar sem vorum í hring­iðunni í kringum hrunið séum söm á eftir og ég hefði viljað standa öðru­vísi að mörgum málum – eftir á að hyggja,“ segir hann. „Það vilja allir sem að þessu komu. Í hugum margra var ég and­lit Kaup­þings og ég skil reið­ina vel. Ég sjálfur álít að þessi reynsla sé mjög verð­mæt fyrir mig sem seðla­banka­stjóra – ég þekki nú full­vel þau víti sem þarf að var­ast.“ 

Útrásin ekki alslæm 

Ásgeir segir þó að útrásin hafi ekki verið alslæm og það sem eftir standi séu stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki sem Íslend­ingar stóðu að og eru þau fyr­ir­tæki enn starf­ræk. Hann segir jafn­framt að þjóðin öll hafi dregið mik­inn lær­dóm af hrun­inu, fyr­ir­tæk­in, stjórn­mál og almenn­ingur sé mun var­kár­ari en áður. Hann segir það sjást best á því hvernig fyr­ir­tæki eru rekin í dag, með minni skuld­setn­ingu og meiri fag­mennsku. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent