Tveir hæstaréttardómarar, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson, hafa óskað eftir lausn frá embætti dómara við Hæstarétt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu munu þeir hætta störfum frá og með 1. október næstkomandi. Samhliða verður dómurum við Hæstarétt fækkað úr átta í sjö, líkt og staðið hefur til frá því að nýju millidómstígi, Landsrétti, var komið á. Eitt embætti dómara við Hæstarétt verður því auglýst til umsóknar á næstunni og nýr dómari skipaður í aðdraganda þess að Markús og Viðar Már hætta störfum.
Þar á eftir kemur Viðar Már sem var skipaður 2010. Hann var varaforseti Hæstaréttar Íslands frá byrjun árs 2012 og út árið 2016. Viðar Már var prófessor í skaðabótarétti við lagadeild Háskóla Íslands 1996 – 2010 og var auk þess settur hæstaréttardómari í aðdraganda þess að hann var skipaður í embættið, eða á árunum 2009 til 2010.