„Þurfum meiri metnað og öflugri skuldbindingu“

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til aukinna loftslagsaðgerða.

António Guterres
António Guterres
Auglýsing

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til aukinna loftslagsaðgerða að loknum leiðtogafundi G7-ríkjanna sem hann sótti sem gestur í Biarritz í Frakklandi í dag. Parísarsamkomulagið dygði ekki lengur. Frá þessu er greint í frétt Sameinuðu þjóðanna.

„Það er afar brýnt að ríki skuldbindi sig til að bæta við það sem lofað var í París, því loforðin sem gefin voru þar hrökkva ekki til,“ sagði hann og bætti því við að því sem heitið var í París hefði ekki einu sinni verið hrint í framkvæmd. „Við þurfum meiri metnað, við þurfum öflugri skuldbindingu.“

Fram kemur í fréttinni að hann hafi komið til Biarritz á leiðtogafund G7 í því skyni að fylkja liði fyrir loftslagsaðgerðafund leiðtoga heims á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september.

Auglýsing

Sendi­nefnd­ir 195 þjóða samþykktu í París í Frakklandi þann 12. desember 2015 samkomu­lag til að reyna að vinda ofan af lofts­lags­breyt­ing­um sem or­sakað hafa hlýn­un jarðar. Sam­komu­lagið fel­ur meðal annars í sér áætlan­ir um varn­ir gegn áhrif­un­um. Til­gang­ur samkomu­lags­ins var að halda hlýn­un jarðar vel inn­an við 2 gráður og að kepp­ast að því að hún verði ekki meiri en 1,5 gráður ef mögu­legt væri.

Ungt fólk í fararbroddi

„Við höfum séð almenna borgara fylkja liði, ungt fólk fylkja liði og við vonumst til að ríki heims komi til New York til að skuldbinda sig til að ná kolefnisjöfnuði fyrir 2050,“ sagði Guterres. „Til þess þarf að endurskoða landsáætlanir um loftslagsaðgerðir sem endurnýja ber eftir 2020. Og við verðum að hafa hugfast að skattleggja ber kolefni ekki fólk. Binda ber enda á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og hætta að byggja kola-orkuver eftir 2020.“

Aðalframkvæmdastjórinn sagðist hafa sótt G7-fundinn vegna þess að hann fæli í sér gott tækifæri til að kalla eftir öflugum aðgerðum af hálfu alþjóðasamfélagsins. „Ung fólk hefur verið í fararbroddi og við munum byrja fundinn með leiðtogafundi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, en við þurfum á góðum fordæmum að halda, ekki síst af hálfu þeirra sem tilheyra G7 ríkjunum,” sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent