90 milljóna tap á frímerkjasölu til safnara

Uppsafnað tap á frímerkjasölu Íslandspósts til safnara frá árinu 2014 til 2018 er tæplega 90 milljónir króna. Pósturinn stefnir því á að hætta þjónustu við frímerkjasafnara sem hluti af hagræðingaraðgerðum fyrirtæksins.

Frímerki
Auglýsing

Mikið tap hefur verið á frí­merkja­sölu Íslands­pósts síð­ustu ár og stefnir fyr­ir­tækið því á að hætta þjón­ustu við frí­merkja­safn­ara næstu ára­mót vegna hag­ræð­ingar innan fyr­ir­tæk­is­ins. Upp­safnað tap til safn­ara er tæpar 90 millj­ónir á síð­ustu fimm árum. For­stjóri Íslands­póst­ ­segir ástæð­una fyrir þessu mikla tapi sé að tekjur hafi dreg­ist saman vegna fækk­unar safn­ara á meðan ekki hefur tek­ist að lækka kostnað í sama mæli.

Sala á frí­merkjum dreg­ist veru­lega sam­an 

Ríkið hefur einka­rétt á að gefa út frí­merki og hefur falið fyr­ir­tæki sínu, Íslands­pósti, fram­kvæmd­ina grund­velli samn­ings um al­þjón­ustu. Íslands­póstur hefur starf­rækt sér­staka skrif­stofu, Frí­merkja­sölu Pósts­ins, til að gefa út og selja frí­merki. 

Frí­merkja­sala er tví­þætt, ann­ars veg­ar ­sala á frí­merkjum sem burð­ar­gjald og hins vegar sala til safn­ara. Ís­lands­póstur hefur rekið metn­að­ar­fulla frí­merkja­út­gáfu í ára­tugi og hafa kaup safn­ara, bæði hér­lendis og erlend­is, verið und­ir­staðan í sölu nýrra frí­merkja síð­ustu ár.

Auglýsing

Sala frí­merkja hefur hins vegar dreg­ist veru­lega saman á síð­ustu árum. Í fyrra seld­ust 2,7 milljón stykki af frí­merkjum hjá Frí­merkja­sölu Pósts­ins, þar af voru 119 þús­und seld til safn­ara. Árið 2017 seldi Póst­ur­inn 3,5 milljón stykki og þar af 144 þús­und til safn­ara. Það sem af er ári hafa selst 1,2 milljón stykki þar af 57 þús­und til safn­ara en enn eru tvær útgáfur eft­ir. 

90 millj­óna tap á fimm árum

Birgir Jóns­son, for­stjóri Íslands­pósts, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að sam­drátt­inn megi rekja til mik­illar fækk­unar í frí­merktum bréfum en stærstur hluti bréfa­pósts er stimpl­aður glugga­póstur í dag. Auk þess hafi frí­merkja­söfn­urum fækk­að ­tölu­vert eða um það bil tíu pró­sent ár frá ári að ­jafn­aði, að því er fram kemur í svari Íslands­póst­s.  

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. Mynd: Birgir Ísleifur GunnarssonÍ svar­inu segir jafn­framt að tekjur hafi dreg­ist sman á sama tíma og ekki hafi tekst að lækka kostnað í sama mæli. Tekj­ur Ís­lands­pósts af frí­merkja­sölu hafa lækkað um tæp­lega 30 pró­sent á síð­ustu fimm árum, þrátt fyrir hækkun á verð­gildi frí­merkja. 

Enn­fremur kemur fram í svari Íslands­pósts að upp­safnað tap á frí­merkja­sölu til safn­ara frá 2014 til 2018 eða á 5 ára tíma­bili er tæp­lega 90 millj­ón­ir. Þá mun afkoma árs­ins 2019 einnig verða slæm, sam­kvæmt svar­inu.

„Metn­að­ar­full frí­merkja­út­gáfa er kostn­að­ar­söm og þeg­ar ­upp­lög­in minnka vegna minnk­andi eft­ir­spurnar hækkar kostn­aður á hverju frí­merki. Lengi vel var þetta arð­bært en síð­ustu ár hefur hallað undan fæt­i,“ segir Birg­ir. 

Miklar hag­ræð­ingar innan Íslands­pósts

Ís­lands­­póstur hefur átt við fjár­­hags­erf­ið­­leika að stríða á síð­ustu árum og í fyrra var rekstr­­ar­af­komu Íslands­­­pósts nei­­kvæð um 287 milj­­ónir króna. Fjár­­hags­vandi fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2018 leiddi til þess að félagið stefndi í greiðslu­­vanda þegar við­­skipta­­banki þess lok­aði fyrir frek­­ari lán­veit­ing­­ar. Í kjöl­farið fékk rík­­is­­sjóður heim­ild frá Alþingi í lok síð­­asta árs til að veita fyr­ir­tæk­inu einn og hálfan millj­­arð í neyð­­ar­lán. Lánið var háð þeim skil­yrðum að fyr­ir­tækið standi við fjár­­hags­­lega end­­ur­­skipu­lagn­ingu og haldi þing­heimi upp­­lýstum um gang mála.

Í skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um Íslands­­­póst sem kynnt var fyrir Alþingi í júní síð­ast­liðnum kemur fram að ­full­yrða megi að að tals­verð bjart­sýni hafi í gegnum tíð­ina ein­­kennt rekstr­­ar­­á­ætl­­­anir Ís­lands­­pósts. Frá ár­inu 2010 hefur alltaf verið gert ráð fyrir að rekst­­ur­inn skil­aði hagn­aði eða að með­­al­tali um 170 millj­­ónir króna. Á árunum 2013 til 2018 tap­aði Ísland­póstur hins vegar í heild­ina 246 millj­­ón­­um.

Í júní síð­ast­liðnum var síðan til­­kynnt að viða­­­miklar skipu­lags­breyt­ingar væru fram undan hjá Ís­lands­­­­­póst­i til að draga úr rekstr­ar­kostn­að­i ­fyr­ir­tæk­is­ins og auka hag­ræð­ingu. Fram­­kvæmda­­stjórum ­­fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá og fyrr í ágúst var 40 starfs­mönnum Íslands­pósts sagt upp. Þrír starfs­menn Frí­merkja­söl­unnar voru meðal þeirra sem fengu upp­sagn­ar­bréf.

Frí­merki til á lag­er 

Birgir segir að rekstur Íslands­pósts geti ekki borið þetta mikla tap frí­merkja­söl­unnar lengur og því mun frí­merkja­út­gáfu ­Pósts­ins verða stöðvuð um næstu ára­mót sem hluti af hag­ræð­ing­ar­að­gerðum Ísland­póst­s. 

„Til að við­halda frí­merkja­sölu til safn­ara þarf að reka öfl­uga útgáfu starf­semi og vera stöðugt að leita leiða til að koma með ný merki á mark­að. Það er kostn­að­ar­samt og eft­ir­spurnin því miður ekki nægi­leg til að skyn­sam­legt sé að halda því áfram í þeirri mynd sem verið hef­ur,“ segir Birg­ir. 

Birgir ­segir hins vegar að útgáfa nýrra frí­merkja sé und­ir­búin langt fram í tím­ann og munu frí­merki því koma út eitt­hvað fram á þarnæsta ár. Þá á Ísland­póstur lager af frí­merkjum sem hægt er að nýta fyr­ir­ ­burð­ar­gjöld til fjölda ára, jafn­vel fram á síð­asta bréf. Auk þess verður hægt að end­ur­prenta eldri útgáfur frí­merkja, ef á þurfi að halda. 

Einka­réttur Íslands­póst fellur niður um ára­mótin

Einka­réttur Íslands­pósts á bréfum fellur niður um ára­mót þegar ný lög um póst­þjón­ustu taka gildi. Við­ræður rík­is­ins og Íslands­pósts um þjón­ustu­samn­ing sem taka á gildi þegar einka­rétt­ur­inn fellur úr gildi eiga sér nú stað. Ef ríkið tel­ur ­út­gáfa nýrra frí­merkja mik­il­væg menn­ing­ar­leg starf­semi þá gæti ríkið ákveðið að ábyrgj­ast útgáfu í nýj­u­m  ­þjón­ustu­samn­ing­i um einka­rétt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent