Á fyrstu sjö mánuðum ársins fluttu Íslendingar inn vörur og þjónustu fyrir 319,8 milljarða króna en út fyrir 329,8 milljarða króna. Vöru- og þjónustujöfnuður var því jákvæður um 9,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2019.
Það er umtalsverð breyting frá því á sama tíma og í fyrra en þá var hann neikvæður um 0,5 milljarða króna, á gengi hvort árs. Þetta kemur fram í bráðarbirgðatölum Hagstofunnar.
Þá var umreiknaður vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 42,7 milljarða á meðan þjónustujöfnuðar var hagstæður um 52,1 milljarða á öðrum ársfjórðungu þessa árs.
Hagstofan birtir einnig göng um mánaðarlega vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð en þar kemur fram að í júní var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 113,8 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 116,1 milljarður. Vöru og þjónustujöfnuður er því áætlaður neikvæður um 2,3 milljarða í júní 2019.