Flestir búast við vaxtalækkun á morgun

Ný seðlabankastjóri er nú í forsæti peningastefnunefndar. Fyrsta vaxtaákvörðun nefndarinnar er á morgun. Flestir greinendur búast við vaxtalækkun.

peningastefnunefnd_26082019_large.jpg
Auglýsing

Flestir grein­endur eru á því að Seðla­banki Íslands muni halda áfram að lækka meg­in­vexti með vaxta­á­kvörðun sinni  á morg­un. Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hefur form­lega tekið sæti í pen­inga­stefnu­nefnd og er í for­sæti hennar ásamt Rann­veigu Sig­urð­ar­dótt­ur, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra, Þór­arni G. Pét­urs­syni aðal­hag­fræð­ingi, Katrínu Ólafs­dóttur lektor og Gylfa Zoega pró­fess­or. 

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru nú 3,75 pró­sent en verð­bólga mælist 3,1 pró­sent. Vextir hafa farið lækk­andi að und­an­förnu, og er búist við því að lækk­unin á morgun verði 0,25 pró­sentu­stig eða jafn­vel 0,5 pró­sentu­stig. 

Í umfjöllun Lands­bank­ans um kom­andi vaxta­á­kvörðun segir að nokkur eft­ir­vænt­ing ríki um hvaða tón Ásgeir muni setja fram, í sinni stefnu, en eins og áður segir telja flestir að áfram­hald verði á lækkun vaxta, ekki síst til að vinna gegn kólnun í hag­kerf­inu í kjölfa falls WOW air og loðnu­brests. Í umfjöllun Lands­bank­ans kemur fram spá um 0,25 pró­sentu­stiga lækkun vaxta. „Næsti fundur verður fyrsti vaxta­á­kvörð­un­ar­fundur Ásgeirs Jóns­son­ar, nýs Seðla­banka­stjóra. Það verður athygl­is­vert að sjá hvort koma hans breyti ein­hverju í vaxta­á­kvörð­un­ar­ferli nefnd­ar­innar og hvort honum fylgi þá hert­ara eða laus­ara taum­hald en hjá Má Guð­munds­syni, fyrrum seðla­banka­stjóra. Ásgeir hefur þegar gefið í skyn í við­tölum að svig­rúm kunni að vera til frek­ari vaxta­lækk­ana,“ segir í umfjöllun Lands­bank­ans.  

Auglýsing

Á morgun birt­ast einnig Pen­inga­mál Seðla­banka Íslands þar sem fram kemur upp­færð þjóð­hags­spá, en í síð­ustu spá var gert ráð fyrir að sam­dráttur yrði í lands­fram­leiðslu upp á 0,4 pró­sent, en sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands var hag­vöxtur í fyrra 4,6 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent