Flestir búast við vaxtalækkun á morgun

Ný seðlabankastjóri er nú í forsæti peningastefnunefndar. Fyrsta vaxtaákvörðun nefndarinnar er á morgun. Flestir greinendur búast við vaxtalækkun.

peningastefnunefnd_26082019_large.jpg
Auglýsing

Flestir grein­endur eru á því að Seðla­banki Íslands muni halda áfram að lækka meg­in­vexti með vaxta­á­kvörðun sinni  á morg­un. Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hefur form­lega tekið sæti í pen­inga­stefnu­nefnd og er í for­sæti hennar ásamt Rann­veigu Sig­urð­ar­dótt­ur, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra, Þór­arni G. Pét­urs­syni aðal­hag­fræð­ingi, Katrínu Ólafs­dóttur lektor og Gylfa Zoega pró­fess­or. 

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru nú 3,75 pró­sent en verð­bólga mælist 3,1 pró­sent. Vextir hafa farið lækk­andi að und­an­förnu, og er búist við því að lækk­unin á morgun verði 0,25 pró­sentu­stig eða jafn­vel 0,5 pró­sentu­stig. 

Í umfjöllun Lands­bank­ans um kom­andi vaxta­á­kvörðun segir að nokkur eft­ir­vænt­ing ríki um hvaða tón Ásgeir muni setja fram, í sinni stefnu, en eins og áður segir telja flestir að áfram­hald verði á lækkun vaxta, ekki síst til að vinna gegn kólnun í hag­kerf­inu í kjölfa falls WOW air og loðnu­brests. Í umfjöllun Lands­bank­ans kemur fram spá um 0,25 pró­sentu­stiga lækkun vaxta. „Næsti fundur verður fyrsti vaxta­á­kvörð­un­ar­fundur Ásgeirs Jóns­son­ar, nýs Seðla­banka­stjóra. Það verður athygl­is­vert að sjá hvort koma hans breyti ein­hverju í vaxta­á­kvörð­un­ar­ferli nefnd­ar­innar og hvort honum fylgi þá hert­ara eða laus­ara taum­hald en hjá Má Guð­munds­syni, fyrrum seðla­banka­stjóra. Ásgeir hefur þegar gefið í skyn í við­tölum að svig­rúm kunni að vera til frek­ari vaxta­lækk­ana,“ segir í umfjöllun Lands­bank­ans.  

Auglýsing

Á morgun birt­ast einnig Pen­inga­mál Seðla­banka Íslands þar sem fram kemur upp­færð þjóð­hags­spá, en í síð­ustu spá var gert ráð fyrir að sam­dráttur yrði í lands­fram­leiðslu upp á 0,4 pró­sent, en sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofu Íslands var hag­vöxtur í fyrra 4,6 pró­sent. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent