Þingstubbur hefst á miðvikudag – Dagskráin niðurnegld

Alþingi kemur aftur saman á morgun en um er að ræða svokallaðan þingstubb sem mun ljúka með atkvæðagreiðslu á mánudaginn.

7DM_5639_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. atkvæðagreiðsla atkvæði
Auglýsing

Alþingi mun koma sam­an á morgun til þess að ræða frum­vörp og þings­á­lykt­un­­ar­til­lög­ur er varða þriðja orku­pakk­ann og breyt­ingu á raf­­orku­lög­­um. Um er að ræða svo­kall­aðan þing­stubb en sam­komu­lag um þing­lok náð­ist þann 18. júní síð­ast­lið­inn. Það gerð­ist eftir að saman náð­ist milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og Mið­flokks­ins um hvernig haldið yrði á frek­ari umfjöllun um þriðja orku­pakk­ann.

Til stendur að at­­kvæða­greiðsla um málið fari fram næsta mánu­dag og verður þá þingi frestað að nýju. Nýtt þing kemur saman þann 10. sept­em­ber næst­kom­andi.

Farið var yfir stöð­una á fundi þing­flokks­for­manna fyrr í mán­uð­inum og dag­skrá nið­ur­negld en samið hefur verið um að umræður um málin standi ekki lendur en til klukkan 20 á morgun og á fimmtu­dag­inn.

Auglýsing

Sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans er búist við því að umræður og atkvæða­greiðsla muni fara fram sam­kvæmt áætlun enda sé búið að meitla ræðu­tím­ann „í stein“.

Í fyrra­málið fá tals­menn þing­flokk­anna tíu mín­útur hver og verða andsvör leyft. Við tekur hefð­bundin umræða sem ætlað er að ljúki klukkan 20 um kvöld­ið. Á fimmtu­dag­inn verða þrjú mál tengd orku­pakk­anum rædd sam­an; það er mælt verður fyrir þeim öllum í einu. Eins og áður segir fer atkvæða­greiðsla fram næst­kom­andi mánu­dag.

Nokkrir þing­menn sem Kjarn­inn hafði sam­band við segja að ákveðin þreyta sé í fólki og hlakki þau til að ljúka þessum þing­stubbi.

Telur æski­legra að hafa lengri tíma í umræður

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, sagði í sam­tali við RÚV í gær­kvöldi að hann teldi að æski­legra hefði verið að hafa lengri tíma í umræður en þing­stubbur­inn gerir ráð fyr­ir.

„En það er búið að semja um þann tíma sem fer í umræð­una. Svo nú bindi ég fyrst og fremst vonir við það að þing­menn stjórn­ar­liðs­ins hlusti á bak­landið í eigin flokk­um. Hlusti á sína flokks­menn og áhyggjur þeirra. Ég vona að í stað þess að halda því fram að ekk­ert nýtt hafi komið í ljós, leyfi sér að skoða stað­reynd­irnar og taki afstöðu út frá því,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent