Þingstubbur hefst á miðvikudag – Dagskráin niðurnegld

Alþingi kemur aftur saman á morgun en um er að ræða svokallaðan þingstubb sem mun ljúka með atkvæðagreiðslu á mánudaginn.

7DM_5639_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. atkvæðagreiðsla atkvæði
Auglýsing

Alþingi mun koma sam­an á morgun til þess að ræða frum­vörp og þings­á­lykt­un­­ar­til­lög­ur er varða þriðja orku­pakk­ann og breyt­ingu á raf­­orku­lög­­um. Um er að ræða svo­kall­aðan þing­stubb en sam­komu­lag um þing­lok náð­ist þann 18. júní síð­ast­lið­inn. Það gerð­ist eftir að saman náð­ist milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og Mið­flokks­ins um hvernig haldið yrði á frek­ari umfjöllun um þriðja orku­pakk­ann.

Til stendur að at­­kvæða­greiðsla um málið fari fram næsta mánu­dag og verður þá þingi frestað að nýju. Nýtt þing kemur saman þann 10. sept­em­ber næst­kom­andi.

Farið var yfir stöð­una á fundi þing­flokks­for­manna fyrr í mán­uð­inum og dag­skrá nið­ur­negld en samið hefur verið um að umræður um málin standi ekki lendur en til klukkan 20 á morgun og á fimmtu­dag­inn.

Auglýsing

Sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans er búist við því að umræður og atkvæða­greiðsla muni fara fram sam­kvæmt áætlun enda sé búið að meitla ræðu­tím­ann „í stein“.

Í fyrra­málið fá tals­menn þing­flokk­anna tíu mín­útur hver og verða andsvör leyft. Við tekur hefð­bundin umræða sem ætlað er að ljúki klukkan 20 um kvöld­ið. Á fimmtu­dag­inn verða þrjú mál tengd orku­pakk­anum rædd sam­an; það er mælt verður fyrir þeim öllum í einu. Eins og áður segir fer atkvæða­greiðsla fram næst­kom­andi mánu­dag.

Nokkrir þing­menn sem Kjarn­inn hafði sam­band við segja að ákveðin þreyta sé í fólki og hlakki þau til að ljúka þessum þing­stubbi.

Telur æski­legra að hafa lengri tíma í umræður

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, sagði í sam­tali við RÚV í gær­kvöldi að hann teldi að æski­legra hefði verið að hafa lengri tíma í umræður en þing­stubbur­inn gerir ráð fyr­ir.

„En það er búið að semja um þann tíma sem fer í umræð­una. Svo nú bindi ég fyrst og fremst vonir við það að þing­menn stjórn­ar­liðs­ins hlusti á bak­landið í eigin flokk­um. Hlusti á sína flokks­menn og áhyggjur þeirra. Ég vona að í stað þess að halda því fram að ekk­ert nýtt hafi komið í ljós, leyfi sér að skoða stað­reynd­irnar og taki afstöðu út frá því,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent