Dóra Björt: Sjálfstæðismenn leggja upp í enn eitt menningarstríðið

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ummæli Eyþórs L. Arnalds um matarstefnu meirihlutans í skólum og segir að svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki fyrir neitt annað en tilfinningalegt uppnám yfir ímynduðum ofsóknum.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata
Auglýsing

„Jæja, þá eru Sjálf­stæð­is­menn að leggja upp í enn eitt menn­ing­ar­stríð­ið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á græn­meti og ávöxtum í mötu­neytum borg­ar­inn­ar. Þetta nær ekki nokk­urri átt leng­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist ekki standa fyrir neitt annað en til­finn­inga­legt upp­nám yfir ímynd­uðum ofsókn­um,“ skrifar Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Pírata í borg­ar­stjórn, í færslu á Face­book og vísar þar til­ Face­book-­færslu Eyþórs Lax­dals Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Skoða að minnka fram­boð á dýra­af­urðum í grunn­skólum Reykja­víkur

­Mik­il um­ræða hefur skap­ast eftir að Sam­tök græn­kera á Íslandi sendu stjórn­völdum áskorun í síð­ustu viku um að hætta alveg að bjóða dýra­af­urðir eða draga veru­lega úr fram­boði þeirra í mötu­neytum skóla í ljósi ham­fara­hlýn­un­ar. 

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trú­i VG og full­trúi í skóla- og frí­stunda­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar, sagð­ist í kvöld­fréttum RÚV á sunnu­dag fanga þess­ari áskorun sam­tak­anna og að meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn væri ein­huga um að skoða að minnka fram­boð á dýra­af­urðum í grunn­skólum borg­ar­inn­ar. Hún sagði jafn­framt í stöðu­færslu á Face­book að hún hafi ­lengi verið þeirrar skoð­unar að minnka ætti veru­lega eða hætta ætti öllu kjöt­fram­boði í mötu­neytum borg­ar­innar en að hún hafi hins vegar lært að sam­staðan og sam­talið skilar bestum árangri.

Auglýsing

Stendur ekki til að troða vegan­isma í kokið á neinum

Eyþór Arn­alds er hins vegar ekki sam­mála þeirri hug­mynd meiri­hlut­ans um að draga úr kjöt­neysla í skólum borg­ar­inn­ar. „Skóla­matur í Reykja­vík gæti verið betri. Um það eru flestir sam­mála. En í stað þess að bæta mat­inn í grunn­skólum ætla full­trúar "meiri­hlut­ans" í borg­ar­stjórn að skerða pró­tín­inni­hald fyrir reyk­vísk skóla­börn!,“ skrif­aði Eyþór meðal ann­ars í færslu sinni á Face­book.

Dóra Björt hefur svarað þess­ari færslu Eyþórs og segir að alltaf séu skila­boð­in sú að að lífs­gæði hefð­bund­inna Sjálf­stæð­is­manna standi ógn af „menn­ing­armarx­ist­un­um“ í borg­ar­meiri­hlut­an­um. Ef það eru ekki mötu­neyti starfs­manna sem séu fyrir þeim þá séu það reið­hjól, mat­hallir eða borg­ar­lína.

„Ey­þór veit alveg sjálfur að það stendur ekk­ert til að troða ­vegan­isma ofan í kokið á einum né nein­um. Honum er bara alveg sama hvað er rétt og hvað er rangt og stekkur eins og alltaf á tæki­færi til að skruma,“ segir Dóra Björt.  

Ekki stríð gegn kjöt­ætum

Hún segir að mat­ar­stefna Reykja­vík­ur­borgar hafi verið sam­þykkt af öllum flokkum og mark­mið hennar sé hollur og góður matur á vegum borg­ar­inn­ar. „Það er ekki stríð gegn einka­bílnum að öðrum sé boðið að hjóla og taka strætó. Það er ekki stríð gegn veit­inga­húsum að starfs­fólkið okkar fái aðgang að mötu­neytum og það er ekki stríð gegn kjöt­ætum að bjóða upp á ávexti og græn­meti í skólum barna,“ skrifar Dóra Björt.

Hún segir sé ­stríð í gangi þá sé það gegn vit­rænni umræðu þegar odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins finni hjá sér þörf til að klæða sig í bol merktum kjöti og þing­maður flokks­ins beri aukið val í mötu­neytum skóla- og frí­stunda­sviðs við Aust­ur-Berlín og vísar þar til athuga­semda Páls Magn­ús­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við stöðu­færslu Eyþór­s.  

Jæja, þá eru Sjálf­stæð­is­menn að leggja upp í enn eitt menn­ing­ar­stríð­ið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á græn­met­i...

Posted by Dóra Björt on Tues­day, Aug­ust 27, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent