Dóra Björt: Sjálfstæðismenn leggja upp í enn eitt menningarstríðið

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ummæli Eyþórs L. Arnalds um matarstefnu meirihlutans í skólum og segir að svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki fyrir neitt annað en tilfinningalegt uppnám yfir ímynduðum ofsóknum.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata
Auglýsing

„Jæja, þá eru Sjálf­stæð­is­menn að leggja upp í enn eitt menn­ing­ar­stríð­ið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á græn­meti og ávöxtum í mötu­neytum borg­ar­inn­ar. Þetta nær ekki nokk­urri átt leng­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist ekki standa fyrir neitt annað en til­finn­inga­legt upp­nám yfir ímynd­uðum ofsókn­um,“ skrifar Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Pírata í borg­ar­stjórn, í færslu á Face­book og vísar þar til­ Face­book-­færslu Eyþórs Lax­dals Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Skoða að minnka fram­boð á dýra­af­urðum í grunn­skólum Reykja­víkur

­Mik­il um­ræða hefur skap­ast eftir að Sam­tök græn­kera á Íslandi sendu stjórn­völdum áskorun í síð­ustu viku um að hætta alveg að bjóða dýra­af­urðir eða draga veru­lega úr fram­boði þeirra í mötu­neytum skóla í ljósi ham­fara­hlýn­un­ar. 

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trú­i VG og full­trúi í skóla- og frí­stunda­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar, sagð­ist í kvöld­fréttum RÚV á sunnu­dag fanga þess­ari áskorun sam­tak­anna og að meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn væri ein­huga um að skoða að minnka fram­boð á dýra­af­urðum í grunn­skólum borg­ar­inn­ar. Hún sagði jafn­framt í stöðu­færslu á Face­book að hún hafi ­lengi verið þeirrar skoð­unar að minnka ætti veru­lega eða hætta ætti öllu kjöt­fram­boði í mötu­neytum borg­ar­innar en að hún hafi hins vegar lært að sam­staðan og sam­talið skilar bestum árangri.

Auglýsing

Stendur ekki til að troða vegan­isma í kokið á neinum

Eyþór Arn­alds er hins vegar ekki sam­mála þeirri hug­mynd meiri­hlut­ans um að draga úr kjöt­neysla í skólum borg­ar­inn­ar. „Skóla­matur í Reykja­vík gæti verið betri. Um það eru flestir sam­mála. En í stað þess að bæta mat­inn í grunn­skólum ætla full­trúar "meiri­hlut­ans" í borg­ar­stjórn að skerða pró­tín­inni­hald fyrir reyk­vísk skóla­börn!,“ skrif­aði Eyþór meðal ann­ars í færslu sinni á Face­book.

Dóra Björt hefur svarað þess­ari færslu Eyþórs og segir að alltaf séu skila­boð­in sú að að lífs­gæði hefð­bund­inna Sjálf­stæð­is­manna standi ógn af „menn­ing­armarx­ist­un­um“ í borg­ar­meiri­hlut­an­um. Ef það eru ekki mötu­neyti starfs­manna sem séu fyrir þeim þá séu það reið­hjól, mat­hallir eða borg­ar­lína.

„Ey­þór veit alveg sjálfur að það stendur ekk­ert til að troða ­vegan­isma ofan í kokið á einum né nein­um. Honum er bara alveg sama hvað er rétt og hvað er rangt og stekkur eins og alltaf á tæki­færi til að skruma,“ segir Dóra Björt.  

Ekki stríð gegn kjöt­ætum

Hún segir að mat­ar­stefna Reykja­vík­ur­borgar hafi verið sam­þykkt af öllum flokkum og mark­mið hennar sé hollur og góður matur á vegum borg­ar­inn­ar. „Það er ekki stríð gegn einka­bílnum að öðrum sé boðið að hjóla og taka strætó. Það er ekki stríð gegn veit­inga­húsum að starfs­fólkið okkar fái aðgang að mötu­neytum og það er ekki stríð gegn kjöt­ætum að bjóða upp á ávexti og græn­meti í skólum barna,“ skrifar Dóra Björt.

Hún segir sé ­stríð í gangi þá sé það gegn vit­rænni umræðu þegar odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins finni hjá sér þörf til að klæða sig í bol merktum kjöti og þing­maður flokks­ins beri aukið val í mötu­neytum skóla- og frí­stunda­sviðs við Aust­ur-Berlín og vísar þar til athuga­semda Páls Magn­ús­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við stöðu­færslu Eyþór­s.  

Jæja, þá eru Sjálf­stæð­is­menn að leggja upp í enn eitt menn­ing­ar­stríð­ið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á græn­met­i...

Posted by Dóra Björt on Tues­day, Aug­ust 27, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent