Dóra Björt: Sjálfstæðismenn leggja upp í enn eitt menningarstríðið

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ummæli Eyþórs L. Arnalds um matarstefnu meirihlutans í skólum og segir að svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki fyrir neitt annað en tilfinningalegt uppnám yfir ímynduðum ofsóknum.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata
Auglýsing

„Jæja, þá eru Sjálf­stæð­is­menn að leggja upp í enn eitt menn­ing­ar­stríð­ið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á græn­meti og ávöxtum í mötu­neytum borg­ar­inn­ar. Þetta nær ekki nokk­urri átt leng­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist ekki standa fyrir neitt annað en til­finn­inga­legt upp­nám yfir ímynd­uðum ofsókn­um,“ skrifar Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Pírata í borg­ar­stjórn, í færslu á Face­book og vísar þar til­ Face­book-­færslu Eyþórs Lax­dals Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Skoða að minnka fram­boð á dýra­af­urðum í grunn­skólum Reykja­víkur

­Mik­il um­ræða hefur skap­ast eftir að Sam­tök græn­kera á Íslandi sendu stjórn­völdum áskorun í síð­ustu viku um að hætta alveg að bjóða dýra­af­urðir eða draga veru­lega úr fram­boði þeirra í mötu­neytum skóla í ljósi ham­fara­hlýn­un­ar. 

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trú­i VG og full­trúi í skóla- og frí­stunda­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar, sagð­ist í kvöld­fréttum RÚV á sunnu­dag fanga þess­ari áskorun sam­tak­anna og að meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn væri ein­huga um að skoða að minnka fram­boð á dýra­af­urðum í grunn­skólum borg­ar­inn­ar. Hún sagði jafn­framt í stöðu­færslu á Face­book að hún hafi ­lengi verið þeirrar skoð­unar að minnka ætti veru­lega eða hætta ætti öllu kjöt­fram­boði í mötu­neytum borg­ar­innar en að hún hafi hins vegar lært að sam­staðan og sam­talið skilar bestum árangri.

Auglýsing

Stendur ekki til að troða vegan­isma í kokið á neinum

Eyþór Arn­alds er hins vegar ekki sam­mála þeirri hug­mynd meiri­hlut­ans um að draga úr kjöt­neysla í skólum borg­ar­inn­ar. „Skóla­matur í Reykja­vík gæti verið betri. Um það eru flestir sam­mála. En í stað þess að bæta mat­inn í grunn­skólum ætla full­trúar "meiri­hlut­ans" í borg­ar­stjórn að skerða pró­tín­inni­hald fyrir reyk­vísk skóla­börn!,“ skrif­aði Eyþór meðal ann­ars í færslu sinni á Face­book.

Dóra Björt hefur svarað þess­ari færslu Eyþórs og segir að alltaf séu skila­boð­in sú að að lífs­gæði hefð­bund­inna Sjálf­stæð­is­manna standi ógn af „menn­ing­armarx­ist­un­um“ í borg­ar­meiri­hlut­an­um. Ef það eru ekki mötu­neyti starfs­manna sem séu fyrir þeim þá séu það reið­hjól, mat­hallir eða borg­ar­lína.

„Ey­þór veit alveg sjálfur að það stendur ekk­ert til að troða ­vegan­isma ofan í kokið á einum né nein­um. Honum er bara alveg sama hvað er rétt og hvað er rangt og stekkur eins og alltaf á tæki­færi til að skruma,“ segir Dóra Björt.  

Ekki stríð gegn kjöt­ætum

Hún segir að mat­ar­stefna Reykja­vík­ur­borgar hafi verið sam­þykkt af öllum flokkum og mark­mið hennar sé hollur og góður matur á vegum borg­ar­inn­ar. „Það er ekki stríð gegn einka­bílnum að öðrum sé boðið að hjóla og taka strætó. Það er ekki stríð gegn veit­inga­húsum að starfs­fólkið okkar fái aðgang að mötu­neytum og það er ekki stríð gegn kjöt­ætum að bjóða upp á ávexti og græn­meti í skólum barna,“ skrifar Dóra Björt.

Hún segir sé ­stríð í gangi þá sé það gegn vit­rænni umræðu þegar odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins finni hjá sér þörf til að klæða sig í bol merktum kjöti og þing­maður flokks­ins beri aukið val í mötu­neytum skóla- og frí­stunda­sviðs við Aust­ur-Berlín og vísar þar til athuga­semda Páls Magn­ús­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við stöðu­færslu Eyþór­s.  

Jæja, þá eru Sjálf­stæð­is­menn að leggja upp í enn eitt menn­ing­ar­stríð­ið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á græn­met­i...

Posted by Dóra Björt on Tues­day, Aug­ust 27, 2019


Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent