Helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­skóla­kenn­ara­nám

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölgaði veru­lega milli ára og segir mennta- og menningarmálaráðherra það vísbendingu um að aðgerðir stjórnvalda séu farnar að skila árangri. Þá fjölgaði karlkyns umsækjendum verulega á milli ára.

klébergsskóli
Auglýsing

Umsóknum um kenn­­ara­­nám fjölg­aði veru­­lega á milli ári hér á landi eða um alls rúm­­lega 200 umsókn­­ir. Þá fjölg­aði umsóknum um grunn­nám í grunn­­skóla­­kenn­­ara­fræðum um 45 pró­­sent og þar af fjölg­aði karl­kyns umsækj­endum veru­­lega. Alls sóttu helm­ingi fleiri karlar um grunn­­skóla­­kenn­­ara­­nám í Háskóla Íslands í vor en í fyrra og þrefalt fleiri karlar um nám í leiks­­skóla­­kenn­­ara­fræð­um. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu.

Nem­endum á leik- og grunn­skóla­stigi býðst launað starfs­nám

Í mars síð­ast­liðnum kynnti Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, að­gerð­ir ­stjórn­valda til þess að taka á kenn­ara­skorti í land­inu. Aðgerð­irnar fela ­meðal ann­­ars í sér launað starfs­­nám, náms­­styrk til nem­enda og styrki til starf­andi kenn­­ara til náms í starfstengdri leið­­sögn. 

Frá og með þessu haust­i býðst nem­endum á loka­ári í meist­­ara­­námi til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­­skóla­­stigi launað starfs­­nám. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá háskól­unum gengur mjög vel að finna starfs­­nám­­stöður fyrir kenn­­ara­­nema en 96 pró­­sent þeirra sem eftir því sækj­­ast hafa þegar fengið stöðu.

Auglýsing

Umsóknum um nám í list­kennslu fjölg­aði um 170 pró­sent 

Síð­ast­liðið vor fjölg­aði umsóknum um kenn­­ara­­nám veru­­lega á milli ára eða um rúm­­lega 200 í háskól­unum fjórum sem bjóða upp á kenn­­ara­­nám hér á landi. Aukn­ing­ í umsóknum var hlut­falls­lega ­mest hjá Lista­há­­skóla Íslands þar sem um­­sókn­um um nám í list­­kennslu­­deild fjölg­aði um 170 pró­sent milli ára. 

Jafn­framt fjölg­aði um­­sókn­um um grunn­­nám í grunn­­skóla­­kenn­­ara­fræðum við Há­­skóla Íslands um 45 pró­sent. Þá fjölg­aði veru­lega karl­kyns um­sækj­endum í þeim hópi en um helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­­skóla­­kenn­­ara­­nám í Há­­skóla Íslands en í fyrra og þre­falt fleiri í nám í leik­­skóla­­kenn­­ara­fræð­um. Þá fjölg­aði einnig um­­sókn­um um nám leið­sagna­­kenn­­ara.  

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld BeckMennta-og menn­ing­ar­mála­ráð­herra segir það vera mikið fagn­að­ar­efni að vís­bend­ingar séu um að aðgerðir sem stjórn­völd réð­ust í síð­asta vor séu farnir að skila árangri. „Um­sóknum um kenn­ara­nám fjölgar veru­lega milli ára og einnig gekk mjög vel að útvega kenn­ara­nemum á loka­ári laun­aðar starfs­náms­stöð­ur. Til þess að mæta áskor­unum fram­tíð­ar­innar þurfum við enn fleiri fjöl­hæfa og dríf­andi kenn­ara og það er einkar ánægju­legt að fleiri íhugi nú að starfa á þeim vett­vang­i,“ segir Lilja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent