Helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­skóla­kenn­ara­nám

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölgaði veru­lega milli ára og segir mennta- og menningarmálaráðherra það vísbendingu um að aðgerðir stjórnvalda séu farnar að skila árangri. Þá fjölgaði karlkyns umsækjendum verulega á milli ára.

klébergsskóli
Auglýsing

Umsóknum um kenn­­ara­­nám fjölg­aði veru­­lega á milli ári hér á landi eða um alls rúm­­lega 200 umsókn­­ir. Þá fjölg­aði umsóknum um grunn­nám í grunn­­skóla­­kenn­­ara­fræðum um 45 pró­­sent og þar af fjölg­aði karl­kyns umsækj­endum veru­­lega. Alls sóttu helm­ingi fleiri karlar um grunn­­skóla­­kenn­­ara­­nám í Háskóla Íslands í vor en í fyrra og þrefalt fleiri karlar um nám í leiks­­skóla­­kenn­­ara­fræð­um. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu.

Nem­endum á leik- og grunn­skóla­stigi býðst launað starfs­nám

Í mars síð­ast­liðnum kynnti Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, að­gerð­ir ­stjórn­valda til þess að taka á kenn­ara­skorti í land­inu. Aðgerð­irnar fela ­meðal ann­­ars í sér launað starfs­­nám, náms­­styrk til nem­enda og styrki til starf­andi kenn­­ara til náms í starfstengdri leið­­sögn. 

Frá og með þessu haust­i býðst nem­endum á loka­ári í meist­­ara­­námi til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­­skóla­­stigi launað starfs­­nám. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá háskól­unum gengur mjög vel að finna starfs­­nám­­stöður fyrir kenn­­ara­­nema en 96 pró­­sent þeirra sem eftir því sækj­­ast hafa þegar fengið stöðu.

Auglýsing

Umsóknum um nám í list­kennslu fjölg­aði um 170 pró­sent 

Síð­ast­liðið vor fjölg­aði umsóknum um kenn­­ara­­nám veru­­lega á milli ára eða um rúm­­lega 200 í háskól­unum fjórum sem bjóða upp á kenn­­ara­­nám hér á landi. Aukn­ing­ í umsóknum var hlut­falls­lega ­mest hjá Lista­há­­skóla Íslands þar sem um­­sókn­um um nám í list­­kennslu­­deild fjölg­aði um 170 pró­sent milli ára. 

Jafn­framt fjölg­aði um­­sókn­um um grunn­­nám í grunn­­skóla­­kenn­­ara­fræðum við Há­­skóla Íslands um 45 pró­sent. Þá fjölg­aði veru­lega karl­kyns um­sækj­endum í þeim hópi en um helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­­skóla­­kenn­­ara­­nám í Há­­skóla Íslands en í fyrra og þre­falt fleiri í nám í leik­­skóla­­kenn­­ara­fræð­um. Þá fjölg­aði einnig um­­sókn­um um nám leið­sagna­­kenn­­ara.  

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld BeckMennta-og menn­ing­ar­mála­ráð­herra segir það vera mikið fagn­að­ar­efni að vís­bend­ingar séu um að aðgerðir sem stjórn­völd réð­ust í síð­asta vor séu farnir að skila árangri. „Um­sóknum um kenn­ara­nám fjölgar veru­lega milli ára og einnig gekk mjög vel að útvega kenn­ara­nemum á loka­ári laun­aðar starfs­náms­stöð­ur. Til þess að mæta áskor­unum fram­tíð­ar­innar þurfum við enn fleiri fjöl­hæfa og dríf­andi kenn­ara og það er einkar ánægju­legt að fleiri íhugi nú að starfa á þeim vett­vang­i,“ segir Lilja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent