Helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­skóla­kenn­ara­nám

Umsóknum um kenn­ara­nám fjölgaði veru­lega milli ára og segir mennta- og menningarmálaráðherra það vísbendingu um að aðgerðir stjórnvalda séu farnar að skila árangri. Þá fjölgaði karlkyns umsækjendum verulega á milli ára.

klébergsskóli
Auglýsing

Umsóknum um kenn­­ara­­nám fjölg­aði veru­­lega á milli ári hér á landi eða um alls rúm­­lega 200 umsókn­­ir. Þá fjölg­aði umsóknum um grunn­nám í grunn­­skóla­­kenn­­ara­fræðum um 45 pró­­sent og þar af fjölg­aði karl­kyns umsækj­endum veru­­lega. Alls sóttu helm­ingi fleiri karlar um grunn­­skóla­­kenn­­ara­­nám í Háskóla Íslands í vor en í fyrra og þrefalt fleiri karlar um nám í leiks­­skóla­­kenn­­ara­fræð­um. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu.

Nem­endum á leik- og grunn­skóla­stigi býðst launað starfs­nám

Í mars síð­ast­liðnum kynnti Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, að­gerð­ir ­stjórn­valda til þess að taka á kenn­ara­skorti í land­inu. Aðgerð­irnar fela ­meðal ann­­ars í sér launað starfs­­nám, náms­­styrk til nem­enda og styrki til starf­andi kenn­­ara til náms í starfstengdri leið­­sögn. 

Frá og með þessu haust­i býðst nem­endum á loka­ári í meist­­ara­­námi til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­­skóla­­stigi launað starfs­­nám. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum frá háskól­unum gengur mjög vel að finna starfs­­nám­­stöður fyrir kenn­­ara­­nema en 96 pró­­sent þeirra sem eftir því sækj­­ast hafa þegar fengið stöðu.

Auglýsing

Umsóknum um nám í list­kennslu fjölg­aði um 170 pró­sent 

Síð­ast­liðið vor fjölg­aði umsóknum um kenn­­ara­­nám veru­­lega á milli ára eða um rúm­­lega 200 í háskól­unum fjórum sem bjóða upp á kenn­­ara­­nám hér á landi. Aukn­ing­ í umsóknum var hlut­falls­lega ­mest hjá Lista­há­­skóla Íslands þar sem um­­sókn­um um nám í list­­kennslu­­deild fjölg­aði um 170 pró­sent milli ára. 

Jafn­framt fjölg­aði um­­sókn­um um grunn­­nám í grunn­­skóla­­kenn­­ara­fræðum við Há­­skóla Íslands um 45 pró­sent. Þá fjölg­aði veru­lega karl­kyns um­sækj­endum í þeim hópi en um helm­ingi fleiri karl­ar sóttu um grunn­­skóla­­kenn­­ara­­nám í Há­­skóla Íslands en í fyrra og þre­falt fleiri í nám í leik­­skóla­­kenn­­ara­fræð­um. Þá fjölg­aði einnig um­­sókn­um um nám leið­sagna­­kenn­­ara.  

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd: Bára Huld BeckMennta-og menn­ing­ar­mála­ráð­herra segir það vera mikið fagn­að­ar­efni að vís­bend­ingar séu um að aðgerðir sem stjórn­völd réð­ust í síð­asta vor séu farnir að skila árangri. „Um­sóknum um kenn­ara­nám fjölgar veru­lega milli ára og einnig gekk mjög vel að útvega kenn­ara­nemum á loka­ári laun­aðar starfs­náms­stöð­ur. Til þess að mæta áskor­unum fram­tíð­ar­innar þurfum við enn fleiri fjöl­hæfa og dríf­andi kenn­ara og það er einkar ánægju­legt að fleiri íhugi nú að starfa á þeim vett­vang­i,“ segir Lilja.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent